Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 220
216
BÚNAÐARRIT
svo jafnt í hverjum sem hægt var. Það voru 220 ÍE í
hverjum vagni til jafnaðar, eftir því sem viktaði í fyrsta
vagninn. Eg tróð heyið við hvern vagn og kúffylti
gryfjuna með 33 vögnum og tyrfði siðan yfir. — 3. sept.
var sigið um lVz fet, og hitinn þá orðinn 50°—60° C.
og á einum stað 63°, encla var þar mest sigið. Ná-
kvæmt gat eg eigi mælt, vegna þess að eg gat eigi mælt
nema efst; var eigi búinn að fá hitamælinn þá. Þá bætti
eg ofan á 9 vögnum af grasþurru háarheyi og bjó síðan
urn sem áður.
5. sept. var sigið nær því um 2 fet enn. Þá var
hitinn 55°—60°. Bætti eg þá enn ofan á 9 vögnum.
Var nokkuð af því heyi vel grasþurt, úr sæti, en hitt renu-
blautt brekkuhey. — 7. sept. var hitinn 45°—55° og þá
sigið um 1 fet. Þá tvítyrfði eg heyið og bar grjót á og
mokaði mold ofan á; tyrfði síðanyfir. Hafði eg mænis-
myndun á moldinni. — Heyið, sem í gryfjuna fór, er
þá eftir því sem eg hefi næst komist 11220 pund.
Moldin var að síga fram til 20. október, og bætti eg
mold ofan á smátt og smátt. Frá þeim tíma og til þess
er eg tók á gryfjunni 15. nóv. varð eg eigi var við að
neitt sigi. — 15. nóv. mokaði eg moidarfarginu ofan af,
en grjótið hefi eg tekið hvað eftir að eg hefi þurft að
rýma því frá.
Heyið er á lit næstum því eins grænt og þá er það
var látið í gryfjuna. Við torfið og út við hliðar er
að eins vottur af rekjum, annars er heyið jafngott
niður að gólfi. Af því er sæt súrlykt, mjög þægileg.
Hæð heysins er 4Va fet og hefir sigið frá grundvelli
2V2 fet. Heyið hefi eg gefið kúm, og eta þær það með
góðri lyst. og mér virðist það hafa haft nokkur áhrif á
mjólkurvöxt, þó að eg hafi alls eigi getað gert nákvæmar
tilraunir með það.
2. sept. lét eg enn háarhey í aðra gryfju, sporöskju-
iagaða, 6' á breidd, 8' á lengd og 7' á dýpt, eða nál.
269 ten.fet. í þá giyfju fóru í fyrstu 29 vagnar. 4. sept.