Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 228
224
BÚNAÐARRIT
8. sept. var í þurru veðri ílutt heim í gryfjuna
valllendishey, dálítið eltingarskotið, mestalt nálega viku-
gamalt, sumt ýmist lítið eitt eldra eða yngra. Var þann
<lag flutt í gryfjuna unz hún var orðin sléttfull. Dag-
inn eftir var bætt ofan á samskonar heyi, unz kúfur-
inn upp af gryfjunni var orðinn hátt á aðra, stiku á hæð.
Þann dag rigndi allmikið. Heyinu var dreift um gröf-
ina og troðið á sama hátt og 1910. 12. sept. var heyið
sigið um 1V2 stiku, og var þá bætt ofan á nýslegnu gras-
þurru heyi, unz kúfurinn var orðinn 1V2 stika á hæð.
15. sept. var heyið enn sigið um tæpa stiku. Var þá
bætt ofan á nýslegnu valllendi, unz kúfurinn varð nái.
2 st. hár. Daginn eftir var heyið þakið blautu torfi, og
hraungrýtisfarg borið á það 22. og 23. sept. Grjótlagið
vai nál. 4/b stiku að þykt og þyngd þess um 1500 vg.
á ferstiku hverri.
Fremur hitnaði lítið í heyinu þar til skömmu eftir
að tyrft var. Þá komst hit.inn upp í 60—70° C. og
lítið eitt hærra sumstaðar. Illa gekk þó að hitna í
síðustu hirðingunni, og var vafalaust. um að kenna hvass-
viðri því á útsunnan, er byrjaði 16. sept. og linti eigi
fyr en búið var að fergja heyið.
Næstu daga eftir að fergt var seig heyið um V2
stiku niður fyrir barma gryfjunnar, en ekkert úr því. í
áliðnum októbermánuði var gert yfir gryfjuna.
22. des. var tekið á heyinu á sama hátt og 1910.
Allmiklar rekjur voru undir torfinu, talsvert meiri en
1910, og hefir vafalaust verið því að kenna, að eigi
hitnaði nægilega í heyinu ofan til. Með veggjunum voru
rekjurnar aftur á móti miklu minni en 1910 og víðast
hvar alls engar. Þakka eg það einkum því, hve lítið
rigndi á heyið í gryfjunni óvarið, og að ekkert vatn gat
runnið að henni og niður með veggjum hennar, sökum
þess aö frá þeim hallaði alstaðar nægilega, en 1910 var
þessa eigi gætt sem skyldi.
Eins og áður er getið, var hey þetta mestalt orðið