Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 246
242
BÚNAÐARRIT
fyrir skurbum, mörkun þeirra með hælum, teikningar til
að vinna eftir, og ennfremur kostnaður við upptöku grjóts
í haust og flutning þess í vetur. Þessi fjárhæð kemur
upp í þær 2000 kr., sem ætlaðar eru áveitunni á þessu
ári, en varð að greiða fyrirfram að þessu leyti. Nú
verður byrjað á greftinum þessa daga. 4 búendur þar
i grend hafa tekið hann að sér fyrir 33 a. rúmstikuna;
er það 12 aurum minna en Thalbitzer hafði áætlað.
Verður það nálægt 5000 kr. sparnaður á skurðum þeim,
sem grafa á í sumar. Árnessýsla hefir tekið 20000 kr.
viðlagasjóðsián til áveitunnar. Sigurði búfræðingi Sig-
urðssyni er falin umsjón skurðgraftarins af hendi Bún-
aðarfélagsins.
Til að kaupa vél til ræslupípnagerðar úr stein-
steypu var Böðvari Jónssyni veittur 450 kr. styrkur,
samkvæmt ályktun búnaðarþings 1911. Gera menn sér
góðar vonir um gagn af því fyrirtæki.
Sýnistöðvar eru nú 3. Ein bætist við í sumar, i
Vík i Vestur-Skaftafellssýslu. Hvort sú 5. kemst á, i
JJalasýslu, er enn óráðið. Okunnugt um, hvort sýslu-
nefndin veitir styrk.
Samið hefir verið við alls 10 menn um að gera, til-
raunir með votheysverkun (súrheys og sætheys) og i eyna
að hvetja til þeirrar heyverkunar, gegn iítilli þóknun frá
félaginu. Skýrslur eru nú komnar frá flestum þeirra, og
kemur ágrip af þeim í Búnaðarritinu í vor.
Til búfjárræktar voru þessar helztar fjárveitingar:
Til búfjársýninga var varið að eins rúmum 500 kr.
Var hugsað til að breyta, um tilhögun með þær. Um
þær breytingar vísað til ritgerðar Ingimundar Guðmunds-
sonar í Búnaðarritinu. Þetta ár eru ætlaðar 1000 kr.
til hrossasýninga í heiztu hrossaræktarhéruðum: 1. Árness
og Rangárvalla sýslum, 2. Borgarfjarðar og Mýra sýslum,
3. Húnavatnssýslu og 4. Skagafjarðarsýslu. Sýslunefnd-
irnar allar hafa heitið styrk til sýninga þessara. Til
hrútasýninga í haust oru ætlaðar 400 kr., í Eyjafjarðar