Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 306
302
BÚNAÐARRIT
Af því að eg veit ekki, hvort mér hefir tekist að-
lýsa þessu svo vel, að menn skilji, læt eg uppdrætti
fylgja til skiiningsauka. 1. mynd sýnir með punktalínu,
hvernig brautarendinn, með kassanum, legst niður að
gólfi, meðan mokað er í kassann, og hvernig kaðallinn
liggur, sem brautarendanum er lyft með. 2. mynd
sýnir hlið kassans, þar sem hann rekst á klampann á
brautinni, sem hleypir botninum niður. 3. mynd er
vindan, sem brautarendanum er lyft með, og 4. mynd
er þverskurður af brautinni með kassanum á.
Agúst Helgason.
Bunaðarmálafundur
var haldinn í Reykjavík 26.—30. ágúst 1912, eftir
fundarboði frá Búnaðarfélagi íslands. Um tildrög fund-
arins og tilgang hans sjá Búnaðarrit 1911, bls. 167.,
169. og 178.
Þessir menn sóttu fundinn :
Alfred Kristensen, bóndi í Einarsnesi, plægingakennari.
Benedikt Blöndal, kennari á Eiðum, starfsmaður Bún-
aðarsambands Austurlands.
Björn Bjarnarson, hreppstjóri í Grafarholti, formaður
Búnaðarsambands Kjalarnessþings.
Eggert Briem, bóndi í Reykjavík, varaforseti Búnaðar-
félags íslands.
Einar Helgason, garðyrkjumaður í Reykjavík, ráðunautur
Búnaðarfélags íslands.
Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri á Hvanneyri.
Hans Grönfeldt, mjólkurskólakennari á Hvitárvöllum.