Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 309
Vatnsheld steinsteypa.
Eftir Ásgeir Torfason. ■
Á seinni árum hefir steinsteypuhúsum fjölgað óðum
hér á landi, og mest útlit er fyrir, að þau muni, er
fram líða stundir, útrýma að mestu annari húsagerð,
víða um landið. Það liggur því í augum uppi, hve afar-
áríðandi það er, að til þeirra sé vandað sem bezt og
þau sé gerð svo hentug, sem frekast er kostur á.
Reynslan sýnir, að steinsteypuveggir eru of kaldir á í-
búðarhúsum, sem iítið eru hituð, svo sem oft vill verða
á sveitabæjum, nema því að eins að þau sé stoppuð
innan með einhverju efni, sem leiði illa hita. Af slík-
um efnum er venjulega ekki úr mörgum að veija á
sveitaheimilum. Má þar helzt telja til: mómold, mosa,
hey, torf og máske mold og ösku og á einstöku stað
vikur. En sá er gallinn á flestum, eða öllum, þessum
efnum, að eigi þau að koma að tilætlum notum, verð-
ur að verja þau rækilega fyrir vatni. Veggirnir verða
því .að vera alveg vatnsheldir. Því miður vill stundum
verða misbrestur á þessu með steinsteypuveggi, ef ekki
er leitað sérstakra bragða. Til að gera steinsteypu vatns-
helda hafa verið gefin ýms ráð, og til þess er á boð-
stólum mesti sægur af efnum, sem lofuð eru og dásömuð
hvert í kapp við annað, en misjafnt gefastjþau sum hver.
Þetta atriði, að gera steinsteypu vatnshelda, skiftir svo
mjög máli, að það er fullkomlega þess vert, að því sé
20