Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 13

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 13
Ljósm. Skt/li Gunnarsson. löndunum, t. d. á Franz-Jósefslandi, á Spitzbergen, Bjarnarey, Novaja Zemlya, á Murmanströndinni og víða við norðanverðar Síberíu- strendur, austur að Taymir-skaga. Á Norðurlöndum verpur hún ekki, en er þar algeng á vetrum. Vestan- hafs er hún á Grænlandi og mjög algeng þar. Á meginlandinu er hún á svæðunum vestan frá Hudsonflóa, austur um Labrador og á eyjunum þar norður undan. Þegar vestar dregur, tekur við önnur náskyld stuttnefjutegund (undirtegund). Einkenni. Stuttnefjan er nauða- DÝRAVERNDARINN lík langvíunni í útliti, en nefið er stórum mun styttra og klunna- legra. Efri skoltshryggurinn er bog- inn, en á langvíunni er hann nærri því beinn. Þá er stuttnefjan jafn- svartari á litinn, en langvían oftast nær meira eða minna mósvört. Litamörkin framan á hálsinum eru ekki í beinni línu. Hvíti liturinn myndar þar þríhyrnu, þar sem hann mætir svarta litnum. Þá eru nef jaðr- arnir (skoltrendurnar) hvítgráar á stuttnefjunni, og er það allgott ein- kenni. (Stærðin er svipuð og á langvíu, en þó öllu meiri: v. 204—231 mm; 31—38 mm. Þyngdin um 1200 gr.) TEISTAN (Uria grylle grylle (L) Teistan er algeng umhverfis land, enda þótt óvíða sé mjög margt af henni. Hún virðist ekki vera eins félagslynd og aðrir svartfuglar, því að hún er oftast fáförul, en fer þó sjaldan eða aldrei einförum. Oftast eru þær fáeinar saman, sem halda hópinn nokkurn veginn og eru út af fyrir sig, en lenda sjaldan eða ekki í stórum hópum eða samfylk- ingum eins og títt er um önnur svartfygli. Teistan er algengur fjörufugl víða um land, þar sem fjörur eru stórgrýttar eða urðir og skriður ganga í sjó fram. Hún er ekki eins bjargsækin og svartfuglar eru að venju, og þar sem hún sezt að í björgunum, fer hún sjaldan mjög hátt upp yfir fjörumál. Teist- an er því oftast neðarlega eða neðst í björgunum, og hún er aldrei uppi í efstu bjargbrúnum, þar sem venjulegur svartfugl kann einna bezt við sig. Teistan er talin vera staðfugl hér við land, þ. e. hún fer sjaldan langt frá landi og kann einna bezt við sig inni á fjörðum, vogum og víkum. Þó er samt ekki ólíklegt, að eitthvað af henni slangri lengra suður á vetrum en talið hefir verið. Það þyrfti helzt að merkja talsvert af teistum, til þess að meira yrði vitað um háttu hennar. Snemma á útmánuðum fer teistan að koma utan af hafinu eða þaðan sem hún hefir dvalizt um vemr- inn, og fer hún úr því að húsvitja fjörur og bjargafætur, þar sem sumarheimkynni hennar eru. Þó setjast þær þar ekki að fyrir fullt og fast, fyrr en komið er fram yfir sumarmál eða síðar. 13 L

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.