Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 130

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 130
128 desember. Varð því að ráði, að Laxness talaði ræðuna inn á segul- band áður en hann færi, og ræðunni yrði síðan útvarpað úr útvarps- sal á fullveldisdaginn. En þessi tilhögun kostaði hins vegar það, að láta varð göngu stúdenta 1. desember falla niður. Kom og í ljós, að veður hefði hindrað gönguna hvort eð var. Stúdentaráð samþykkti samhljóða með 9 atkvæðum að helga há- tíðahöldin 1. desember sjálfstæðismálunum sem fyrr. En nokkur ágreiningur var um það í Stúdentaráði, hversu mikill þáttur í sjálf- stæðismálunum varnarmálin skyldu teljast. Samþykkti Stúdentaráð með 5 samhljóða atkvæðum það álit, að baráttan gegn dvöl hins er- lenda hers í landinu væri „meginþáttur sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar nú“. Fulltrúar Vöku í Stúdentaráði sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þetta álit. Ekki var óskað eftir almennum stúdentafundi um þessi mál, svo sem venja hefur verið til undanfarin ár, og bar lítið á deilum í sambandi við undirbúning hátíðahaldanna eftir að Stúdentaráð hafði markað stefnuna í málum þessum á þann hátt, er fyrr frá greinir. Hátíðahöld og skemmtanir. Hátíðahöldin 1. desember hófust með guðsþjónustu í kapellu há- skólans kl. 11 f. h. Annaðist Kristlegt stúdentafélag undirbúning hennar að þessu sinni. Séra Sigurður Pálsson predikaði. Kl. 14 flutti Halldór Kiljan Laxness ræðu úr útvarpssal. Kl. 15,30 hófst samkoma í hátíðasal Háskólans. Formaður Stúdentaráðs flutti ávarp. Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennari flutti ræðu, Ásgeir Beinteinsson lék einleik á píanó, dr. Björn Sigfússon háskólabóka- vörður flutti ræðu og Jón Sigurbjörnsson söng einsöng. Forseti ís- lands heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Um kvöldið var hóf að Hótel Borg. Dr. Sigurður Þórarinsson flutti ræðu, Smárakvartettinn söng og Karl Guðmundsson leikari skemmti. Að lokum var stiginn dans. Meðal gesta í hófinu voru forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir. — Hátíðahöldin fóru öll mjög vel fram. Stúdentaráð gaf út Stúdentablað 1. desember sem venja hefur verið til. Ritnefnd skipuðu: Einar Sigurðsson, stud. mag., formaður, Jón Haraldsson, stud. odont., Björgvin Vilmundarson, stud. oecon., Örn Bjamason, stud. jur., og Magnús Þórðarson, stud. jur. Á forsíðu blaðs- ins var mynd af Halldóri Kiljan Laxness, gerð af Sigurði Sigurðssyni, og Tómas Guðmundsson skáld ritaði grein um skáldið. Seldist blaðið upp og í ljós kom, að upplagið hefði mátt vera meira. Áramótafagnaður var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum. Jón Har-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.