Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 17
15 menntun og hæfileikum þjóðfélagsþegnanna. Hér sé andlegum verðmætum sóað, hæfileikum fórnað, svo ekki sé talað um þá hættu, sem af því stafar, að menn, með einstrengingsleg sjónar- mið, takmarkaða reynslu og þekkingu, þótt miklir hæfileika- menn séu og framúrskarandi á sínu tiltekna, þrönga sviði, komist til æðstu valda í þjóðfélaginu. Þarflaust er að sakast um orðinn hlut, eða metast um það, hver sök eigi á því, sem farið hefir aflaga. Hitt skiptir mestu, hversu úr því verði bætt. Víst er um það, að orsakarinnar að misfellum þessum er meðal annars leitað í fyrirkomulagi skól- anna. Til þeirra er þá líka beint kröfunni um það að ráða hér bætur á. Vandamál skólanna verður þá það að freista þess að veita nemendum sínum eins og áður þá sérmenntun, sem framtiðarstarf þeirra krefst, en leggja um leið alla stund á að gæta þess, að upplagi þeirra til sjálfstæðs persónulegs þroska, menntunar og menningar sé ekki ofboðið eða kæft niður, held- ur þvert á móti öll alúð við það lögð að gefa nemendum tæki- færi til að þroska hæfileika sína í öllum efnum, glæða áhuga þeirra, auka þeim viðsýni, þekkingu og menningu. Með þeim hætti ættu skólarnir að ala upp eigi aðeins vel hæfa sérfræð- inga, heldur einnig vel menntaða einstaklinga. Og um þetta ælta ég, að ekki sé neinn ágreiningur meðal hinna fremstu háskólamanna víðs vegar um lönd. Hitt er annað mál, að menn greinir á um það, hversu þessu marki verði náð. Slíkt er líka vafalaust ekki allskostar komið undir kennurunum einum, held- ur eigi síður undir sjálfum stúdentunum, viðhorfi þeirra til námsins og lífsins sjálfs. Ég minnist á þetta vandamál hér, af því það er mjög á dagskrá meðal háskólamanna víða um heim, en ekki af því, að það sé mjög knýjandi vandamál fyrir okkur eða okkar háskóla eins og nú hagar til. Fremur gæti það verið vandamál einstakra stúdenta, sem kynni að halda, að allt sé fengið með því að ljúka tilskildu prófi í námsgrein sinni og teldi allt annað engu skipta. En þessu er engan veginn svo farið, og á hér enn við hið fornkveðna: Vér lærum ekki vegna skólans, heldur vegna lífsins. Skáld og spekinga hefir lengi greint margvislega á um lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.