Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 133

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 133
131 fjársöfnun og almennum fjáröflunarleiðum. Niðurstaðan varð, svo sem vænta mátti, að mjög væri við ramman reip að draga, einkum þegar þess var gætt, að nauðsyn væri að koma a. m. k. hluta bygg- ingarinnar upp með miklum hraða, svo að arðbær rekstur gæti hafizt í henni þegar í stað, nægilegur til að tryggja sjálfstæðan rekstur fyrirtækisins. Um frumáætlun verksins varð því þegar illilega ljóst, að alda- gömul fylgja stúdentsins, fjárskorturinn, mundi verða því fjötur um fót, og bygging á þessum stað, sem fullnægði því að vera þokkalegt félagsheimili stúdenta, en stæði undir sér um leið, mundi eiga langt í land. Stjóm félagsins ákvað því jafnhliða að athuga gaumgæfilega horfur á því að kaupa eign, sem með tiltölulega litlum breytingum gæti tekið við rekstri félagsheimilis að nokkru marki fljótlega. Á grundvelli þeirrar hugsunar tókst stjórninni að fá vilyrði um mjög hagstætt lán, ef heppileg eign yrði föl. Formanni og gjaldkera var falið að athuga möguleika þessa. Hafa þeir átt ýtarlegar viðræður við marga aðila um málin. Á þessu stigi er ekki unnt að skýra frá árangri viðræðnanna, en fyrir 1. apríl n. k. á stjórninni að vera unnt að gefa skýrslu sína um málið. S. 1. ár taldi byggingarnefnd náttúrugripasafns sig þurfa á lóð þeirri að halda, sem félagsheimilið hafði vilyrði um, og sótti fast á. Var hún í nánum tengslum við stjórn háskólans í þessu efni. Ýmis atvik ollu því að lokum, að stjórn félagsheimilisins var ekki á öðru stætt en láta náttúrugripasafninu eftir lóðina. Má á móti búast við ein- hverjum stuðningi háskólans við félagsheimilið, en jafnframt mun stjórnin í samráði við skipulagsdeild bæjarins vinna að því að afla framtíðarstaðar fyrir glæsilegt félagsheimili. Eins og horfir, er vígstaðan þá þessi: Bygging félagsheimilis á lóð þeirri, sem vilyrði var gefið um, mundi verða stúdentum ofviða í fyrirsjáanlegri framtíð, ef heimilið á ann- ars vegar að vera meira en nafnið tómt, en hins vegar að geta staðið undir rekstri sínum. Slík bygging gæti hæglega valdið óbærilegum vandræðum fjárhagslega og raunverulega orðið til þess að seinka stofnun þokkalegs fél.agsheimilis frekar en þörf er á. Fjárfestingar- leyfi í þeim mæli, sem þyrfti, eru torsótt. Hins vegar er fyrir hendi vilyrði um hagstætt lán, sem nota má til kaupa á heppilegri eign. Þá eign yrði að vísu sennilega að leigja út nokkra hríð, en jafn- framt er hugsað að koma þar upp vísi að félagsheimili eða stúdenta- klúbb. Allt er undir því komið, að fé það, sem félagið hefur vilyrði um, verði ávaxtað tryggilega. Þegar slík eign, slíkur vísir að félags- heimili, er fengin, er grundvöllur orðinn til fyrir víðtækri fjáröflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.