Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Síða 17
15
menntun og hæfileikum þjóðfélagsþegnanna. Hér sé andlegum
verðmætum sóað, hæfileikum fórnað, svo ekki sé talað um þá
hættu, sem af því stafar, að menn, með einstrengingsleg sjónar-
mið, takmarkaða reynslu og þekkingu, þótt miklir hæfileika-
menn séu og framúrskarandi á sínu tiltekna, þrönga sviði,
komist til æðstu valda í þjóðfélaginu.
Þarflaust er að sakast um orðinn hlut, eða metast um það,
hver sök eigi á því, sem farið hefir aflaga. Hitt skiptir mestu,
hversu úr því verði bætt. Víst er um það, að orsakarinnar að
misfellum þessum er meðal annars leitað í fyrirkomulagi skól-
anna. Til þeirra er þá líka beint kröfunni um það að ráða hér
bætur á. Vandamál skólanna verður þá það að freista þess
að veita nemendum sínum eins og áður þá sérmenntun, sem
framtiðarstarf þeirra krefst, en leggja um leið alla stund á að
gæta þess, að upplagi þeirra til sjálfstæðs persónulegs þroska,
menntunar og menningar sé ekki ofboðið eða kæft niður, held-
ur þvert á móti öll alúð við það lögð að gefa nemendum tæki-
færi til að þroska hæfileika sína í öllum efnum, glæða áhuga
þeirra, auka þeim viðsýni, þekkingu og menningu. Með þeim
hætti ættu skólarnir að ala upp eigi aðeins vel hæfa sérfræð-
inga, heldur einnig vel menntaða einstaklinga. Og um þetta
ælta ég, að ekki sé neinn ágreiningur meðal hinna fremstu
háskólamanna víðs vegar um lönd. Hitt er annað mál, að menn
greinir á um það, hversu þessu marki verði náð. Slíkt er líka
vafalaust ekki allskostar komið undir kennurunum einum, held-
ur eigi síður undir sjálfum stúdentunum, viðhorfi þeirra til
námsins og lífsins sjálfs. Ég minnist á þetta vandamál hér, af
því það er mjög á dagskrá meðal háskólamanna víða um heim,
en ekki af því, að það sé mjög knýjandi vandamál fyrir okkur
eða okkar háskóla eins og nú hagar til. Fremur gæti það verið
vandamál einstakra stúdenta, sem kynni að halda, að allt sé
fengið með því að ljúka tilskildu prófi í námsgrein sinni og
teldi allt annað engu skipta. En þessu er engan veginn svo
farið, og á hér enn við hið fornkveðna: Vér lærum ekki vegna
skólans, heldur vegna lífsins.
Skáld og spekinga hefir lengi greint margvislega á um lífið