Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 18
Fiármál láskílaas
Fleiri nemendur - aukinn fjárskortur
Stjórnvöld hafa bent á að framlög
til náms á háskólastigi hafi verið
aukin meira en sem nemur aukningu
ríkisútgjalda í heild og að Háskóli
Islands hafi fengið stóran skerf af
þeirri viðbót. Það er rétt, við Háskóla
íslands tekur fullyrðingin hins vegar
ekki mið af mikilli fjölgun nemenda.
Það hefur leitt til þess að skólinn hafi
þurt að sýna mikið aðhald í rekstri,
fróðlegt verður hins vegar að sjá
hver staðan verður á nœstu árum en
áform eru um að auka ríkisframlag til
skólans til muna.
Auklnskattbyrði
Síðastliðið vor fór fram mikil
umræða um hvort skattar hafi lækkað
eða hækkað. Stefán Ólafsson,
prófessor við Háskóla íslands,
kallaði skattalækkunaráform ríkis-
stjómarinnar skattalækkunarbrellu.
Aðgerðir ríkisstjómar hafa verið að
lækka tekjuskattsprósentuna. Einnig
hafa hátekjuskattar verið afnumdir
og skattar á fyrirtæki verið lækkaðir.
Að auki hækkaði persónuafslátturinn
um áramótin og virðisaukaskatturinn
verður lækkaður á þessu ári.
Það verður hins vegar ekki litið
fram hjá þeirri staðreynd að ríkið
tekur stöðugt til sín stærri part af
vergri landsframleiðslu (VLF).
Bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs
hafa aukist sem hlutfall af VLF og í
raunkrónutölum talið. Með aukinni
skattbyrði hefur ríkissjóður því meiri
umsvif í hagkerfinu. Ástæðan fyrir
því að skattbyrði eykst á sama tíma
og tekjuskattur er lækkaður er fyrst og
fremst ör hagvöxtur sem hefiir aukið
neyslu og blásið upp skatttekjumar.
Stjómvöld ættu því að hafa meiri
burði til að fjárfesta en áður fyrr, ekki
síst í háskólunum.
Hefur f ramlagið hskkaðP
Já, ríkisframlag til Háskóla Islands
hefur hækkað mikið. Ríkisframlag
til Háskóla íslands, sem er stærsti
tekjuliður skólans, hefur aukist
verulega eða um 90% að raunvirði
í tíð núverandi ríkisstjómar (1995
- 2004). Hlutfallið sem skólinn fær
af útgjöldum ríkissjóðs hefúr hækkað
um lítillega á sama tímabili en
aukningin stafar fyrst og fremst vegna
viðbótarframlaga til kennslu. Vegna
aukinna tekna ríkissjóðs hefúr skólinn
því fengið stærri sneið. Stjómvöld
hafa bent á þessa staðreynd en minnast
ekki á mikla fjölgun háskólanema.
Menntabyltlng
Undanfarinn áratug hefúr
nemendafjöldi í háskólum hérlendis
tvöfaldast. Fjölgunin hefur ekki
verið jafn afgerandi í HÍ og öðmm
skólum en frá 1995 til 2004 hefúr
virkum nemendum samt fjölgað
um tæpan helming. Á sama tímabili
hefúr hlutfall virkra nemenda af
íbúum landsins aukist um þriðjung.
Hlutfallslega fleiri íslendingar sjá
nú hag sinn í því að stunda nám
við HI og er stundum talað um að
háskólapróf í dag hafa sama gildi og
stúdentsprófi áður auk þess sem nú
er krafist háskólagráðu við mun fleiri
störf en áður. Þess vegna má telja að
hlutfallsleg aukning framlaga til HI af
ríkisútgjöldum sé fúllkomlega eðlileg
og væri þvert á móti frekar óeðlilegt ef
svo væri ekki í ljósi aukinnar ásóknar
í háskólamenntun.
Ríkisframlag á hvern
nemanda
Það hlutfall af ríkisútgjöldum sem
skólinn fær úthlutað á hvem nemanda
hefur minnkað um fjórðung á
tímabilinu 1995 til 2004. Með öðmm
orðum hafa hlutfallsleg útgjöld
ríkisins á hvem nemanda skólans
rýmað. Hluti þessarar rýmunar
stafar af því að hámark var sett á
þann nemendafjölda sem ríkissjóður
borgar fyrir frá því að núverandi
kertnslusamningur tók gildi árið
2000. Frá 2001 hefúr því nemendum
fjölgað sem ríkið greiðir ekki fyrir, en
2004 var sjá fjöldi 497. Skólinn fær
því ekki ríkisframlag fyrir kennslu
ellefta hvers nemanda. Það hlutfall
hefur þó sem betur fer lækkað.
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við
viðskiptaskor HÍ, segir að „þrátt fyrir
fjöldatakmarkanir kennslusamnings
þá væri skólinn fjárhagslega verr
settur án samningsins”. Ríkisframlög
hækka því á hvem nemanda sem
ríkið greiðir á annað borð með.
Á sama tíma em skýrslur hins
vegar að sýna ffarn á að skólinn sé
í alþjóðlegum samanburði mjög
fjársveltur. Bæði skýrslur European
Universify Association (EUA) og
stjómsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar
sýna fram á að skólinn búi við mjög
lakan fjárhag í samanburði evrópska
háskóla.
Ekki einungis hefúr hlutfall
ríkisframlags sem borgað er með
hverjum nemanda minnkað heldur
hefúr heildarffamlagið að raunvirði
deilt á hvem nemanda minnkað
lítillega frá og með 2000, þ.e.
skólinn fær minni pening fyrir hvem
nemenda. Framlag til kennslu á
hvem nemenda hefur staðið í stað
en aukist í heildina og ffamlag til
rannsókna í heild hefúr staðið í stað
að raunvirði. Á undanfömum ámm
hafa laun háskólakennara, sem er
stærsti kostnaðarliður skólans, aukist
meira en laun almennt. Launin
hafa hins vegar þróast líkt og laun
annarra opinberra starfsmanna
undanfarin ár. Ríkisframlög hafa
hins vegar ekki tekið mið af mikilli
aukningu launakostnaðar. Það er
því ein meginástæðan fyrir þeim
niðurskurði sem skólinn hefúr þurft
að ffamkvæma en ríkisframlag á
hvem nemanda hefúr staðið í stað.
Aukningu launakostnaðar hefúr
skólinn þurft að mæta með lækkun
annarra kostnaðarliða.
Það getur varla talist eðlilegt að
á slíku þensluskeiði sem nú ríkir
minnki ríkisffamlagið á hvem
nemanda. Við horfúm ekki einungis
upp á minnkandi hlutfall til hvers
nemanda af ríkisútgjöldum heldur
upp á minnkandi raunkrónutölu sem
skólinn fær með hverjum nemanda.
Reksturskólans
Fjárhagslegt vandamál Háskólans
er ekki talið vera vegna stöðugs
hallarekstrar heldur vegna eríiðleika
skólans að mæta kostnaði vegna
fleiri nemenda. Bent hefur verið
Aðsend grein
Ef þú ert tryggður þá færðu það
bætt! Eða hvað?
Fartölvur eru verðmæt eign og
því eðlilegt að fólk nýti sér þá
fartölvutryggingu sem bæði
Vátryggingafélag íslands og
Tryggingamiðstöðin bjóða við-
skiptavinum sínum upp á. Vandinn
liggur ekki í því að fá fartölvurnar
bættar, heldur hvaða afleiðingar
það hefur í för með sér að láta þær
af hendi. Bæði tryggingafélögin
benda viðskiptavinum sínum á að
fara með fartölvumar í viðgerð til
Raför ehf. Raför gerir við tölvuna
og sjálfsábyrgðin er 20.000 kr.
Fyrirkomulagið virðist í fljótu bragði
sanngjamt en raunvemleikinn er
annar við afhendingu.
Staðreyndin er sú að Raför er ekki
viðurkenndur aðili þegar kemur að
viðgerðum á fartölvum og hefur ekki
þá sérþekkingu sem þarf til þess að
meðhöndla vandmeðfamar vélar.
Viðgerð unnin af fyrirtækinu hefúr
því þær afleiðingar að ábyrgðin sem
áður var á fartölvunni dettur niður.
Svo dæmi séu tekin, þá féll fartölva
úr ábyrgð eftir að hafa verið send í
viðgerð hjá Raför einungis þremur
mánuðum eftir að hún var keypt.
Ástæðanferekkiámillimála,söluaðili
fartölvunnar neitar að ábyrgjast
tölvu sem hefur verið lagfærð af
fólki sem hefúr ekki þá fagþekkingu
sem þarf til verksins. í raun er það
ekki einleikið að fyrirtæki sem ber
nafnið „Áttavitaþjónustan Raför,“
firma sem hefúr með skipaskoðun
og siglingar að gera, skuli vinna við
fartölvuviðgerðir.
Þannig fékk nemandi við HÍ heldur
betur að kynnast vinnubrögðum
Raför skömmu eftir að hafa glaður
sótt þaðan fartölvuna sína að lokinni
viðgerð. Honum brá heldur betur
í brún þegar hann opnaði vélina. Í
staðinn fyrir íslenska lyklaborðið
sem var þar áður blasti við gamalt,
upplitað, enskt lyklaborð með
afmáðum íslenskum límmiðum
klessta ofan á. Nemandanum er svo
litið á aðra hliðina á fartölvunni en
þá gúlpar hún vegna þess að hún var
vitlaust sett saman. Við afhendingu
hafði nemandanum verið tjáð að skipt
hafói verið um móðurborð. Eftir að
hafa talað við sérfræðing var aftur á
móti ljóst að móðurborðið gæti ekki
hafa verið í ólagi miðað við virkni
tölvunnar fyrir viðgerð.
í ljósi þessa fannst nemandanum
súrt í broti að borga 20.000 kr.
sjálfsábyrgð þegar eina viðgerðin
sem þurfiti að vinna á tölvunni var að
skipta um lyklaborð. í kjölfarið var
hringt í tryggingafélagið og óánægju
lýst yfir vinnubrögðunum. Fulltrúi
tjónaþjónustu tryggingafélagsins
virtist sýna þessu skilning og
samþykkti að fartölvan færi í viðgerð
hjá söluaðila vélarinnar, og tók á sig
kostnaðinn. Nýtt lyklaborð kostaði
einungis 5700 kr. og innifalið var
viðgerð á nokkrum tökkum sem voru
óvirkir. Lagfæringin 'tók nokkrar
mínútur.
Tilburður tryggingafélaganna til að
auðgast með óheiðarlegum hætti er
því jafn augljós og hann er siðlaus.
Grandalausir einstaklingar eru hvattir
til að nýta sér þjónustu og borga
kostnað sem þeir geta fengið margfalt
aftur í hausinn. Auk þess er verið að
koma í veg fyrir að fartölvutryggðir
viðskiptavinir geti leitað annað eftir
viðgerðarþjónustu.
Þeir sem þegar eru tryggðir ættu
þó ekki að örvænta því fólki er ekki
skylt að fara með tölvumar sínar í
Raför. Þessar 5.700 kr. rötuðu reyndar
aldrei inn á reikning nemandans, en
svoleiðis er nú það.
Berglind Eir Magnúsdóttir
bem4@hi.is
181 Stúdentablaðíð