Stúdentablaðið - 01.05.2008, Page 4
OOl.Kristin er fókuseruð ísínu starfi
SKÓT.TNN f UPPSTOKKUN
VIÐTAL VIÐ KRISTÍNU INGÓLFSDÓTTUR REKTOR
Ég skunda upp tröppumar á einni virðulegustu
byggingu landsins, Aðalbyggingu Háskóla íslands.
Ferðinni er heitið á skrifstofu rektors. Leiðin liggur
inn suðurganginn fram hjá stórum innrömmuðum
Ijósmyndum af forverum Kristínar Ingólfsdóttur í
rektorsstól. Virðulegir karlmenn í jakkafötum, allir
alvarlegir, nema Armann Snœvarr sem brosir svo
fallega. Ljósmyndin af Kristínu í framtíðinni mun
án efa lífga upp á karlaskarann á ganginum. Ég fce
mér sœti við skrifstofuna og fyrr en varir kemur
Kristín og heilsar mér með bros á vör. Hún vísar mér
inn og biður mig að hinkra í tvœr. Ég virði fyrir mér
rúmgott ogbjart rými skrifstofunnar. Stórirgluggar
til austurs hleypa vorsólmni inn en málverkin
á veggjunum stela athygli minni. Tilkomumikil
Hekla Georgs Guðna hylur nánast alveg stóran
vegg að baki skrifborði Kristínar og myndir eftir
Þorvald Skulason, Nínu Tryggvadóttur og Hring
Jóhannesson gleðja einnig augað. Fjólubláar og
lifandi orkídeur á skrifborðinu gefa líka til kynna að
hér hefur smekkmanneskja hreiðrað um sig. Tvcer
mínútur eru liðnar og við Kristín fáum okkur sœti
við stórt hringborð. Umrœðuefnið er sameining
Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands sem
mun formlega takagildi l.júlí nœstkomandi.
MEIRI FJÖLBREYTNI OG AUKIN
STOÐÞJÓNUSTA
Kristínsegirsameiningunaveragagnkvæmanávinning
sem muni styrkja báða skólana. „Meginmarkmiðið er
að bæta kennaramenntun í landinu en jafnframt að
efla rannsóknir á sviði uppeldis- og menntavísinda.
Sameining af þessu tagi tekur tíma. Það verður
ekki allt tilbúið 1. júlí en við verðum komin mjög
langt og ætlum síðan að gefa okkur tíma til þess að
þróa uppbyggingu námsins og samþættingu milli
þessara tveggja eininga.” Hún segir skólann vera í
uppstokkun, verið sé að endurskoða stjórnskipulag
skólans samtímis sameiningu og munu ellefu deildir
Háskólans og Kennaraháskólinn verða að fimm
sviðum: Félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði,
hugvísindasviði, menntavísindasviði og verkfræði- og
náttúruvisindasviði. Núverandi nám Kennaraháskóla
íslands, sem og uppeldis- og menntunarfræðiskor HÍ
munutilheyramenntavísindasviðieftirsameininguna.
Kristin segir að háskólaráð beggja skólanna stefni að
því að starfsemi núverandi Kennaraháskóla flytjist á
háskólalóðina innan fimm ára. „Við teljum það mjög
mikilvægt til þess að góður árangur náist í þessari
samþættingu. Það þyrfti að byggja undir starfsemi
menntavísindasviðs og við erum að skoða möguleika
á hornlóðinni við Suðurgötu og Hjarðarhaga.” Hún
bætir við að til þess að svo geti orðið þurfi breytingu á
deiliskipulagi, en viðræður séu í gangi varðandi lóðina,
bæði við borgaryfirvöld og menntamálaráðuneyti.
Með sameiningunni fjölgar háskólanemum úr
tæplega tíu þúsund í 13 -14 þúsund og segir Kristín
að svigrúm til náms muni aukast í kjölfarið, það
skapist meiri fjölbreytni með þverfaglegu námi.
Nemendur annarra sviða geti tekið námskeið á
menntavisindasviði sem áður var einungis boðið upp
á í Kennaraháskólanum. Einnig megi vænta breytinga
á stoðþjónustu í öllum Háskólanum. „Við erum að
endurskipuleggja Háskólann með það að markmiði að
auka stoðþjónustu við kennara og nemendur og sty rkja
skólann faglega,” segir Kristín. Hún segir að bókasafn
KHÍ verði rekið með svipuðu sniði til að byrja með en
stoðþjónusta á borð við námsráðgjöf og nemendaskrá
verði samþætt. Aðspurð um stúdentaíbúðir segir hún
það flókið mál sem sé enn í vinnslu, viðræður séu enn
í gangi á milli Stúdentaráðs HÍ og KHI.
NÝR HÁSKÓLAVEFUR
Þann 1. júlí mun sameining skólanna tveggja verða
sýnileg með opnun nýs háskólavefjar með breyttu
útliti. Uglan verður endurbætt og nafn hinna
sameinuðu skóla verður Háskóli Islands. Kristín verður
i fararbroddi en rektor KHÍ, Ólafur Proppé, hefur
óskað eftir að láta af störfum vegnar aldurs. Kristín
hefur orð á því að það hafi verið einstök upplifun að
vinna með Ólafi að sameiningu skólanna tveggja.
„Hann átti frumkvæðið að því að skoða möguleika á
sameiningu ásamt Páli Skúlasyni, fyrrverandi rektor.
Ólafur hefur lagt sig gífurlega mikið fram til þess að
þetta megi takast sem allra best. Það er sérstök unun
að vinna með honum.”
Aðspurð um álit sitt á Háskólatorginu segir Kristín
að auk glæsilegs útlits þá hafi torgið haft mun meiri
áhrif á starfsemi stofnunarinnar en hún gerði sér
grein fyrir. „Þetta gefur Háskólanum alveg nýja
vídd. Fyrir utan staðgóðan mat í fallegu umhverfi
þá hefur þetta andlega mjög styrkjandi áhrif á allt
háskólasamfélagið. Bæði nemendur og kennarar úr
öllum deildum setjast niður, borða saman og spjalla.
Það að fólk úr ólíkum deildum hittist hefur gífurlega
mikið að segja. Sjóndeildarhringurinn breikkar og
nýjar hugmyndir kvikna. Maður áttaði sig kannski
ekki á því fyrr en við fengum Háskólatorgið hversu
mikið okkur hefur skort svona sameiningarstað.”
VÍSINDAMENN Á HEIMSMÆLIKVARÐA
Kristín er komin á flug og áhuginn á starfinu leynir
sér ekki. Hún hyggst fljúga enn hærra og er keik þegar
talið berst að hundrað bestu háskólum í heimi. Leynt
og ljóst stefnir hún að því markmiði að koma Háskóla
íslands í þann hóp. „Það er full ástæða til þess að
setja sér háleit markmið sem eru í senn nauðsynleg
fyrir Háskólann og samfélagið, en líka raunhæf. Við
undirbjuggum stefnumótun okkar mjög vel og ég tel
að við höfum alla burði til að ná langt.” Segja má að
HÍ hafi stigið skref fram á við í byrjun apríl en þá var
gengið frá samningi um stúdentaskipti við hinn virta
bandarískaháskóla, California Institute of Technology
(CALTECH). Kristín segir skólann hafa verið í efstu
fimm sætum á alþjóðlegum matslistum í mörg ár.
Þrír nemendur frá HÍ hljóta þann heiður að fara til
CALTECH í sumar til að vinna að vísindaverkefnum,
einn úr efnafræði sem mun m.a. vinna með
nóbelsverðlaunahafa í efnafræði, ein úr líffræði og
einn úr verkfræði. Háskóli íslands mun síðan taka á
móti nemendum frá CALTECH í jarðvísinum. Kristin
segir samstarfið við skólann mjög spennandi og vonar
að þetta sé bara byrjunin. Vísindamenn frá CALTECH
hafi heimsótt HI á vordögum í þeim tilgangi að halda
fyrirlestraogkannahvortgrundvöllurværiásamstarfi
í vísindum. „Þeir kynntu sér starfsemi í jarðvísindum,
sameindalíffræði, verkfræði og örtækni og það var
ánægjulegt að sjá hversu hrifnir þeir voru af starfinu
innan Háskólans og vísindamönnum okkar sem eru
á heimsmælikvarða,” segir Kristín og bætir við að
heimsóknin hafi leitt í ljós mikinn áhuga á samstarfi
HÍ ogCALTECH. „Það er ekkert sjálfgefið að lítill skóli
í fámennu landi nái þeim árangri að vera eftirsóttur
samstarfsaðili við virtustu háskóla heims."
HANNES HÓLMSTEINN - EITT PRÓMILL
AF KENNARALIÐINU
En þrátt fyrir framsækið starf í Háskóla íslands kom
upp mál fyrir skömmu sem að sumra mati skyggði á
vegsemd skólans og virðingu. Kristín viðurkennir að
mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors
í stjórnmálafræði, hafi verið álitshnekkir fyrir
Háskólann en neitar því að það muni hafa mikil
áhrif á orðspor skólans. „Þetta er mál sem snertir
einn starfsmann af þúsund, eitt prómill af mannauði
kennaraliðsins. Hér er unnið af heilindum, krafti og
miklum metnaði. Við erum búin að ljúka þessu máli
og læra af því þannig að þetta á ekki að geta komið
fyrir aftur.” Hún segir að þegar málið hafi verið kært
á sínum tíma hafi ekki verið stoð í lögum fyrir starf
siðanefndar innan HÍ. „En með lögum um háskóla frá
2006 kom þessi lagastoð og það breytti mjög miklu.
Með henni gefst formlegur vettvangur til að taka á
málum af þessu tagi,” segir Kristín en viðurkennir að
mál Hannesar Hólmsteins hafi verið erfitt viðureignar.
„Sá lagarammi sem okkur er gert að starfa eftir er
mjög strangur og því kynntist ég sérstaklega í þessu
máli.” Hún telur jafnframt, burtséð fráþessu tiltekna
máli, að nauðsynlegt sé að endurskoða lagarammann
til þess að opinberar stofnanir geti starfað með
eðlilegum hætti í samkeppnisumhverfi.
Viðtalinuerlokiðendastyttistíhádegismat.Garnirnar
gaula og kominn tími á að kveðja. Háskólatorgið
heillar með hollum og góðum mat og aldrei að vita
nema nýjar hugmyndir kvikni þegar sest er niður með
nemendum úr ellefu ólíkum deildum - afsakið, fimm
nýjum sviðum. ■