Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Síða 6
001. Ásdís Jóna tekur við verkefnastryrk FS i febrúar síðastliðnum. Takið eftirgervihönd Hauks, stjórnarformanns FS. ..GULROT FYRIR RANNSÓKNIR*6 Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir hlaut verkefnastyrk FS þann 4. mars síðastliðinn fyrir BA ritgerð sína í stjórnmálafræði. „Leiðbeinandinn minn sagði mér frá styrknum. Ég er bara búin að vera góð við mig, búin að fara einu sinni til London og svona," segir Ásdís. Verkefni Ásdísar fjallar um hvort kynferði hafi áhrif á árangur fólks í prófkjörum stjórnmálaflokka og er mikilvægt framlag til umræðunnar um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum. „Ég var að skoða það hvort kyn hefði eitthvað með árangur frambjóðenda að gera í prófkjörum; en niðurstaðan var að kyn hafði ekki marktæk áhrif á það sæti sem fólk stefndi að á framboðslista stjórnmálaflokka.” Hún bætti því við að hún hefði ekki tekið neinn sérstakan flokk fyrir heldur aðeins litið á heildina. „Það sem kom mér svolítið á óvart var að í síðustu kosningum voru færri konur sem buðu sig fram hjá Samfylkingunni. Þær eru mjög virkar að koma fólkinu sínu á rétta staði en það voru færri konur sem tóku þátt í prófkjörinu sjálfu" segir hún. Hún safnaði gögnum um prófkjör allra þeirra flokka sem héldu prófkjör og frambjóðendur þeirra í aðdraganda síðustu tveggja kosninga til Alþingis. Ásdís fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess að hljóta verkefnastyrk FS. Meðal annars kom hún fram í Islandi í dag til að ræða verkefnið sitt. „Eins og ég sagði við starfsfólk stjórnmálafræðiskorar, þá þyrfti helst að halda svona námskeið fyrir okkur að koma fram í fjölmiðlum svo maður gæti tjáð sig á einhvern almennilegan máta,” segir hún hlæjandi. Ásdís lítur á sig sem jafnréttissinna en fékk misjöfn viðbrögð frá konum, sérstaklega femínistum. „Femínistar höfðu samband við mig og spurðu hvers vegna ég væri að gera þessa rannsókn en ég svaraði þeim að ég væri bara fara i gegnum tölfræðina. Ég skildi ekki hvernig ég væri að gera konum óleik með því að skoða þessi mál.” Leiðbeinanda Ásdísar, Indriða H. Indriðasyni, leist svo vel á verkefnið að hann og Ásdís vinna nú að því að stækka það. „Við sóttum um styrk til Jafnréttissjóðs þannig nú er ég að fara skoða breiðara tímabil prófkjara til þess að rannsaka hvernig þetta var.” Hún segir að rannsóknin verði í kjölfarið persónulegri því þau ætli að reyna senda spurningalista til frambjóðenda í síðustu prófkjörum. Verkefnið kemur síðan út sem skýrsla á vegum Jafnréttissjóðs. Hún segir að styrkir séu nauðsynlegir fyrir fólk til þess að gera verkefnin vel. „Fólk er alltaf að horfa á einkunnir en það sem skiptir mig máli er að gera verkefnin heilshugar. Það er mikil gulrót að fá styrk, akademískt samfélag byggist á því að ef þú vilt fá góðar rannsóknir fram verðurðu að hafa bakhjarl svo fólk geti einbeitt sér að verkefnunum sem það vinnur að. Það er frábært hjá FS að bjóða upp á svona styrk og ég kann virkilega vel að meta það. Það er ótrúlega skemmtilegt að svona mörg ólík verkefni hafi fengið styrk.” Það má því með sanni segja að styrkurinn veiti verkefnum byr undir báða vængi. Viðurkenningin kemur þeim á framfæri, hjálpar ögn til við að greiða úr námslánaflækjunni, og veitir frambærilegum lokaverkefnum verðskuldaða athygli. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Hver styrkur nemur um 150.000 en verkefnin sem hlotið hafa styrkinn eru jafn ólík og þau eru mörg. Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, segir að það sé tilviljun að verkefnin sem hlotið hafa styrk séu svona ólík. „Við förum yfir allar umsóknir, þannig við komum að hreinu borði við hverja styrkveitingu. Það er því sérstaklega skemmtilegt að sjá hve ólík verkefni urðu fyrir valinu.” Verkefnin sem hlotið hafa styrk undanfarin ár eru allt frá verkefnum í fornleifafræði, umhverfisfræði og guðfræði til flókinna stærðfræðiformúlna. Verkefnastyrkir FS eru veittir þrisvar á ári. Fjórir hljóta styrki vegna BS eða BA verkefna og eru tvenns konar lokaverkefni styrkhæf, þ.e. lokaverkefni og verkefni í greinum þar sem nemar vinna ekki eiginleg lokaverkefni. Einnig eru meistara- og doktorsverkefni þeirra sem útskrifast hafa á liðnu skólaári styrkhæf. Verkefnastyrkur FS verður næst veittur í júní 2008 en þá verða tveir styrkir veittir fyrir BA-, BS-, kandídats- eða embættisprófsverkefni og einn fyrir meistara- eða doktorsverkefni. Umsóknum skal skilað fyrir klukkan 16 fimmtudaginn 29. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á www.fs.is. ■ 1 o

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.