Stúdentablaðið - 01.05.2008, Side 12
KVENHATUR OG MORÐ
í SUÐUR-AMERÍKU
í mörgum löndum Suður-Ameríku er mannslífið ekki
jafn mikils metið og við eigum að venjast. í Mexikó
eru hundruð morða á konum óupplýst og enn fleiri
kvenna er saknað. En því miður er ástandið í Mexíkó
aðeins toppurinn á ísjakanum í Suður-Ameríku
því í Guatemala, El Salvador og Honduras eru
morðin ekki talin i hundruðum heldur þúsundum.
Rikisstjórnimar aðhafast lítið sem ekkert og
kvenhatrið eryfirþyrmandi.
Verksmiðjur á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna
hafa sprottið upp síðan fríverslunarsamningur
var gerður á milli landanna árið 1990. Þá voru
gerðir samningar um að flytja mætti inn vöru án
skattaálagningar, þar sem varan er svo unnin að hluta
til eða fullkláruð. Skilyrðið fyrir því að vörurnar væru
ekki skattlagðar er að þær séu aftur fluttar úr landinu.
Verksmiðjurnar sem eru kallaðar „sweat shops” á
ensku og „maquiladoras" á spænsku eru aðallega í eigu
Bandaríkjamanna. Yfir þrjú þúsund verksmiðjur eru á
svæðinu hjá landamærunum og um ein milljón manna
vinnur þar. Vinnuaflið er nær eingöngu skipað konum
því þær eru ekki jafn kröfuharðar og karlmennirnir
þegar kemur að launakjörum og almennum réttindum.
Ástæðan fyrir því að þær sækja ekki réttindi sín
jafn hart og karlmennirnir liggur eflaust í því að
kvenréttindi eru ekki jafn langt á veg komin og við
þekkjum hér. Þar sem atvinnuleysi er mjög ríkjandi
í þessum heimshluta flykkjast konur frá borgum í
suðrinu til norðurhluta Mexíkó til þess að fá vinnu, því
þar er jú alltaf vinnu að fá í verksmiðjunum. Þær senda
síðan peninga heim til fjölskyldunnar og í mörgum
tilfellum eru þær eina fyrirvinna fjölskyldunnar.
ENGIN EIGINLEG RANNSÓKN
Síðan árið 1993 hafa hræðilegir atburðir átt sér stað
í borgunum Juárez og Chihuahua, þar sem nokkrar
af verksmiðjunum eru. Konur hafa verið myrtar á
leiðinni til og frá vinnu. Þetta eru ungar konur, en
í flestum tilfellum eru þær á aldrinum 13 til 22 ára
en einnig hafa fundist eldri konur. í Juárez hafa yfir
430 lík fundist, um 600 er saknað og það sem af er af
árinu 2008 hafa 40 lík fundist. í Chihuahua hafa 376
konur horfið eða fundist látnar. Rannsókn málsins
hefur ekki enn hafist af fullum krafti, en Vicente Fox
Quesada, forseti Mexíkó frá 2000-2006, lýsti því yfir
árið 2005 að flest morðanna hefðu verið upplýst og
morðingjar væru bak við lás og slá. Forsetanum var í
framhaldinu bent á að hann þyrfti að vera upplýstari
um málið; i raun hefur rannsókn málsins verið nær
engin og ýtir það undir sögusagnir varðandi málið.
Sumar kvennanna hafa horfið en lík annarra hafa
fundist. Þar sem rannsóknin er ekki fagmannleg
hefur verið erfitt að greina á milli þess hvort konurnar
hafa verið myrtar af raðmorðingja, orðið fórnarlömb
mansals, fórnarlömb nauðgana eða djöfladýrkenda
eða einfaldlega kvenhaturs.
Þessar hörmungar eru mikil skömm fyrir landið. Ekki
er víst að morðin hafi verið framin af sama hópnum,
heldur getur verið að tveir eða fleiri hópar séu að verki.
Ekki hafa fundist nein klámmyndbönd af konunum
og ekki hefur lögreglan orðið vör við að verslað sé með
líffæri úr þeim. Næstum öll fórnarlömbin urðu fyrir
kynferðislegu ofbeldi, þær voru bitnar, lamdar og
skornar eða limlestar. Meira en helmingur þeirra dó
vegna þess að þær voru kyrktar. Sum líkin eru brennd
til þess að fjarlægja öll sönnunargögn.
AÐEINS TOPPURINN Á ÍSJAKANUM
Það hefur vakið athygli að í hvert skipti sem
ríkisstjórnin verður einhvers vísari um málið finnst
nýtt lík í eyðimörkinni. Það hefur einnig vakið athygli
að morðin eiga sér aðallega stað í febrúar, mars og
nóvember og desember. Ein af mögulegum ástæðum
morðanna getur verið sú að konur séu hreinlega
veiddar; að það sé orðin eins konar íþrótt. Kannski er
líklegasta skýringin sú að árásarmennirnir reyna að
ná í líffæri til þess að selja. Þó að þessi tilgáta sé líkleg
hefur því verið hafnað að slik viðskipti fari fram og
talið er líklegra að rándýr hafi borðað þau innyfli sem
vantað hefur í stúlkurnar.
Fjölskyldur fórnarlambanna eru á barmi örvæntingar
og með hverju fórnarlambi minnkar vonin um að
einn daginn munu morðin hætta, og enn eykur á
örvæntinguna að ekki er nein rannsókn í gangi.
Fjölmargar vefsíður er að finna um málið, upplýsingar
um fórnarlömbin, sögur af persónulegum upplifunum,
kenningar um málið og fleira. Bíómyndin Bordertown
fjallar um þessa atburði og heimildarmyndir hafa
líka verið gerðar um morðin. Bækur hafa verið
gefnar út og ein þeirra, Las muertas de Juárez, segir
frá fórnarlömbunum á mjög hjartnæman hátt. Einni
stúlkunni var nauðgað á leið sinni heim frá vinnu en
hún flúði árásarmennina. Hún var ekki jafnheppin
í annað skipti og fannst látin. Hún hélt dagbók og
skrifaði um atburðinn:
„Ég læt systur mína Juliana fá þessa dagbók. Ef sá
sem nauðgaði mér og ég gat sem betur fer flúið frá
kemur aftur til að klára það sem hann byrjaði á, getur
vitnisburður minn vonandi hjálpað öðrum konum á
einhvern hátt. Ég get ekki hætt í vinnunni, við lifum
öll á henni, mamma mín sem er ekkja og fimm yngri
bræður mínir. Ég verð að halda áfram að ganga í
vinnuna, næstu viku og næsta mánuð og næstu ár á
sama stað, þangað til ég klára skólann og get forðað
mér héðan með fjölskyldunni minni. Ég lifi allavega
til þess að segja frá reynslu minni...”
Lýsing lögreglunnar á ástandi líkama stúlkunnar
þegar hún fannst látin:
„Kona, 21 árs, dökk yfirlitum, svart hár. Lík hennar
fannst í nágrenni við Lote Bravo, nakin, með brunaför
á handleggjum, fótum og brjósti eftir sígarettu. Fætur
og hendur bundnir saman með reipi og plastpoki
bundinn um höfuðið með snúru. Dauðaorsök er
köfnun.”
Þó er verst að þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum
því í Honduras, E1 Salvador og Guatemala eru konur
myrtar umvörpum. Siðan 2001 hefur morðum á konum
fjölgað svo um munar. í E1 Salvador er tala morðanna
komin upp í 2.140 frá 1999 til 2006. í Guatemala
höfðu verið framin 2.500 morð frá 2001 til 2007 á
konum og stúlkubörnum. Þetta er kallað „femicide”
á ensku en „feminicidio” á spænsku. Skýringa
hefur verið leitað á þessu gífurlega kvenhatri og ein
kenningin er sú að í stofnunum landsins sé kvenhatur
við lýði. Morð á konum er ekki metið á sama hátt og
morð á karlmönnum. Þó er algengt að morð séu ekki
rannsökuð sama hvort fórnarlambið sé kona eða
karl, mannslíf eru einfaldlega ekki mikils metin, og
enn minna ef manneksjan gegnir ekki merkisstöðu í
samfélaginu, t.d. ef manneskjan er „bara” verkakona/
maður. Helsta afsökun ríkisins á þessum slæmu
vinnubrögðum er sú að ekki séu næg úrræði til þess
að rannsaka öll morðin. Því hefur verið haldið fram
að þeir sem eru við stjórnarvölinn í Guatemala hafi
ekki að sjónarmiði jöfn réttindi karla og kvenna og
það getur verið ein af ástæðunum.
Á meðan ekkert er gert vita árásarmennirnir að
þeir geta athafnað sig án þess að nokkur lyfti
litlafingri og þannig eykst ofbeldið. BBC í Englandi
gerði heimildarmynd um þetta ástand sem hét
Guatemala: The Paradise of Assassins. Þar var fullyrt
að „í Guatemala væri það í tísku að myrða konur, en
ekki að taka morðingjana fasta.“ í myndinni tjáir einn
árásarmaðurinn sig um það hvers vegna hann fremur
morð (andlit hans hefur verið máð út), hann sagði
að margar konur dræpi hann sér til skemmtunar, en
honum liði líka svo vel að sjá blóðið.
Heimildir:
Amnesty International http://www.amnesty.org/
Mujeres de Juárez http://www.mujeresdejuarez.org/
María del Socorro Alcalá Iberri y Lucía escalante Greco. 2004. Las muertas
de Juárez, la voz viva de las muertas... Editorial libra SSA de DV. Méxic
001. í minningu horfinna mœðra, dœtra ogsystra.
o