Stúdentablaðið - 01.05.2008, Síða 15
AF MÓPURSÝKI
EÐA: NOKKRUM ATRIÐUM KOMIÐ Á HPJEINT
001. Krotskop
ekki sé hægt að krefjast þess að þeir taki trúarádeilu
af sömu ró og aðrir“. Svarið við þessu er í fyrsta lagi að
múslimar vita - ólíkt Símoni - að Múhameð spámaður
þeirra gekk ekki um með sprengju í stað höfuðfats, og
í öðru lagi að þeim ber ekki skylda, frekar en öðrum, til
að sitja undir háði og ofsóknum fyrir opnum tjöldum
frá öðrum þjóðfélagshópum á grundvelli trúar eða
kynþáttar. Samanburður Símons við umburðarlyndi
Vesturlandabúa gagnvart „trúarádeilu" hittir ekki
í mark, því þar á hann líkast til við þá ádeilu sem
Kristnir menn setja fram á eigin trú og menningu, og
er gjörólík því þegar ráðist er á menningu annarra.1 2
í ljósi þess hve stórkarlalegur Símon er þegar hann
krefst þess af múslimum að þeir kyngi hvers kyns
kynþáttahatri vekur það furðu að i umfjöllun sinni
um íslamista og naívista er Símon afar reiðubúinn
að beita félagslegum skýringum á atferli meðlima í
hryðjuverkasamtökunum A1 Kaída: „Þegar maður
flýgur flugvél á háhýsi," útskýrir Símon, „er það ekki
íslam sem sem ólgar í æðum hans heldur reiði yfir
stríði og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna." Þessar
fullyrðingar eru sláandi, því hér mætti halda að
samkvæmt heimssýn Símons væri mun nærtækara að
grípa til hins notadrjúga skýringartækis, hysteríunnar.
Hvaða barnalegi póstmódernismi og afstæðishyggja
er það hjá Símoni að fordæma ekki þessa öfgasinnuðu
og hysterisku hryðjuverkamenn skilyrðislaust?
Og svo spurt sé í alvöru: Hvers vegna er það ekki sama
reiði yfir stríði og heimsvaldastefnu, að viðbættri
rasískri innflytjendalöggjöf og síendurteknum
ofsóknum í fjölmiðlum, sem olli mótmælum múslima
um heim allan við skopteikningamálinu? Símon hefur
vafalaust svarið við því, enda er hann með mikið milli
eyrnanna, hefur kynnt sér íslam og þarf ekki hjálp við
að skilja múslima.a
Höfundur er stjórnarformaður Nýhils, póstmódernisti og
menningarlegur afstœðishyggjumaður
1 Frábær t dæmi um slíkan ýkjumálf lutning er bókin í slamistar og naívistar
sem var hampað með fáheyrðum hætti í bókaþætti Egils Helgasonar,
Kiljunni. Vart stendur steinn yfir steini í röksemdum bókarinnar, líkt
og Ingólfur Gislason, stærðfræðingur og ljóðskáld, bendir á i umfjöllun á
Kistunni (www.kistan.is, „Fasistar og hálfvitar"). í sama Kilju-þætti lýsti
Þórdfs nokkur Bachmann því að múslimar væru nú í þann mund að taka upp
Sharia-lög í borginni Malmö i Sviþjóð - en áðurnefndur Sigurður Ólafsson,
fyrrum íbúi i Malmö, fjallar afar vel um þá sögusögn i grein sem einnig
birtist á Kistunni (www.kistan.is, „Afhoggnar hendur og grýttar konur í
Malmö“). Símon segir íslamista og naivista hafa flett ofan af „þó nokkuð
mörgum ofureinföldunum" - gaman væri að heyra hverjar þær eru.
2 Jafnan er látið sem slik ádeila eða innri gagnrýni fyrirfinnist ekki i íslam,
jafnvel þótt þekktir leiðtogar múslima á borð við Tariq Ramadan hafi haldið
henni á lofti - og einnig má benda á viðtal mitt við Yousef Tamimi i íslam
með afslætti („Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér“, bls. 142-
151). Það má þó taka undir að á Vesturlöndum hefur á siðustu áratugum
skapast hefð fyrir svæsnari skopstælingum á ýmsum trúarlegum málefnum
en tiðkast annars staðar í heiminum - sbr. fræga Síma-auglýsingu Jóns
Gnarr í hlutverki Júdasar - en því má ekki rugla saman við aðra vestræna
hefð, sem er hefð kynþáttahaturs og yfirburðahugmynda gagnvart öðrum
trúarbrögðum og menningu. Skopteikningar gegna ekki siður hlutverki
í þeirri hefð en hinni sakleysilegu ‘trúarádeilu’-hefð sem Simon er
sannfærður um að skopteikningar Jótlandspóstsins tilheyri.