Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 16
IPOD
BREYTTAR FORSENDUR
Ég veki þ\ri oft fyrir mér hvemig ég komst afáður en
ég eignaðist iPod. Án hansgœti ég ekki skapað mitt
eigið tónlistarumhverfi hvencer sem erog hvar sem ég
erstaddur. Með iPod í eyrunumgetur manrri liðið líkt
og þátttakanda i sinni uppáhaldskvikmynd og breytt
hversdagslegum aðstœðum í œvintýri. iPod gerir
manni kleift að stjóma sýn sinni á umhverfið á mun
öflugri hátt hetdur en nokkur önnur tœkni. í heimi
þarsem viðhöfum litla stjórnáhlutunumgeturverið
gefandi að geta stjómað þvi hvemig maður upptifir
sitt nánasta umhverfi. Segjum sem svo að maður búi
sér til lagalista sem maður hlustar á meðan labbað er
um götur Reykjavikurborgar; lögin mann svo á vissa
staði og tímabil, en hin eiginlegu htjóð borgarinnar
heyrast ekki því maður er sjátfur við stjðmvölrnn og
stjðmarþvihvemigmaður upptifir umhverfið.
í dag eru fjögur ár síðan ég borgaði fyrir iPod á ebay.
Eftir sex mánaða bið og þrjátíu tölvupósta sætti ég
mig við að ég hafði lent í internetsvindli og í kjölfarið
tapað orlofinu mínu. Þessir sex mánuðir voru lengi
að líða, ég beið með mikilli eftirvæntingu eftir þessu
undratæki. Loks eftir að ég sætti mig við tapið, varð
ég mér úti um einn í fríhöfninni. Þetta var annarrar
kynslóðar iPod og það má með sanni segja hann hafi
breytt mörgu í mínu lífi.
BREYTT UMHVERFI
En hvaða breytingar eru þetta sem iPod hefur borið
á borð með sér síðan hann kom fyrst á markað árið
2001? Efvið lítum áhvað iPodhefurlagt á vogarskálar
tónlistarsöguþessaáratugar.séstfljóttaðþaðermargt,
enda hefur þessi áratugur verið gríðarlega blómlegur.
Segja má að í dag sé iPod hluti af afar skemmtilegu
tónlistarumhverfi sem skapast hefur á síðustu árum.
Áður fyrr voru það ákveðnir fjölmiðlar sem stjórnuðu
heitustu straumum og stefnum í tónlist, oftast var
eitthvað eitt langmest áberandi, hvort sem það var
nýbylgja, grunge eða britpopp, allt kom í tímabilum.
En með tilkomu iPod, tónlistarblogga og annarra
netmiðla er stefnan ekki eins afgerandi. Allt leyfist,
fólk býr til sitt eigið tónlistarumhverfi með iPod. Þú
þarft ekki lengur að reiða þig á útvarp til að heyra
nýja tónlist þegar þú ert með þína eigin útvarpsstöð í
vasanum allan daginn. Fólk fer á Netið, les um tónlist,
nær í hana og skellir henni inn á iPodinn sinn. Vefir
eins og Myspace, Facebook og YouTube leika líka
stórt hlutverk í þessu ferli. Minni hljómsveitir hafa
notið þessa fyrirkomulags. Sá mikli hraði sem iPod
hefur skapað auðveldar hljómsveitum að koma sér á
framfæri. Flest tónlistarblogg bjóða upp á mp3 lög
sem hægt er að hlaða jafnóðum inn á iPod og iTunes
verslunin býður upp á frí niðurhöl með upprennandi
hljómsveitum í hverri viku. Listamenn geta líka
dreift efni sínu í gegnum iTunes verslun Apple. Þeir
listamenn sem eru samningslausir fá 91% af tekjum af
sölu laga sinna á iTunes.com. Margt er þó umdeilanlegt
við þetta umhverfi, líkt og spurningin um hvernig
skuli verja höfundarrétt tónlistar. Eitthvað þarf jú að
gera til þess að samhljómur skapist milli niðurhalara
og þeirra sem eiga þau verk sem náð er í. Margir spyrja
sig hvort tónlistariðnaðurinn eigi að leyfa flutning
tónlistar án gjalds og reglugerða 1 tækjum á boð við
iPod. Hönnun og virkni iPod hvetur þó til löglegrar
verslunar með tónlist á Netinu. Á fjórum árum hafa
selst yfir fjórir milljarðar laga á heimasíðu iTunes
verslunarinnar, sem sárvantar hér á landi.
PLATA VS. PLAYLIST
En ekki eru allir jafn sáttir við þetta undratæki, sem
orðið er tákn fyrir allt það sem tengist hinu nýja
tónlistarumhverfi. Finna má marga óvildarmenn
iPod, sem óttast meðal annars að iPod og niðurhal
tónlistar geti valdið því að platan sem verk muni deyja.
Það hlusti enginn lengur á heilar plötur heldur aðeins
lag og lag. „Playlistinn" eða lagalistinn svokallaði sé að
koma í stað hinnar klassísku plötu.
Ef við skoðum það augljósa þá lítur fólk allt öðrum
augum á neysluform tónlistar í dag heldur en áður en
iPod var settur á markað. Fyrsta söluform tónlistar
var vínylplatan. Þar voru tvær hliðar með 20 mínútum
af efni á hvorri hlið. Á níunda áratug síðustu aldar
kom svo geisladiskurinn til sögunnar, þar sem hægt
var að koma rúmum 70 mínútum af efni að. Mörg
bönd reyndu með misgóðum árangri að fylla hann
og oft hafði fólk ekki þolinmæði til þess að hlusta
á allan diskinn. Núna eru engin takmörk á því á
hvernig formi listamenn geta selt vörur sínar. Hægt
er að einblína á eitt ákveðið lag, gefa út þrjú lög eða
jafnvel eitt 20 mínútna verk. Áður fyrr fylgdu flestir
sama forminu en núna er allt opið. Það hefur þó sýnt
sig að almenningur vill ekki of langt efni og það vill
ráða því sjálft hvernig það hlustar á tónlist. Lou Reed
gaf út disk fyrir nokkrum árum þar sem hann skrifaði
framan á diskinn að fólk ætti ekki að hlusta á eitt lag
í einu, fólk ætti frekar að setjast niður og hlusta allan
diskinn því hann hefði verið saminn sem verk sem
ætti að njóta sem heildar. Fyrir þetta uppskar Reed
mikla gagnrýni. En líkt og Reed sjá margir ýmislegt
hættulegt við þessa þróun og vilja meina að fólk
hlusti nú frekar á tónlist eftir skemmtanagildi heldur
en „gæðum.“ Tónlist sem slík geti misst mark sitt sem
listform með þessu áframhaldi. Segja má að vissulega
hafi þeir eitthvað til síns máls, platan er ekki eins
sterkt form og hún var áður en iPod kom á markað.
En auðvitað er iPod bara góð viðbót við flóruna. Það
munu ef til vill margir hætta að hlusta á heilar plötur,
en það munu aldrei allir gera það. Sú tilfinning að láta
nýja plötu sem grípur mann renna í gegnum spilarann
gleymist seint, og munu því margir halda áfram að
hlusta á plötur sem heild.
Segja má að tónlistaráhugamenn séu enn að fagna því
að iPod skuli hafi verið settur á markað. Hann hefur
breytt ótrúlega mörgu og tónlistariðnaðurinn verður
aldrei samur. iPod gefur fólki tækifæri á að flýja
hversdagleikann og getur gert dimman dag bjartari. ■
001-Tónhlaða og spilastokkur