Stúdentablaðið - 01.05.2008, Page 23
..ÉG GIFTIMIG
HEIMAIHASKÓLA66
„Égheflifað tímana tvenna hérískólanum. Égséþað
betur með hverjum deginum sem líður en mér líður
mjög vel héma,“ segir Brynhildur Brynjólfsdóttir,
verkefnisstjóri á kennslusviði Háskóla íslands. „Ég
og skólinn höfum þolað súrt og sœtt saman og hafa
árin hér verið mikill örlagavaldur í mínu lífi."
„í janúar árið 1958 var pabbi skipaður umsjónarmaður
Háskólans en við fjölskyldan fluttum inn í
kjallaraíbúð Aðalbyggingarinnar fyrsta júlí sama ár
segir Brynhildur. íbúðin er enn þá til og er í suðurenda
Aðalbyggingarinnar og snýr öll í vestur. Þess má geta
að hæðin upp í gluggana er um 1.90 sentimetrar.
„Þegar við fluttum inn í íbúðina var þetta eins og
moldargröf, það var dimmt og ekki beint fýsilegur
staður til að búa á,“ segir Brynhildur. Nokkrum árum
seinna var Hótel Saga byggð hérna á móti, þá birti
skyndilega til í íbúðinni því birtan endurkastaðist
af hvítum flötum hótelsins. Brynhildur var þrettán
ára þegar fjölskyldan flutti í íbúðina. Pabbi hennar
starfaði í þrjú ár sem umsjónarmaður skólans áður en
hann lést, en síðar tók mamma hennar við og gegndi
starfinu í 27 ár. Það tók þó nefnd skólans tvö ár að
skipa hana umsjónarmann, líklegast af því að hún var
kona.
EKKI EINS OG ALLAR AÐRAR ÍBÚÐIR
íbúðin átti sér ýmsa skrýtna en skemmtilega staði. Á
bak við baðherbergið var ljósmyndaherbergi þar sem
áhugaljósmyndari hafði aðstöðu, en Brynhildi þótti
það alltaf mjög spennandi. Brennsluofn var í íbúðinni
þar sem prófúrlausnir voru brenndar og hjálpaði hún
foreldrum sínum oft við það. Brynhildur segist hafa
verið kunnug í Vesturbænum á þessum tíma og að
svæðið í kring um skólann hafi verið einn stór melur
þar sem baldursbrárnar uxu. „Mér fannst hræðilegt að
flytja hingað í fyrstu en svo rættist mjög hratt úr því.
Síðan hefur leið mín legið með skólanum, viljandi og
óviljandi, alveg alla tíð síðan; en ég held upp á hálfrar
aldar líf mitt með skólanum í sumar," segir Brynhildur
og kímir.
ÆTLAÐI HVORKI AÐ VINNA HÉRNA
NÉ LÆRA
„Það var eitt sem ég ætlaði aldrei að gera. Ég ætlaði
hvorki að vinna hérna né læra. Ég býst við því að
það hafi verið áhrif frá því að búa í skólanum," segir
Brynhildur. Eftir stúdentspróf fór hún til Danmerkur
og ætlaði að læra þar en ekkert varð úr því. Brynhildur
skráði sig í nám í lögfræði við skólann, en hún var
verslunarskólagengin sem þótti mjög mikil menntun
fyrir konur á þessum árum.
En Brynhildur hefur unnið í skólanum í tæp 32
ár og byrjaði á aðalskrifstofu skólans sem þá var í
Aðalbyggingu. „Ég byrjaði á þeim tíma þegar það var
verið að ræða hvort það ætti að taka upp rafrænt kerfi.
Þetta var bara handavinna út í eitt.“ Nafnaskráin
var á þessum tíma það eina sem ekki var unnið á
skrifstofunni því að hún var tekin með gataspjöldum
og unnin úti í bæ. Brynhildur hafði verið í sumarvinnu
og viðloðandi nemendaskrá áður en hún byrjaði þar í
fullu starfi. Hún hefur unnið undir stjórn sex rektora
í sinni tíð, en hefur þekkt miklu fleiri, alveg frá
1958. „Ég hef líka unnið önnur störf við skólann t.d.
002. Bimma&hi.is
garðavinnu hérna fyrir utan Aðalbyggingu í heil þrjú
sumur,“ segir Brynhildur.
„Ég gerði nokkrar tilraunir til að nema við skólann.
Ég hélt að ég gæti byrjað að nema lítils háttar með
vinnunni. Árið 1966 byrjaði ég i lögfræði en þá átti
ég von á mínu fyrsta barni þannig að þetta gekk
bara ekki.“ Brynhildur hefur reynt oft að nema við
skólann. „Þegar ég byrjaði eftir að ég átti barnið var
ég í fy rstu kennslustofu hérna í Aðalbyggingu í tímum
og ég heyrði í barninu niðri í íbúð því að íbúðin er
undir kennslustofunni. Ég gat þetta ekki og hætti."
Eiginmaður Brynhildar er lögfræðingur en í þá daga
stóð valið á milli þess hvort foreldrið ætlaði í nám.
ÞURFTU PASSA TIL AÐ KOMASTINN
Árið 1968 var haldinn Nato-fundur í Aðalbyggingunni
og þá var allt húsið innsiglað. Orðabók Háskólans var
uppi á þriðju hæð skólans en fógetinn var fenginn til
að innsigla hana, svo Nato kæmist ekki þar inn. „Það
voru vopnaðir verðir við allar dyr og við fengum öll
passa til að komast út úr húsinu og inn í það aftur.
Það var gerður aðsúgur að byggingunni því að Arnar
Jónsson og Birna Þórðardóttir, ásamt föruneyti, komu
til að mótmæla fundinum. Ég varð vitni að þessu öllu,
innan frá.“ Brynhildur segir að þetta hafi verið vægast
sagt sérkennilegt ástand því að fundurinn hafi verið
haldinn í óþökk margra innan skólans. „Við mamma
vorum síðan fengnar til þess að fara inn í hátíðarsalinn
þar sem fundurinn var haldinn og náðarsamlegast
tæma úr öskubökkum herramannanna sem þar sátu.“
Brynhildur bjó í íbúðinni í Aðalbyggingu skólans
frá árinu 1958 til áramótanna 1969-70, en hún og
eiginmaður hennar byrjuðu einmitt búskap í sömu
íbúð. Hún hannaði baðherbergið sem enn stendur á
neðstu hæðinni og valdi flísarnar á það sjálf. „Síðan
gifti ég mig hérna uppi í kapellunni, það var mjög
sérstakt. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson gaf
okkur saman. Veislan var svo í garðstofunni niðri
í garði við suðurenda hússins." Elsta barn þeirra
hjóna var skírt í húsinu en það var í kjallaraíbúðinni.
Þegar Brynhildur var síðan með barnið lítið i vagni
fyrir utan íbúðina var það ekki alltaf dans á rósum.
„Guðfræðistúdentarnir höfðu kaffiðastöðu sína hérna
á efstu hæðinni og hentu sígarettustubbunum sínum
bara út um gluggann. Þeir lentu oft á barnavagninum
og þá rauk ég upp til að skamma þá. Þeir hættu þessu
þó aldrei alveg."
VIÐ ERUM Á RÉTTRI LEIÐ
„Magnús Már Lárusson, þáverandi rektor, hringdi
í mömmu og sagði við hana að það yrði byggð
stjórnsýslubygging á milli Aðalbyggingar og
íþróttahúss. Þá kæmumst við upp á hæð en þyrftum
ekki lengur að búa í kjallara. Þarna kom hugmyndin
um byggingu þarna á milli." Brynhildur vinnur nú
uppi á þriðju hæð á skrifstofu sinni í Háskólatorgi.
Hún segir það hafa verið Páli Skúlasyni, fyrrverandi
rektor, að þakka að hugmyndin að byggingunni varð
að veruleika. Breytingin á háskólasamfélaginu er í takt
við breytta tíma þó að Brynhildi finnst hún stundum
hafa lifað þrjá mannsaldra, því að breytingarnar eru
svo gríðarlegar. „Þetta eru samt jákvæðar breytingar.
Ég tel að við séum á réttri leið.“ ■