Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 24

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 24
ALLT SNÝST ÞETTA UM JAFNVÆGI Wicca trúin hefur fest sig í sessi á íslandi og iðkendur hennar eru nú tvö til þrjú hundruð. Galdrar skipa veglegan sess í Wicca en eru ekki skilyrði. Aðalatriðið er að lifa í sátt við náttúruöflin, sjálfan sig og hinar himnesku verur, Guðinn og Gyðjuna. Wicca er nýheiðin trúarhreyfing og má finna iðkendur hennar í öllum heimshornum. Óvíst er hvenær hún kviknaði nákvæmlega en telja má að hún hafi komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd í kringum 1920. Það var þó ekki fyrr en upp úr 1954 að hún náði vinsældum en þá gaf Gerald Gardner, sem sumir kalla stofnanda trúarinnar, út bókina Witchcraft Today þar sem hann útskýrir lykilatriði trúarinnar. Talið er að á heimsvísu séu iðkendur hennar um átta hundruð þúsund. HVAÐ ERWICCA? Wicca snýst um jafnvægi milli góðs og ills, milli náttúruaflanna og ekki síst milli karla og kvenna. Hún hefur einn Guð og eina Gyðju og eru þau táknræn fyrir þetta jafnvægi. Þungamiðja Wicca er trúin á karma: „Það sem þú gerir, gott eða illt, kemur til þín þrefalt til baka.“ Iðkendur Wicca kalla sig gjarnan nornir, konur og karlar, en það eru þó til nornir sem ekki eru Wicca og eins Wicca iðkendur sem ekki eru nornir. í Wicca er lögð áhersla á umburðarlyndi og kærleika og að mikilvægt sé fyrir iðkendur að láta hana ná til allra þátta lífs síns. Margar hefðir eru innan Wicca og hefur hver sín sérkenni. Þar má nefna gardneríska, alexandríska og úrvalsstefnu. Sú síðastnefnda nær yfir þá sem taka það sem þeir vilja úr Wicca og samrýma það öðrum stefnum eða trúarbrögðum, til dæmis kristni. Wicca iðkendur trúa þvi að með göldrum geti þeir haft áhrif á raunveruleikann. Galdrar eru teknir mjög alvarlega og þeim er ekki tekið af léttúð. Iðkendur segja að forðast beri að leika sér að þeim þvi galdrar séu tvíeggjað sverð sem trufli orkuflæðið í alheiminum. Galdur sé fyrst og fremst til heilunar og styrkingar. Hann er ekki síst notaður til breyta lífi iðkenda til hins betra og til að ná valdi yfir ótta, ávana og öðrum neikvæðum áhrifum. Mikilvægt er að iðkendur hafi góða þekkingu á göldrum og markmið galdursins séu skýr því erfitt er að stjórna galdri. Til eru margar gerðir af galdri og má nefna: hnútagaldur, eldhúsgaldur, veðurgaldur, kertagaldur, söngvagaldur, drekagaldur, sjávargaldur og eldgaldur. HVAÐ MEÐ FRAMHALDSLÍF? í wicca felst trú á endurfæðingu. Eftir dauðann fer maður í sumarlandið þar til maður endurfæðist. Sumar hefðir hafa þó annars konar kenningar. Þar sem framhaldslífið fer eftir því hvernig maður lifir lífi sínu reyna wicca iðkendur að gera sem mest úr lífinu og lifa sem heiðarlegast svo að næsta líf verði sem best. Það er ekki markmiðið að losna úr þessari hringrás líkt og tíðkast hjá sumum öðrum trúarbrögðum sem hafa endurfæðingu sem þungamiðju. Átta sinnum á ári eru sabbat hátíðir. Þær skiptast í æðri sabbata og lægri. Þá er haldið upp á náttúruna og hringrás hennar. Haldið er upp á allar sólstöður og jafndægurogtilheyraþessarhátíðirlægrisabbötunum. Sumarsólstöðurnar heita Litha, vetrarsólstöðurnar Jól (Yul), haustjafndægrin Mabon og vorjafndægrin Ostara. Saman mynda þau árshjólið. Æðri sabbatar eru haldnir eftir gömlum keltneskum hefðum. Imbolg er í febrúar og þá er haldið upp á að vorið sé að koma. Hérlendis er þetta þó ekki stór hátíð. Á Imbolg hugsar fólk gjarnan um hvort það vilji breyta einhverju í lífi sínu eða bæta. Þetta er undirbúningur fyrir árið sem er framundan og oft fer fram vorhreingerning þar sem húsið er þrifið hátt sem lágt og það hreinsað andlega. Beltane er 30. apríl og er þá haldið upp á að sumarið sé að koma og allt að verða bjartara. Þetta er frjósemishátið enda er lífið alls staðar að kvikna. Uppskeruhátíðin Lammas er haldin 31. júlí. Haldið er upp á frjósemi náttúrunnar og gjafir hennar. Sömuleiðis er persónulegum árangri fagnað enda uppsker maður svo sem maður sáir. Samhain er haldin 31. október og telst vera gamlárskvöld hjá wicca með 1. nóvember sem fyrsta dag ársins. Samhain er endir sumars og er umlukin dulúð. Þá eru látnir ástvinir heiðraðir og haldið er upp á það að þeir hafi haldið áfram. Gleðin er í fyrirrúmi en ekki sorgin. Sumir setja myndir af horfnum ástvinum á altarið sitt og jafnvel disk með mat líka. Á þessum tíma er líka auðvelt að ná sambandi við andaheiminn. Þess má geta að spænskumælandi þjóðir halda gjarnan upp á Dag hinna dauðu 31. október og er þemað hið sama, auk þess sem Halloween hátíðin er af sama meiði. Wicca segir árstíðirnar móta okkur. Við fylgjum takti náttúrunnar eins og dæmin sanna. Við fyllumst frekar skammdegisþunglyndi og leti í myrkri veturs en orku og bjartsýni með hækkandi sól. Það sé því best að vera meðvituð um áhrif árstíðanna í okkar eigin lífi. Við erum hluti af náttúrunni en eigum hana ekki. ■ OOl.Alexcmdra Diljá, Wicca iðkandi fgegnumtíðinahafavissirhlutirveriðtengdirnornum, eins og töfrasproti og stór hattur. Wicca nornir nota ekki hatta en þær nota marga aðra forvitnilega hluti. SPROTINN Nornir hafa alla tið verið tengdar við nornahatta og töfrasprota. Nútima nornir ganga hins vegar ekki um með stóra, svarta hatta, en sprotinn er liklega eitt af mikilvægustu verkfærum nornarinnar. Sprotinn er notaður til þess að beina orku út frá nominni, og er þess vegna einskonar framlenging á norninni. Hann er oft notaður til þess að leggja hring, þvi hann hreyfir og færir orku til. Hefðbundinn sproti er úr viði, en margar nornir kaupa sér tilbúinn sprota úr steinefni eða kristal. RÝTINGURINN (ATHAME) Rýtingurinn og sprotinn eru báðir notaðir til þess að leggja hring. Gagnsemi þeirra er þó ólík því rýtingurinn er til að særa fram og hrekja í burtu orku. Hefðbundinn rýtingur er tvíeggja blað með svörtu skafti, en það er þó mjög misjafnt. Þessi rýtingur er ekki notaður til þess að skera hluti eins og jurtir og kerti, aðrir hefðbundnari hnifar em notaðir til þess. BIKARINN Bikarinn hefur hagkvæman tilgang en hann er notaður sem drykkjarílát. Við athafnir er gjarnan drukkið vín eða vatn og kemur bikarinn sér þá vel. Hann er líka notaður til að safna, halda oggefa orku. Hefðbundinn bikar er úr silfri, því silfur einkennir tunglið og þar með gyðjuna, og tunglið ræður flóði og fjöru hafsins. Bikarar noma eru þó oft úr einhverju öðm efni, svo sem gleri eða leir. FIMM ARMA STJARNAN Þessi hlutur er yfirleitt diskur prýddur fimm arma stjömu innan í hring. Þegar stjarnan er með hring utan um heitir hún „pentade” á ensku en annars „pentagram“. Stjarnan er notuð í athöfnum, og sumar nornir leggja mat og vín ofan á hana og borða það svo eftir athöfnina. Stjarnan táknar höfuðáttirnar og frumöflin og yfirráð andans yfir efninu. POTTURINN Potturinn er notaður til að brenna í jurtir, reykelsi, kerti og fleira en lika til þess að brugga seyði. Hann er þvi yfirleitt úr jámi þar sem hann þarf að þola eld og mikinn hita. REYKELSI, REYKELSISSTANDUR & KERTI Þessa þrjá hluti er að finna í eigu nánast allra norna. t göldrum eru reykelsi og jurtir mikilvægur þáttur og hvoru tveggja er brennt á reykelsisstandinum. Reykelsi em notuð til að hreinsa herbergi en spila líka hlutverk í athöfnum. Kerti táknar fmmaflíð eld og kerti er að finna í mörgum göldrum. ÁHUGAVERÐIR TENGLAR: www.123.is/seidkona www.nomabudin.is www.urdarbrunnur.is www.vanadis.is wiccaiceland.freeforums.org

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.