Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 28
 GERVTVISINDIN GRASSERA a Trúin fœrir fjöll, sem betur fer, en hún getur líka fœrt peninginn þinn til þeirra sem láta þig trúa því að þú eignist betra líf ef þú borgar þeim peninga fyrir að lcekna þig - og þeir hinir sömu trúðu því að með því að eyða stórfé í nám í óhefðbundnum lœkningum gœtu þeir lœknað fólk. Ótrúlegt en satt. Leiða mœtti líkur að þvi að fólk haldi að það sem er dýrt hljóti að virka. Nám í óhefðbundnum lcekningum getur farið niður í fjórar vikur og það er umhugsunarvert hversu mikið er hcegt að lœra á svo stuttum tíma. Verst er þegar fólk lætur plata sig til þess að eyða stórfé í þessa „menntun" og „lækningu". Nýlega var skrifað um einn skólann í íslensku dagblaði og þar var bent á heimasíður skólans heima og úti. Skólagjöldin eru fáránlega há, en fyrir þriggja ára nám þarf hver námsmaður að borga tæplega milljón krónur. Námið er aðallega fjarnám og er ekki viðurkennt af vísindasamfélaginu. SETT FRAM Á VÍSINDALEGAN HÁTT Ekki er hægt að fullyrða að grasalækningar (svo dæmi sé tekið) séu eintóm þvæla og vitleysa - gott er að fá sér heitt vatn með engiferrót við hálsbólgu - en ef eitthvað alvarlegt amar að er farið á sjúkrahús og meðferð fengin þar. Tölum mannamál: Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, lithimnugreining, hómópatalækningar, heilun og svo framvegis eru gervivísindi sem virka ekki! Ekki eru til neinar vísindalegar sannanir fyrir jákvæðri virkni þessara aðferða. Án efa væri boðið upp á slíkar aðferðir á spítulum væru þær virkar. Á síðunni vantru.is er að finna skrif um þessi mál og skrifar Lárus Viðar Lárusson um gervivísindi sem hann segir vera ákveðna hugmyndafræði byggða á kenningum „sem settar eru fram á vísindalegan hátt þegar þær eru í raun ekki vísindalegar”: „Vísindakenningar hafa ýmis einkenni svo sem að þær (a) eru byggðar á reynslu athugana í stað þess að byggja á kennivaldi heilagra ritninga, (b) skýra margvísleg fyrirbæri í náttúrunni; (c) hafa verið prófaðar á sérstakan hátt, yfirleitt eru prófaðar einhverjar ákveðnar forspár sem kenningin leiðir af sér; (d) styrkjast í sessi með nýjum prófunum og uppgötvunum frekar en að undan þeim sé grafið; (e) eru ópersónubundnar og því prófanlegar af hverjum sem er, burtséð frá því hvaða trú eða frumspekilegar skoðanir viðkomandi hefur; (f) eru kraftmiklar og frjóar, leiða rannsakendur til nýrrar þekkingar og skilnings á samhengi hlutanna í náttúrunni, frekar en að vera kyrrstæðar og staðnaðar kenningar sem leiða ekki til neinna rannsókna eða framþróunar til betri skilnings á heimi náttúrunnar; og (g) nálgun á þær er undir formerkjum efahyggju í stað trúgirni, sérstaklega hvað varðar yfirskilvitlega krafta eða yfirnáttúruleg öfl, og eru brigðular og settar fram á varfærnislegan hátt, í stað þess að þær séu settar fram sem óskeikularkennisetningar.” (http://www.vantru. is/2006/02/24/09.35/) Það er víst að læknavísindin eru enn að þróast og í sífellu er komist að einhverju nýju. Óhefðbundnar lækningar hafa hins vegar ekki þróast mjög mikið og standa í stað á meðan læknavísindin taka fagnandi við þeim lækningaraðferðum sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum hætti að virki. Læknavísindin hafa ekki alltaf svör við öllu og stundum eru sjúklingar lengi í meðferð við kvillum sínum án þess að meðferðin virki. Það er auðvelt að ímynda sér að þessir sjúklingar gefist upp og leiti þá til óhefðbundinna lækninga. Frábært ef það virkar... það getur nefnilega gerst að það sem amaði að viðkomandi læknist af sjálfu sér, t.d. verkur í öxl. Það er ekki beinhörð sönnun þess að t.d. höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð virki þó öxlin læknist strax eftir fyrsta tíma og hið sama hafi ekki gerst hjá sjúkraþjálfara. Engar sannanir eru til fyrir virkni þess, aðeins reynslusögur. KUKLERKUKL Svanur Sigurbjörnsson læknir varð himinlifandi þegar Pétur Tyrfingsson sálfræðingur kom í Kastljósið og vísaði því á bug að gervivísindin virkuðu: „Þar færði hann afar sannfærandi og fjölmörg rök fyrir því af hverju hlutir eins og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, homeopathia, lithimnulestur, Bowen-tækni og fleira í sama dúr eru algerar staðleysur og því kukl, sem hafi möguleika á því að skaða fólk tilfinningalega og eigi ekkert erindi inní heilbrigðiskerfið. Meðferð fagaðila með slíkum aðferðumséóafsakanlegogbrjótifbágaviðstarfsreglur fagstétta. Ósannaðar og umdeildar aðferðir sé ekki hægt að nota og staðhæfa að lækni eða bæti heilsu. Sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem komi með hina nýju aðferð rétt eins og við allar nýjar aðferðir sem kynntar eru í hinu hefðbundna vísindasamfélagi. “ Svanur heldur áfram að útskýra „kuklið": „Auðvitað þarf ekki allt sem hefur ekki verið samþykkt af læknastéttinni að vera kukl. Hins vegar það sem búið er að skoða vel og vandlega af vísindafólki og læknum og er dæmt kukl er kukl. Það eru margar leiðir til þess að ganga úr skugga um hvort að eitthvað eigi sér raunverulegar stoðir eða ekki, rétt eins og bakari hefur ýmsar leiðir til að baka brauð en sér fljótt ef einhver tiltekin aðferð verður aldrei að brauði. Þú getur byggt hús á ýmsa vegu en ekkert hús kemst hjá því að hafa burðarbita og fastan grunn eða sökkul. Það sama á við um lífeðlisfræðilega ferla, þeir eru margir en þú getur ekki bara látið hugann reika og búið til einhverja kenningu um þá pg þóst lækna eftir þeim. Það gera kuklarar og margir hverjir bera því miður ekki gæfu til að átta sig á því að hugmyndakerfi þeirra er án burðarbita, haldlaust og án varanlegs árangurs. Með mína þekkingu á grunnvísindum, sjúkdómum og meðferðarleiðum er mér algerlega ljóst að hómeopatía er haldlaust kukl rétt eins og þú sérð munninn á svörtu og hvítu.” Það vekur spurningar þegar fagaðilar aðhyllast aðferðir eins og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Vefsíðan doktor.is leitast við að útskýra það sem getur hrjáð mannslíkamann og lækningar við því. Einnig getur fólk sent inn fyrirspurnir um það sem hrjáir það og fengið svör hvað sé best að gera. Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari mælir með höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og skrifar heila grein um ágæti hennar en minnist ekki einu orði á að virkni meðferðarinnar hefur ekki verið vísindalega sönnuð. Guðrún B. Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur og meðlimur í stjórn BÍG (Bandalagi íslenskra græðara) er með miklar yfirlýsingar um meðferðina: „H.S. jöfnun hefur alltaf góð áhrif á fólk og skapar ákveðna ró og jafnvægisástand í líkamanum ... verum því fordómalaus og opin og vinnum ávallt í kærleikanum. Tökum aldrei vonina frá fólki því margar leiðir eru í boði til að bæta heilsubrest okkar.“ Greinin fjallar um virkni höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðar á ungabörnum (sem er í sjálfu sér siðferðislega rangt) og í grein Guðrúnar, líkt og hjá Erlu, er ekki minnst einu orði á það hvort vísindalegar sannanir séu fyrir virkni meðferðarinnar. í rannsókn sem British Columbia Office of Health Technology Assessment gerði á höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð kemur fram að ekki fundust neinar vísindalegar sannanir fyrir því að meðferðin gerði sjúklingum gott. Einnig kemur fram að höfuðmeiðsl hafa komið fram eftir meðferð og þar að auki kemur líka fram að meðferðin hafi ekki staðlaða skilgreiningu. Ef hún virkaði væri meðferðin án efa stöðluð en ekki mismunandi hjá hverjum og einum. Þegar upp er staðið er sorglegt að óhefðbundnar lækningar fái að grassera í samfélagi sem á að vera nútímalegt og á að byggja á traustum stoðum þekkingar og vísinda. ■ Heimildir: http://www.doktor.is/index.php?option«com_dgreinar&do«view_ grein&id_grein«1623 http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/327079/

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.