Stúdentablaðið - 01.05.2008, Side 30
STJÖRNUMFTSTAR AR ÍSLANDS
OG GULLGERÐARMENN
Sögukennsla hins almenna ágceta menntakerfis
skildi á sínum tíma við migmeð þœr hugmyndirað hér
hafi fyrr á öldum einungis búið bcendur, sjómenn og
embcettismenn. Það er að segja þar til ég rakst fyrir
skömmu á lítinn bunka afgreinum um skrítna karla
sem skrifuðu um halastjörnur og höfðu áhyggjur
af sólmiðjukenningu Kópernikusar. Þar staðfestist
reyndar lúmskur grunur menntaskólaáranna
um að margt skemmtilegt ratar aldrei í íslenskar
skólasögubcekur. Mikið hefðí það nú getað létt á
þilskipaútgerðinni effengið hefðu að fljóta með kafli
og kaflí um minni menníngarkíma og hugmyndír
Islendinga um annað en fisk ogstjórnmál.
Menningarkimar eru nefnilega skemmtilegir og gæða
söguna ríkara lífi. Og þó að varla sé um stórfelldar
heimsmyndaruppgötvanir eða fjölda fólks að ræða
sem horfði spennt upp og beið eftir að rofaði til þá
virðast hér nú samt hafa verið gerðar ýmsar tilraunir
og verið hér menn sem þráuðust við að afhjúpa
lögmál alheimsins - hver á sinn hátt. Ég ætla að
deila með ykkur nokkrum brotum og frásögnum úr
persónugalleríi íslensku raunvísindasögunnar.
STJÖRNUTURNAR ÍSLANDS OG
STJÖRNUMEISTARAR.
Á seinni hluta átjándu aldar ákvað danska stjórnin
að reisa á íslandi stjörnuturn og að hér skyldi starfa
konunglegur stjörnumeistari. Stjörnumeistarar
þessir stunduðu aðallega hnattmælingar sem voru
mikilvægar við kortagerð og nýlenduherrar í útrás
lögðu að sjálfsögðu mikið púður í. Fyrsti konunglegi
stjörnumeistarinn var Eyjólfur nokkur Jónsson sem
kallaðisigjónsoníusaðtískumenntamannaþesstíma.
Eyjólfur hafði gegnt stöðu aðstoðarstjörnumeistara
í Sívalaturninum og átti að reisa turn á Staðastað
á Snæfellsnesi honum til hagræðis. Aldrei reis þó
turninn og því framkvæmdi Jónsoníus mælingar
sínar úr tugthúsinu á Arnarhóli en auk þess átti hann
að gera veðurathuganir, athuga norðurljós, mæla hæð
fjalla og fylgjast með sjávarföllum. Litlum sögum fer
hinsvegar af störfum Eyjólfs enda dó hann fertugur úr
myrkri og vosbúð áður en nokkur turnbygging hófst.
Líklega hefur aðstaðan á Arnarhóli verið nokkur
viðbrigði frá Sívalaturni.
Danir hvikuðu þó hvergi frá áformum sínum og
sendu nokkrum árum síðar Norðmanninn Lievog til
að taka við kyndlinum og eftir nokkurt bras var reist
lítil stjörnuathugunarstöð á Lambhúsum nálægt
Bessastöðum. Þar harkaði Lievog í meira en tuttugu
ár og framkvæmdi mælingar sínar af alúð, nótt sem
dag, þegar veður leyfði. Eftir hann liggja nákvæmar
dagbækur bæði um veðurfar og stjörnumælingar
og hluti þeirra hefur komið út á prenti. Einnig gerði
Lievog uppdrætti af Reykjavík og umhverfi sínu og
þótti klár og vandvirkur. Eitthvað virðist fjárstreymi
þó hafa háð Lievog og skrifar Sveinn Pálsson í ferðabók
sína:
„En til allrar ógæfu gátum við hvorki séð upphaf né
endi myrkvans fyrir skýjaþykkni, er dró upp á himinn.
Stjörnuskoðarinn skýrði mér frá því, að sólmyrkvinn
3. apríl hefði verið fullkominn hringmyrkvi (central)
og veður hefði þá verið hið besta til athugunar á
honum. Annars kvartaði hann mjög yfir því, að hann
fengi engin nothæf rannsóknartæki, enda þótt hann
beri sig árlega upp undan því.“
Launin virðast að mestu hafa falist í heiðrinum, áhugi
Dana var farinn að beinast annað og höfðingjunum
á Bessastöðum mun hafa fundist stjörnumeistarinn
fátæki helst til druslulegur til fara og að honum lítil
prýði. Staða stjörnumeistara á Lambhúsum lagðist því
af um það bil er strandmælingar hófust um aldamótin
1800 og hinn hlédrægi Lievog flýtti sér burt á slitnum
skóm eftir 26 ára fórnfúst starf.
STEFÁN BJÖRNSSON STÆRÐFRÆÐIHEILI
OG SKAPOFSAMAÐUR.
Annar átjándu aldar maður var nokkru litskrúðugri
karakter en Lievog og hét sá Stefán Björnsson.
Hann var einn sá mesti stærðfræðingur sem um
getur á þessum slóðum og eftir hann liggja fjölmörg
vísindarit um halastjörnur, aflfræði og ýmislegt
annað. Hann var um hríð skólameistari á Hólum og
þótti mjög erfiður i skapi auk þess sem hann hagaði
víst skólastarfi eftir dyntum sinum hverju sinni,
dimmiteraði nemendur án prófa og gerði flest allt sem
hann átti ekki að gera. Hann eldaði grátt silfur við
flesta embættismenn og að lokum var honum vikið úr
starfi vegna gruns um að hann hefði látið nemendur
sína ráðast á stiftprófastinn í skjóli myrkurs. Stefán
sigldi þá til meginlandsins vegabréfslaus og eyddi
því sem eftir lifði starfsævi sinnar í Kaupmannahöfn
við ágætan fræðilegan orðstír en sneri aldrei aftur
til íslands. Á áttræðisaldri gerði hann sér lítið fyrir
og vann tvívegis til verðlauna í stærðfræðikeppni
Hafnarháskóla, bæði gull og silfur, en keppnin var
hugsuð fyrir unga spræka raunvisindaheila. Bók hans
um ferhyrningafræði er talin sérstaklega merkileg og
fyrsta bók Islendings um æðri stærðfræði.
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NJÓLA.
Öllu fallegri sögur fara af kennslu Bjarnar
Gunnlaugssonar annálaðs stærð- og stjörnufræðings
sem var vinsæll kennari á Bessastöðum þótt kennsla
í öðrum greinum en náttúru- og stærðfræði hafi
stundumvikiðfyrirþvísemhonumþóttiáhugaverðara.
Stærðfræðikennsla á íslandi hafði ekki verið upp
á marga fiska áður en Björn kom frá námi og hélt
innblásnar hvatningarræður um hagnýtingu hennar.
Reyndar virðist hann hafa verið svo sérkennilegur
og utan við sig að það truflaði skilning nemenda en
viljann vantaði ekki og brá hann m.a. á það ráð að
semja og gefa út trúar- og fræðiljóðið „Njólu" (1842)
til að skýra lögmál alheimsins fyrir íslendingum sem
virtust þá sem nú gefnari fyrir ljóðmæli en stærðf ræði.
Þar birtist útgáfa Björns á heimsmyndinni byggð á
helstu kenningum náttúrufræðinga þess tíma. Ekki
voru allir þó sammála Birni sem blandar glaður inn
guðfræði, heimspeki og lífi á öðrum hnöttum en ljóst
er að um afar athyglisvert verk er að ræða og var Njóla
mjög vinsæl meðal almennings.
Áfram túnglin öll í hring
um plánetur gánga,
svo þær aptur sól í kríng
sendast vegi langa.
Sem þá mest er síldum af
í söltum þorska lautum,
alt eins morar uppheims haf
ótal vetrarbrautum.
Myndar agnir mótspyrna
af mætti þínum snjalla;
þú svo lætur þýngdina
þessar saman kalla.
Stjörnubúar þessir þar
þannig sig til reiði
undir kjörin eilífðar,
á lífs tíma skeiði.
Björn er kannski kunnastur í dag fyrir kortagerð sína
en „spekingurinn með barnshjartað” var fyrsti alvöru
kennari Islendinga í nútímalegum raunvísindum og
kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni að reikna. Hugur
hans stóð jafnframt til þess að taka upp þráðinn
þar sem Lievog sleppti mörgum árum fyrr en gömlu
græjurnar frá Lambhúsum fundust ekki s vo Björn varð
að láta sér nægja að fylgjast með ferðum halastjarna
sem hér áttu leið um.
Ymislegt hefur reyndar verið skrifað um sögu
náttúruvísinda á íslandi og til dæmis hafa
jarðfræðingar og læknar sinnt sínum greinum
ágætlega. Mestmegnis eru slik skrif og samantektir
þó stunduð af sérfræðingum hverrar greinar fyrir
sig sem hafa vísindasögu að sérstöku áhugamáli og
fást við það sér til heilsubótar að stoppa í eyðurnar.
Þannig bæta grúskarar hinna ýmsu stétta smátt og
smátt við víddir menningarsögu okkar og sjálfsmynd
þar sem vísindasaga er af skornum skammti við
háskóla landsins og engin sérstök staða henni til
halds og trausts. Sá eini við Háskóla íslands sem
hefur þetta að aðalstarfi er Þorsteinn Vilhjálmsson
eðlisfræðingur og er eitt námskeið í boði í almennri
vísindasögu. Nú bíðum við bara spennt eftir að
t.d. einhver efnafræðingurinn taki að sér að finna
gullgerðarmenn íslandssögunar en mikið hefur verið
skrifað um þá flóknu og spennandi sögu erlendis. Er
eitthvað ólíklegra að þeir Merlínar efnafræðinnar
hafi starfað hér en að menn hafi skrifast á við Tycho
Brahe frá Hólum á 16. öld um hnattstöðumælingar.
Fyrir áhugasama mágetaþessaðnæstaárer alþjóðlegt
ár stjörnufræðinnar og til stendur að setja upp litla
sýningu um stjarnvísindaástundun Islendinga fyrr á
tímum og opna þannig smá innsýn í raunvísindasögu
okkar hér á norðurhjara. Það er kannski rétt að
hér hafi í meginatriðum búið bændur, sjómenn og
embættismenn en þeir hugsuðu ekki bara um rollur,
fisk og guð.
Heimildir: Einar H. Guðmundsson: Stefán Björnsson reiknimeistari.
Fréttabréf íslenska stærðfræðifélagsins, 1. tbl., 7. árg., 1995, bls. 8 -27.; Einar
H. Guðmundsson: Johnsonius og Lievog: Konunglegir stjörnumeistarar
á íslandi á 18. öld. Eðlisfræði á íslandi IV. Reykjavk 1989, bls. 110-125.;
Einar H. Guðmundsson: Björn Gunnlaugsson og náttúruspekin í Njólu.
Ritmennt, 8 árg., 2003, bls. 9-78.
ur
** 4« Otí, ^
001. Teikningar eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur