Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 36

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 36
001. Frcegasta frásögn heims FRÁSAGNIR í STAÐ FYRTRLESTRAR SÖGUAÐFERÐ ROBERTS MCKEE VIRKAR í VIÐSKIPTALÍFINU Sannfæringarkraftur skiptir sköpum þegar viðskipti eru annars vegar. Viðskiptavini verður að sannfæra til að kaupa vörur eða þjónustu, starfsmenn verður að sannfæra til að meðtaka breytingar eða nýja stefnu, fjárfesta verður að sannfæra til að kaupa hlut í fyrirtækinu o.s.frv. Að hvetja fólk er vandasamt verk og ef vel á að takast virðist þurfa að höfða til þess á fleiri sviðum en vitsmunalegum. Þekktur kvikmyndahandsritshöfundur og leiðbeinandi, Robin Mckee, telur að fólk geti aukið sannfæringarkraft sinn með því að notast við einfaldar frásagnir eða sögur í stað hefðbundinna kynninga. Hann segir að „sögur uppfylli djúpstæðar þarfir mannsins við að átta sig á hegðunarmynstri fólks, ekki aðeins á vitsmunalegu sviði heldur einnig á mjög persónulegu og tilfinningalegu sviði.” í viðtali sem birtist í Har vard Business Review fy rir nokkru þá fullyrðir Mckee að söguaðferðin eigi brýnt erindi til stjórnenda fyrirtækja. Hann telur að þeir geti fengið fólk til að taka mark á sér og hlusta betur ef þeir sleppi power point glærum og læri að segja sögur í staðinn. SAGAN STYRKIR MINNIÐ „Það eru tvær leiðir til að sannfæra fólk. Ein er að nota hefðbundið orðagjálfur sem flestir stjórnendur eru þjálfaðir í að gera. Það er vitsmunaleg aðferð og í heimi viðskiptanna samanstendur það yfirleitt af power point fyrirlestrum þar sem sagt er: „Hér er mesta áskorun fyrirtækisins og þetta er það sem við þurfum til að vegna vel.” Fyrirlesturinn er síðan byggður á tölfræðilegum upplýsingum, staðreyndum og tilvitnunum.” Mckee nefnir aðra og mun áhrifaríkari leið til þess að sannfæra fólk en það er að höfða til tilfinninga þegar koma á hugmynd á framfæri. Hann segir að besta leiðin til þess sé að segja sannfærandi sögu. Með söguaðferðinni gefist tækifæri til að koma miklum upplýsingum til skila og vekja upp tilfinningar sem verða minnisstæðar . Fólk virðist muna hluti betur þegar þeim er miðlað í formi sögu. Með góðri sögu er einnig auðvelt að virkja ímyndunarafl hlustenda og þeir klappa ræðumanni lof í lófa í stað þess að geispa og hundsa hann. EN í HVERJU FELST SAGAN? „í meginatriðum er saga frásögn af því hvernig og hvers vegna lífið breytist. Hún byrjar með aðstæðum þar sem lífið er í jafnvægi. Maður sækir sína vinnu og býst við að allt haldi áfram að vera eins og venjulega. En síðan gerist eitthvað sem snýr öllu á hvolf. Hann fær nýja vinnu, yfirmaðurinn deyr úr hjartaáfalli eða stór viðskiptavinur hótar að hætta. Góður sögumaður lýsir því hvernig það er að kljást við mótbárur, taka erfiðar ákvarðanir, láta til skarar skríða þrátt fyrir áhættu og að lokum uppskera árangur erfiðisins. Alveg frá tímum Grikkja til Shakespeare og fram á okkar daga hafa góðir sögumenn þurft að kljást við átök á milli huglægra væntinga og hins grimma veruleika.” og farið í leikhús. Mckee segir að stjórnendur þurfi ekki einungis að skilja forsögu fyrirtækis síns, heldur þurfi þeir einnig að áætla framtíðina, en hana sé mjög gott að ímynda sér í formi sögu. Stjórnendur búi til atburðarás í huga sér og reyni að sjá fyrir sér hvernig hlutirnir gangi fyrir sér í náinni framtíð. En til að sagan verði góð sé mikilvægt að lýsa því hvernig væntingar stangast á við raunveruleikann. SÓPA SKÍTNUM UNDIRTEPPIÐ Mckee neitar því að með söguaðferðinni sé verið að notast við ýkjur eða falsanir. Hann segir flesta stjórnendurdragaupprósrauðamyndaffyrirtækisínu. „Þeir sópa skítnum undir teppið og segja sjaldnast frá því sem gekk á í raun og veru eða sleppa því að minnast á það sem gæti verið túlkað á neikvæðan hátt. Það vill verða mjög leiðingjörn og ótrúverðug frásögn.” Hann segir að með söguaðferðinni leggi ræðumaður aftur á móti áherslu á öll vandamál og hindrandir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. Þess konar sögur, sem segja frá raunverulegum vandamálum og fjandmönnum, nái eyrum áheyrenda og það sem meira er - þeir trúi því sem sagt er. Fólk sjái í gegnum rósrauðu söguna og túlki hana á þveröfugan hátt en ætlast var til. Það viti að hún segir aðeins hálfa söguna. Ofur jákvæða sagan geri ekkert nema draga úr trúverðugleika fyrirtækisins. Hann segir jafnframt að fólk sé almennt tortryggið gagnvart stjórnendum. Það lesi á milli línanna og leiti að því sem raunverulega liggi að baki. Þess vegna sé best að koma hreint til dyranna og draga ekkert undan. Þrátt fyrir að neikvæðar hliðar á fyrirtækinu birtist í frásögn leiðtogans þá er tekið mark á honum. Leiðtoginn lýsir því t.d. hversu ólíklegt sé að fyrirtækið skili hagnaði en ef allir leggist á eitt til að ná markmiðunum þá muni allt fara vel. „Ef maður horfir í augu áheyrenda sinna, útskýrir fyrir þeim ógnvekjandi áætlanir sínar og segir: „Við verðum ljónheppin ef okkur tekst þetta, en þetta er það sem við þurfum að gera,” - þá munu þeir hlusta.” Aðspurður hvort góður sögumaður sé einnig góður leiðtogi segir Mckee að svo þurfi ekki endilega að vera. En ef maður skilji grundvallarreglur frásagnar þá fylgi yfirleitt góður skilningur á manni sjálfum og mannlegu eðli. Það geri gæfumuninn að hafa öðlast ákveðna lífsreynslu og upplifað átök. „Sjálfsvitund er grunnurinn að því að verða góður sögumaður. Sögumaðurinn skapar allar sínar sögupersónur út frá sjálfinu með þvi að spyrja sig stöðugt að því hvað hann myndi sjálfur gera ef hann væri í sporum sögupersónunnar. Sjálfsvitund og sjálfsvirðing ásamt heilbrigðri tortryggni eru dyggðir sem leiðtogar jafnt sem sögumenn þurfa að búa yfir. Ef þeir skilja varnarhætti sína og annarra þá verða þeir auðmjúkir og koma fram við aðra af raunsærri samúð.” Heimildir: Mckee.R. (1997) Story: Substance, Structure, Style and The Principles of Screenwriting. Harper-Collins. Raman, A.P. (júní 2003) „Storytelling That Moves People: A Conversation with Screenwriting Coach Robert Mckee.” Harvard Business Review. Sögur hafa verið innrættar í okkur frá blautu barnsbeini. Maður hefur lesið bækur, séð kvikmyndir

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.