Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 38

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 38
BLOGGAÐ FRA LANDI HINNA FRTÁLSU II Áhugi íslendinga á bandarískum stjórnmálum hefur verið mikill síðustu ár og spennan fyrir forsetakosningarnar í haust er sist minni, m.a. vegna þess að prófkjör demókrata hefur ekki enn verið leitt til lykta. Kosningarnar verða sögulegar, því aldrei fyrr hefur kona eða blökkumaður átt raunhæfan möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Þeir sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum ættu flestir að kannast við bloggsíðuna Freedom Fries á Eyjunni. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli enda er hún líklega besta bloggsíða um bandarísk stjórnmál sem haldið er úti á íslensku. Eitt af því sem eykur á sérstöðu síðunnar er að höfundur hennar bloggar frá Bandaríkjunum. Höfundurinn heitir Magnús Sveinn Helgason en hann hefur búið í Bandaríkjunum með eiginkonu sinni og börnum síðan hann fékk Fulbrightstyrk til doktorsnáms í sagnfræði við Minnesotaháskóla haustið 2000. Magnús er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína jafnhliða því sem hann hefur starfað við stundakennslu í evrópskri samtímasögu. Ég setti mig í samband við Magnús til þess að spyrja hann út í kosningarnar í nóvember, forkosningar demókrata og frambjóðendurna þrjá; Barack Obama, Hillary Clinton og John McCain. STURLUN í ÚTVARPINU Af hverju byrjaðir þú að blogga um bandarísk stjórnmál og hvenœr? „Ég byrjaði að blogga vorið 2006, en þá var ég búinn að vera að hugsa um það lengi. Aðallega vegna þess að mig vantaði að fá útrás fyrir það sem var orðin hálfgerð þráhyggja! Ég byrjaði að fylgjast með bandarískri stjórnmálaumræðu af meiri athygli eftir árásirnar 2001, og þó sérstaklega í aðdraganda þingkosninganna 2002. Þá uppgötvaði ég „AM-talk radio," stjórnmálaumræðuþætti á langbylgjuútvarpsstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þessara útvarpsstöðva eru mjög hægrisinnaðar, flestar langt til hægri á bandarískum stjórnmálaskala, en eins og allir vita er miðjan lengra til hægri í Bandaríkjunum en á íslandi. Orðbragðið og hugmyndirnar sem sumir þessara þáttastjórnenda voru að viðra voru svo ótrúlegar að ég átti eiginlega ekki til orð.“ Endurspegluðu þessir þcettir andrúmsloftið á þesum tíma í Bandaríkjunum? „Andrúmsloftið var auðvitað svolítið sérkennilegt - hryðjuverkaárásirnar 2001 voru nýafstaðnar, stríðið í Afganistan í fullum gangi og innrásin í frak í undirbúningi. Þjóðernisofstækið var slíkt að ég hélt stundum að ég væri að hlusta á Julius Streicher upprisinn að lesa upp úr Der Sturmer. Nema það var búið að skipta „marxistum" út fyrir demókrata og Gyðingum út fyrir múslima. Á sama tíma reis stjarna fasistanornarinnar Ann Coulter hvað hæst, en hún varð meðal annars fræg fyrir að leggja til að rétt viðbrögð við 9/11 væru að gera innrás í Mið-Austurlönd, drepa þjóðarleiðtogana og snúa íbúunum til kristni. Og þau ummæli voru engan veginn óvenjuleg eða öfgakennd í samanburði við þá sturlun sem viðgekkst á útvarpsstöðvum eins og AM 1280 The Patriot sem ég var að hlusta á. Þá voru kristnir bókstafstrúarmenn í sókn, með móðursýkislegan æsing yfir ógninni sem þjóðfélaginu stafaði af samkynhneigð og fóstureyðingum, og kröfur um að þróunarkenningunni skyldi úthýst og sköpunarsaga Biblíunnar kennd í grunnskólum. Ríkisstjórnin og þingmeirihluti Repúblíkana tók undir þennan forneskjulega og mannfjandsamlega málflutning og lagði sitt af mörkum til að kynda undir þjóðernisofstækinu. Æsingurinn breyttist oft í hreinan farsa, eins og þegar Bob Ney, þingmaður Repúblíkanaflokksins fyrir Ohio, sem situr nú í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, lét mötuneyti þingsins endurskíra franskar kartöflur „freedom fries.““ Hvaða hlutverkigegndi ríkisstjórn Bush í þessu sjónarspiJi? „Maður horfði upp á ríkisstjórn Bush hegða sér með stöðugt ósvífnari hætti. Hugmyndir forsetans og ráðgjafa hans um „the unitary executive," útþensla framkvæmdavaldsins á kostnað löggjafar- og dómsvaldsins og kerfisbundnar árásir á grundvallarákvæði stjórnarskránnar um persónufrelsi og boragaleg réttindi sannfærðu mig um að það var meira í húfi í bandarískum stjórnmálum en ég hafði gert mér grein fyrir. Vitleysan var slík að mér fannst ég verða að fá einhverskonar útrás og deila vitleysislegustu og ótrúlegustu fréttunum með einhverjum! Auðvitaðhafðiþaðlíkaáhrif aðmérvirtist af lestri íslenskra fjölmiðla og bloggi sumra ráðherra að á íslandi væri fólk sem vildi bera í bætifláka fyrir þessa ríkisstjórn, pólítíska bandamenn hennar og hugmyndir." ÓMERKILEGAR ÁRÁSIR CLINTON Þessi tvö kjörtímabil ríkisstjórnar George W. Bush hafa verið vœgast sagt skrautleg. Hvað þarf nœsti forseti að gera til að bceta það ástand sem skapast hefur i Bandaríkjunum? „Fyrsta verkefni næsta forseta þarf auðvitað að vera að söðla um í utanríkismálum og binda endi á þá einhliða og ábyrgðarlausu utanríkisstefnu sem ný-íhaldsmenn hafa talað fyrir. Sérstaklega er mikilvægt að Bandaríkin sýni að þau virði alþjóðlegar skuldbindingar sínar og taki hlutverk sitt á alþjóðavettvangi alvarlega. Næsti forseti þarf líka að hefja brottkall hersins frá frak. Bæði vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti bandarísku þjóðarinnar er á móti stríðinu, og vegna þess að herinn má ekki við því að stríðið dragist á langinn. Svo standa Bandaríkin frammi fyrir alvarlegri efnahagskreppu og það er hægt að verja þeim þúsundum milljörðum dollurum sem stríðið kostar í eitthvað uppbyggilegra. Til dæmis viðhaldi á ýmsum innviðum, flóðgörðum og umferðarmannvirkjum, eins og t.d. hraðbrautabrúm sem eru í hættulegri niðurniðslu, samanber hrun 1-35 vegarins hér í Minneapolis. Fjárfestingar í uppbyggingu innviða skapa ekki bara störf, þær eru mjög arðvænlegar." Hvaða hlutverk á striðið eftir að spila í kosningunum í haust? „Það á vitaskuld eftir að spila mikilvægt hlutverk, en efnahagsmálin, hrun húsnæðismarkaðarins og nauðsyn þess að stokka upp almannatryggingakerfið eiga eftir að skipta meira máli. Bæði Clinton og Obama hafa undanfarið lagt áherslu á efnahagsmál og félagslegt réttlæti. í könnunum kemur líka fram að kjósendur telja efnahagsmálin mikilvægasta kosningamálið í haust.“ Hvern frambjóðendanna þriggja líst þér best á? „Satt best að segja var ég hrifnastur af Clinton, meðal annars vegna þess að ég taldi hana líklegasta til að að gera þann rótttæka uppskurð sem er nauðsynlegur á bandarískum almannatryggingum og heilbrigðiskerfi. En ómerkilegar árásir hennar á Obama undanfarnar vikur hafa gjörsamlega gengið fram af mér. Framganga hennar hefur á köflum verið slík að maður spyr sig hvort hún hafi ráðið Karl Rove sem ráðgjafa! Demókratar eiga ekki að sökkva á sama plan og Repúblíkanaflokkurinn, blása upp moldviðri vegna skorts á fánanælum og saka hvorn annan um skort á þjóðernisást." Myndirðu segja að hún hafi ráðist á Obama i örvœntingu? „Auðvitað! Það er nokkurnveginn útilokað að Clinton geti unnið tilnefningu flokksins úr þessu. Eina von hennar er að sá efasemdum meðal „ofurfulltrúanna" (e. super delegates) og sannfæra þá um að fjölmiðlar og Repúblíkanar eigi eftir að mála Obama sem elítista og hættulegan ofstækismann sem sé ekki treystandi 001. Bandaríski fáninn, íslenski bjáninn

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.