Stúdentablaðið - 01.05.2008, Page 39
til að verja Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum."
Heldurðu að þessi ummœli eigi eftir að skaða framboð
Obama mikið?
„Nei, og það er mjög merkilegt. Þrátt fyrir nokkuð
linnulausan fréttaflutning af þessum ekki-fréttum
um fánanæluleysi Obama, Jeremiah Wright, prest
Obama, og ýkt og ímynduð tengsl hans við William
Ayers sem var meðlimur The Weather Underground
[róttæk vinstrihreyfing] á sjöunda áratugnum, hefur
stuðningur Obama lítið hreyfst. Ef eitthvað er hafa
þessar neikvæðu árásir skaðað Clinton.”
Er einhver munurástefnu Obama og Clinton?
„Já. í utanríkismálum er hún hægra megin við
Obama, en í innanríkismálum hefur hún yfirleitt
verið lengra til vinstri. Engu að síður virðast margir,
bæði hér í Bandaríkjunum, en þó sérstaklega
í Evrópu, hafa þá ranghugmynd að Obama sé
vinstrisinnaðari. Repúblíkanar hafa verið duglegir
að koma þeirri hugmynd að hjá fólki. National
Journal, sem er hægrisinnað vikurit, birti meðal
annars „rannsókn" sem átti að sýna að Obama væri
vinstrisinnaðasti meðlimur öldungadeildarinnar.
Sem er auðvitað fáránlegt, þó ekki væri nema vegna
þess að Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður
frá Vermont sem starfar með þingflokki demókrata
er yfirlýstur sósíalisti! Sama tímarit lýsti því reyndar
yfir fyrir kosningarnar 2004 að John Kerry væri
vinstrisinnaðasti meðlimur öldungadeildarinnar.
Repúblíkanar virðast leika þennan leik fyrir hverjar
kosningar.Allarhugmyndirumumbætureðafélagslegt
réttlæti eru úthrópaðar sem hættulegar öfgar og
demókratar málaðir sem varasamir vinstrimenn sem
vilja grafa undan „sönnum" bandarískum gildum."
Eru einhverjar líkur á að þínu mati að Obama og Clinton
fari fram saman?
„Það er ákveðin lógík ábak við þáhugmynd. Þauhöfða
til ólíkra kjósendahópa. Clinton nýtur meiri stuðnings
meðal eldri kvenna, verkamanna og fólks með litla
menntun - hópa sem Obama hefur gengið ílla að
vinna á sitt band. Nýleg könnun Gallup sýnir líka að
nærri þriðjungur kjósenda Clinton myndi frekar kjósa
McCain en Obama. Til samanburðar segist innan við
fimmtungur kjósenda Obama frekar vilja McCain
sem forseta en Clinton. Ég á mjög erfitt með að skilja
þessar tölur, en þær liljóta að vera áhyggjuefni fyrir
demókrataflokkinn.
Undanfarið hefur reyndar verið rætt um að Clinton
bjóði sig fram sem ríkisstjóra New York, sem
gæti verið áhugavert, því Rudy Giuliani, sem dró
framboð sitt til baka eftir niðurlægjandi ósigur í
prófkjöri Repúblíkana, hefur líka verið orðaður við
ríkisstjórastólinn."
ÓFLOKSSBUNDNIR HLIÐHOLLARI
DEMÓKRÖTUM
Margir hafa gagnrýnt hvernig forvalið fer fram á
frambjóðendum flokkana og segja það sérstaklega
gallað hjá demókrötum, hvert er þitt álit á því?
„Auðvitað mætti kerfið vera einfaldara og gegnsærra.
Sumstaðar, eins og í Texas, er kjörfundakerfið
fullkomlega út í hött. Það virðist þó ekki hafa komið
niður á þátttöku - sem hefur allstaðar verið meiri í ár
en nokkru sinni fyrr. Nærri 30 milljón manns hafa
þegar tekið þátt í prófkjörum demókrata. Það sem
meira er, kjósendur virðast ekki vera komnir með leiða
á þessum langa prófkjörsslag.
Það verður líka að hafa eitt í huga: Þetta er í fyrsta
skipti á síðari tímum sem prófkjörsslagurinn dregst
þetta lengi, og atkvæði kjósenda í flestum ríkjum
Bandaríkjanna hafa nokkuð vægi í prófkjöri vegna
forsetakosninga. Hingað til hafa flokkarnir yfirleitt
verið búnir að velja frambjóðanda eftir fáein prófkjör.
Kjósendur í Iowa, New Hampshire og Suður-Karólínu
hafa fengið að velja forsetaframbjóðendur meðan allir
aðrir íbúar Bandaríkjanna hafa þurft að láta sér nægja
að fylgjast með úr fjarlægð."
Heldurðu að þessi langi tími sem tekið hefur demókrata að
velja sér frambjóðanda eigi eftir að draga dilk á eftir sér?
„Ég er ekki viss. Annars vegar hefur þetta orðið til
þess að demókrötum hefur tekist að virkja fleira fólk
en nokkru sinni fyrr, skrá fjölda nýrra kjósenda, sem
hefur aftur leitt til þess að skráðum flokksmönnum
hefur fjölgað og grasrótin hefur eflst. Þetta
endurspeglast í könnun sem Pew birti í mars, sem
sýndi að 36% kjósenda eru skráðir sem demókratar,
meðan einungis 27% eru skráðir repúblíkanar.
Óflokksbundnir kjósendur eru líka hliðhollari
demókrötum en undanfarin ár. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að keppni Obama og Clinton hefur mikið að
segja um þetta.
Hitt er svo annað mál að það er alltaf ákveðin hætta
á að langdregin kosningabarátta verði til þess að
kjósendur annars frambjóðandans verði afhuga
hinum - að þeir geti ekki sætt sig við að „þeirra"
frambjóðandi bíði lægri hlut og kjósi að sitja heima á
kjördag. Ef nógu margir sitja heima gæti það tryggt
John McCain sigurinn í haust"
MCCAIN ER SENÍLT GAMALMENNI
Hvernig kemur John McCain þér fyrir sjónir?
„Sem tækifærissinnað og senílt gamalmenni! Mér
líkaði mjög vel við John McCain fyrir átta árum
þegar hann bauð sig fram gegn Bush. Þá kom hann
fram sem skynsamur umbótamaður. Fyrstu ár
Bush stjórnarinnar var hann líka oft talsmaður
skynseminnar í Repúblíkanaflokknum. Hann barðist
gegn skattalækkunum Bush, bæði vegna þess að
þær gögnuðust fyrst og fremst fólki í allra hæstu
tekjuþrepunum og líka vegna þess að þær myndu leiða
til svimandi tekjuhalla á ríkissjóði. Hann talaði líka
fyrir skynsamri innflytjendalöggjöf, og fordæmdi
áhrif trúarofstækismanna á borð við Jerry Falwell
innan Repúblíkanaflokksins.
En síðan þá hefur hann óumdeilanlega færst til hægri.
í efnahagsmálum virðist McCain meira að segja
kominn langt hægra megin við Bush. Hann styður
nú skattalækkanir og efnahagsstefnu Bush, og hefur
lofað skattalækkunum sem munu kosta ríkissjóð nærri
300 milljarða dollara árlega - nærri allt yrði í formi
skattalækkana á hagnað stórfyrirtækja og auðmanna.
Þar af yrðu skattar á oliufyrirtæki lækkaðir um nærri
4 milljarða í viðbót."
EnnúeroftsagtaðMcCainséóhrceddurviðaðfaraeiginleiðir,
bandarískir fjölmiðlar tala um að hann sé „a maverick."
„Já, fjölmiðlar hafa ekki veitt þessum umsnúningi
nægilega athygli, og honum hefur tekist að halda í þessa
„maverick" ímynd og hugmyndina að hann sé gerólíkur
sitjandi forseta. Og það þó McCain hafi nýverið lýst því
yfir í viðtali við útvarpsmanninn Mike Gallagher að
hann væri dyggasti stuðningsmaður Bush!
En það eru þó sérstaklega hugmyndir McCain um
utanríkis- og varnarmál sem gera að verkum að ég
hef áhyggjur. Pat Buchanan, sem verður varla sakaður
um að vera vinstrimaður, hefur lýst utanríkisstefnu
McCain sem „Bush á sterum." Það er ekki heldur
traustvekjandi þegar hann talar um að Bandaríkjaher
eigi að vera í írak í hundrað ár, eða gantast með að gera
loftárásir á íran, syngjandi „bomb bomb bomb, bomb
bomb Iran" við laglínu Beach Boys „Barbara Ann.“
Það sérkennilegasta er þó að McCain virðist skorta
grundvallarskilning á stjórnmálaástandinu í írak og
Mið-Austurlöndum. Hann hefur margsinnis verið
staðinn aðþvi að rugla saman Súnni og Shíamúslimum,
og sömu leiðis hefur hann ítrekað haldið því fram að
Al-Qaeda fái stuðning og þjálfun í íran. Joe Lieberman
hefur þurft að hnippa í hann á blaðamannafundi til að
leiðrétta stórfurðulegar yfirlýsingar af þessu tagi.“