Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 19

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 19
Hugvekja 17 un íslenzku hljómplatnanna. Þær eiga auðvitað að spil- ast sem allra oftast, einkum þær al-íslenzku, og væri bezt að þær kæmu livenær sem vera skal, lílca í hádeg- isútvarpi. I þessu sambandi skal það þó tekið fram, sem eg liefi fyrir satt: að samningar liafi átt sér stað milli útvarpsins og h.f. Fálkinn, og e. t. v. lilta umboðs- manna Polyphon, er takmarki notkun þeirra niður í fjórum sinnum á ári. En bæði er það nú, að óhætt mun að fullyrða, að sumar plötur eru spilaðar miklu oftar, og aðrar aldrei. Má af því ráða, að samningar þessir séu ekki mjög bindandi, enda væri það hinn mesti mis- skilningur frá umboðsmannanna hálfu, ef svo væri, og vil eg i þvi sambandi vekja athygli á þeim forsendum, sem eg hóf mál mitt með. Þjóðin ltaupir ekki islenzka músik, hvorki liljómplötur né bækur. Hún er orðin al- gerlega ringluð og áhugalaus í þessum efnum. Þar af leiðir, að hún kaupir ekki neitt af forvitni til þessara hluta, eins og i fyrri daga. En þó að fólk bafi glatað áhuga sínum á þessum sviðum, heldur það eðli sínu óskerlu fyrir því, og eitt af eðliseinkennum manna er að vilja eiga það, sem þeim þykir vænt um. Þess vegna er það eina leiðin, þjóðinni til endurvakningar, sem eg befi bent á hér að framan: Að sijngja og spila inn í lmna hennar eigin músik, þar til hún fer að tileinka sér hana og láta sér þykja vænt um liana. Þá lifnar áhuginn aftur af sjálfu sér, og þjóðin vaknar af þeirri liálfmenningar-vímu, sem hún er að miklu leyti fallin í. Og þá mun hún skilja, að hún getur ekki þroslcazt í þessum efnum fremur en öðrum, af neinu öðru en sín- um eigin ágætum, og liún lærir að hagnýta þau. Að endingu verður ekki lijá því komizt, að beina vin- samlegast þeirri ásknorun til útvarpsstjóra og útvarps- ráðs, að taka þetta mál, ekki einungis til alvarlegrar íhugunar, heldur til alvarlegra framkvæmda svo skjótt sem framast má verða. Eg er þess fullviss, að fjöldi list- unnandi fólks er mér sammála í meginalriðum þessa

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.