Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 25

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 25
Karlakór Reykjavíkur 23 KARLAKÓR REYKJAVÍKUR 10 ÁRA. EFTIR SVEIN G. BJÖRNSSON. „Heimir“ liefir óskað eftir því, að eg ritaði um tiu ára starf Karlakórs Reykjavíkur í blaðið. Mér er ljúft að verða við þessum tilmælum, en þvi miður verð eg vegna rúmleysis að drepa á fátt eitt af því, sem gerst hefir í sögu félagsins á liðnum áratug. Við stofnun Karlalcórs Reykjavikur virtist mörgum sem nýtt líf færast í söngmál höfuðstaðarins. Sumir töldu sig þó þurfa að drekka „glas af vatni“ til þess að lcyngja þeirri hugsun einstakra manna, að söngsveit þessi myndi að líkindum eiga framtíð fyrir sér og það ekki óglæsilegri en ýmsar aðrar i landi hér. Við, sem hófum starfið, gengum þess eigi duldir þegar á fyrsta ári, að mikið verlc varð að vinna, uns sá timi kæmi, að litið yrði með samhug og góðvilja lil þessa frum- gróðurs, er hér var stofnað til með óreyndu og sundur- lausu liði. Milli söngstjóra og söngsveitar hefir frá öndverðu verið svo gott samstarf, að eg tel engar líkur til þess, að lcórinn myndi eiga langa framtíð fyrir sér, ef lians nyti ekki við. Ákvarðanir söngstjóra og óskir liafa ver- ið söngmönnum kórsins sem óskráð lög, og hver og einn starfsmaður hefir talið sér skylt að leggja það á sig fyrir félagið, sem hann hefir krafizt. Hann liefir því áunnið sér óskorað traust og ástsæld allra félagsmanna vegna prúðmannlegrar framkomu og starfshæfileilca. En að söngstjóri sé fyrirmynd i hvívetna, bæði sem listamaður og maður, er fyrsta skilyrðið fyrir góðum og varanlegum árangri. Að eg hefi vikið hér að söng- stjóranum i upphafi þessarar greinar, kemur m. a. til af því, að hann átti frumkvæðið að stofnun félagsskap- arins og lagði þar með hornsteininn að því starfi, sem unnið er og mun verða unnið í framtíðinni af Karla- kór Reykjavíkur.

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.