Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 6
82 IIEIM IR
Árni Thorsteinson.
eftirtektarvert, að ljóðgáfan hjá þeim fræiulum, skáld-
inu og tónskáldinu, er með svipuðum l)læ, eins og hún
birtist í kvæðum Steingríms og sönglögum Árna. Það
er og rétt að geta þess, að Árni landfógeti var og fagur-
fræðingur upp á sína visu, þótt livorki liggi eftir hann
ljóð eða lag, því hann prýddi garðinn sinn trjám og
blómum, eins og frægt er orðið um allt land, því að
allir kannast við „landfógetagarðinn“ eða trjágarð
Hressingarskálans í Reykjavík.
Meðfæddar tónlistargáfur segja venjulega fljótt til
sin. Ekki var Árni nema 5—6 ára gamall, þegar bann
gerði alla á heimilinu forviða með því að spila á hljóð-
færið eftir eyranu sálmalögin, sem hann liafði heyrt
um daginn við guðsþjónustu i dómkirkjunni, með öll-
um röddum (þ. e. a. s. eins og bann raddsetti þau sjálf-