Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Qupperneq 8

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Qupperneq 8
84 HEIMIR rann á hljóðið. Ég var dauðhræddur um, að þessum söng væri lokið, áður en ég kæmi á vettvang. Svona söng hafði ég ekki lieyrt fyr. Stökk ég niður á Lækjar- götu, þaðan barst ómurinn, sem seiddi xnig og að minnsta kosti helming bæjarhúa til sin. Þarna voru þeir þá, söngmennirnir, skólapiltar í þéttum lióp, á steintröppum latínuskólans, eins og skólinn þá var nefndur, og sungu þeir nú livert lagið eftir annað fyrir fólkið, sem stóð í þéttum hópum á götunni fyrir neð- an skólann. Söngurinn var undir stjórn Ólafs Hilm- arssonar Finsen. Hafði Ólafur stofnað flokk þenna og æft raddirnar vel og vandlega. Söngur þessi þótti af- bragðsgóður, og skiptust á ættjarðarsöngvar, smellin Bellmannslög og aðrir útlendir söngvar, sem náð hafði verið í með mikilli fyrirhöfn.....Það var ekki laust við að mig — og sjálfsagt marga aðra — langaði til að vera kominn með i hópinn. Þegar söngflokkurinn hafði lokið söng sínum, var glápt á eftir hverjum ein- um af söngmönnunum og hann álitinn meiri maður af, að vera með í þessari nýju „kúnst“. Það leið eklci á löngu, áður en Árni fengið svalað löngun sinni. Hauslið 1884 fór liann í latínuskólann og var strax tekinn í söngfélag skólapilta og stúdenta og látinn syngja fyrsta bassa, enda þótt liann liefði enn barnshljóðin. Voru nokkrir fleiri drengir með barnsliljóðin í fyrsta hassa, og sungu þeir röddina átt- und ofar en hinir. Söngfélag þetta var þá í miklum blóma, undir sljórn Árna Beinteins Gíslasonar......... Árni Beinteinn var fríður maður sýnum, hárið kol- svart og augun snör og dökk. Hann var fluggáfaður og afbragðsgóður söngstjóri. Hann var strangur við söngæfingarnar. Það var ekki til neins að reyna að skrópa af æfingum, því liann sendi þá óðara eftir söku- dólgnum, og í þá daga var engin liætta á að ekki tæk- ist fljótt að liafa upp á honum, því Reykjavík var þá ekki svo fjölmenn, að neinn væri þar ófinnanlegur.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.