Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 11

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 11
H E I M I R 87 Músikdómari var Árni við Morgunblaðið árum sam- an, en áður liaí'ði liann ritað músikdóma i blaðið „ís- land“, sem Þorsteinn Gíslason stýrði. Árni kvæntist árið 1900 Helgu Einarsdóttur, Guð- mundssonar dannebrogsmanns, frá Hraunum i Fljót- um. Hún er systir Páls Einarssonar fyrv. liæslaréttar- dómara. Hjónaband þeirra hefir verið mjög farsælt. Börn þeirra eru: Soffía, Jóhanna, Sigríður, gift Jó- lianni Sæmundssyni lækni, og Árni, sem er lögfræði- nemi. Árni er fæddur söngskáld. Hann liefir eingöngu sam- ið sönglög, fyrir eina rödd eða fvrir fjórar karlmanna- raddir. Náttúran hefir gel'ið lionum í vöggugjöf næma ljóðkennd og liæfileikann til að skynja skáidsins sýnir. Hann lieyrir grunntóninn i kvæði skáldsins óma í sálu sinni og þá fæðist lagið. Hann gerir lítið að því, að undirstrika einstök orð í kvæðunum með músikinni, þvi það mvndi trufla tónastrauminn; til þess eru lögin hans of hlátt áfram og eðlileg. Hann sér kvæðið sem lieild og finnur ilminn af skáldskapnum. Ilann gefur því ekki annað en það, sein skáldið gaf, en oft gefur hann þó meira. Árni er sjálfmenntað tónskáld, „nátt- úrunnar harn“, og syngur með þeirri rödd, sem guð liefir gefið lionum, — á köflum svo hlýtt og innilega, að minnir á Halfdan Kjerulf, og á köflum svo stolt og tiginmannlega, að minnir á Lange-Miillcr. Árni er fædd- ur tónskáld. Hann er frumlegur og stendur á sínum eigin fótum. Grunntónninn i lögum hans er dimmur og þungur, en þó mjúkur og angurhliður, og sami per- sónuleikinn birtist í öllum lögunum hans. Það má glöggt grcina, að þau eru sömu ættar. Árið 1907 komu út eftir hann Í2 einsöngslög með undirspili. Þessi sönglög lögðu grundvöllinn að frægð lians og erum við Islendingar fvrir löngu farnir að lita á þau sem klassisk sönglög. í þessu hefli eru t. d. „Fífilhrekka gróin grund“, sem höf. hefir mestar mæt-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.