Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 17
H EIM IR 93
spilar undursamlega vel; þá getur hann hlegiö eins og
unglingur og roðnað aí' ánægju og hrifningu. En aftur
á móti þegar illa tekst, er hann mjög sorgmæddur. Illa
leikin tónlist verkar á liann eins og svipuhögg.
Það er mikið erfiðið fyrir tónlistarmenn að spila
undir stjórn Toscaninis; en þeir þekkja hans miklu
hreinskilni, hans miklu hógværð og lians logandi, sanna
áhuga fyrir góðri tónlist og miklum tónsnillingum, og
þeir heiðra hann. En það, sem þeim finnst þó mest til
um, er hin ósegjanlega mikla auðmýkt þessa smá-
vaxna manns. Menn minnast þess eitt sinn, er verið
var að æfa níundu symfóníu Beelhovens, og Toscanini
útskýrði með óþreytandi samvikusemi sál verksins.
Listamennirnir, sigraðir af þessari þekkingu, þessum
óskiljanlega töfrakrafti, sem hafði veitt þeim nýja inn-
sýn i þetta meistaraverk, stóðu upp þegar æfingin var
húin, allir sem einn maður, og hylltu Toscanini. Þessi
litli maður handaði frá sér og reyndi að þagga nið-
ur í þeim fagnaðarlætin. Loksins, þegar hin óstjórn-
legu fagnaðarhróp þeirra liættu, leit hann á þá með
tárin í augunum. „í guðanna hænum“, sagði hann með
bænarrómi, „gerið þið það fyrir mig, að hætta þessu.
Sjáið þið til, herrar mínii’, það er ekki ég, það er Beet-
hoven!“ P. H. þýddi.
K A R L A K Ó R S Ö N G U R I N N
0 G HUGSJÓNIR IIANS.
EFTIR PRÓF. ERIK ABRAHAMSEN.
Kórsöngur liefir verið iðkaður frá elztu tímum. Á öll-
um öldum og eins langt aftur og söngsagan verður ralc-
in, liafa mennirnir fundið lijá sér þörf að safnast sam-
an til að tjá sameiginlega tilfinningar sínar, jafnt í
gleði sem í liarmi. Þannig var þetta hjá Grikkjum til
forna og eins var þelta á miðöldum. Kristin kirkja tók