Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Qupperneq 28
100
H E I M I R
öllum þeim fögnuði og listarunaði, er söngurinn veitti
honum. Maðurinn er orðinn nýr og betri maður.
Af þessu er ljóst, að söngurinn hefir menningargildi
— er mikilvægt og þroskandi afl fjrrir manngildið og
menningu þjóðanna.
Saga mannkynsins og þá fyrst og fremst menningar-
saga þess ber vitni um þessi göfgandi áhrif söngsins,
eins og dæmin sanna. Einhver fegursti vitnisburður um
sönglistina er kvæði Schuberts, „Til tónlistarinnar“ (An
die Musik), sem Scliubert samdi dásamlegt lag við. All-
ir þekkja kvæði Steingríms Thorsteinsson:
Svífðu nú sæta söngsins englamál;
angrið að bæta yfir mína sál.
Tónaregn þitt táramjúkt,
titri niður á hjartað sjúkt,
eins og dala daggir svala
þyrstri rós í þurlc.
Ennfremur hefir kórsöngurinn þann kost, að liann
safnar söngvinum saman lil að syngja, en þetla er ein-
mitt gott og gagnlegt, því þelta treystir vináttu- og
hræðrahöndin. Kórsöngurinn verður lil þess að kórinn
verður eins og nokkurs konar smækkuð mynd af full-
komnu samfélagslífi mannanna, með þeim skyldum
sem það leggur mönnum á licrðar, skorðum, sem það
setur þeim og frelsi, sem það gefur þeim. Ég ælla að
útskýra þessa líkingu nánar.
Margrödduð kórlög eru gerð af mörgum röddum eða
lögum, sem sungin eru saman, venjulega l)assa, tenór,
alt og sópran, eða þegar um karlakórslag er að ræða
af 1. og 2. hassa og 1. og 2. tenór. Allar þessar raddir
eða laglínur ættu lielzt að vera samin þannig, að hver
rödd eða laglína sé sjálfstætl lag. Raddirnar eiga ekki
að vera stælingar eða eftirhermur hver af annari. Þeg-
ar ein röddin hækkar, á hin helzt að lækka. Ef ein-
hver röddin hefir sérkennilegt hljóðfall, er æskilegt að