Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Síða 38
110
F R É T TI R.
H E I M I R
Tíu karlakórslög eftir Friðrik
Bjarnason organista í Hafnar-
firði komu út i haust. Lögin
eru traust, laus við prjál og ný-
tízkutildur, sum djúp og skáld-
leg, eins og „Við skulum ekki
hafa hátt“ við fagurt kvœði eft-
ir Sigurð Grímsson lögfræðing,
og „Huldur“ við kvœði eftir
Gríin Thomsen. Friðrik Bjarna-
son er fyrir löngu orðinn land-
frægur fyrir sönglög sin. „Hóla-
dans“ er orðinn fastur liður að
heita má á söngskrám karla-
kóranna okkar, enda er lagið
ramm-íslenzkt, og skólabörnin
kunna mörg falleg liig eftir
hann.
*
Karl Runólfsson hefir vakið
einna mesta eftirtekt á sér af
yngri tónskáldum okkar. „Föru-
mannaflokkar þeysa“ og „Nú
sigla svörtu skipin“, bæði sam-
in fyrir karlakór með pianó-
undirleik, komu út i haust.
Fyrra lagið er alþekkt og með
áhrifamestu kórlögum okkar.
Síðara lagið sver sig i sömu
ættina, en er þó öllu losara-
legra í böndunum.
*
Sigvaldi Kaldalóns er afkasta-
mikill á íslenzkan mælikvarða.
„Serenaði til Reykjavíkur“ heit-
ir nýtt lag eftir hann. Er það
næsta eðlilegt, að Kaldalóns
yrki óð til fæðingarborgar sinn-
ar, enda kennir hlýju og inni-
leika í laginu. En nafnið á
Jiessu sönglagi er ekki heppi-
legl, þvi „serenade“ er upphaf-
lega áslaróður, sem ungur
sveinn söng fyrir neðan glugg-
ann hjá fagurri mey. Kvöld-
lokka hefir Guðm. Finnbogason
nefnt slík liig.
*
Minningar. Sönglög eftir
Þorvald Blöndal. Höf. hafði
lokið læknisprófi skömmu áður
en hann dó. í bókinni eru 20
einsöngslög og 12 karlakórs-
lög. Höf. hefir brennt sig á Jiví,
að senija liig við kvæði, seni
ágæt liig eru til við, og hefir
Jietta hent fleiri. Ég nefni hér
sem dæmi upp á Jietta: „Sofðu
unga ástin mín“, „Ég minnist
þín, er sé ég sjóinn glitra“, „Á
Sprengisandi“. Lögin bera vitni
um gáfað skólaskáld.
*
Einar Markan söngvari fæst
allmikið við sönglagasmíð. í
sumar kom út cftir hann söng-
lagið „Reykjavík“; kvæðið er
eftir Einar Benediktsson. Lag-
ið er vel fallið til söngs, eins
og vænta mátti af hendi höf-
undarins, og er liað allsnoturt.
*
Hljómboðar II eftir Þórarin
JónsKon frá Háreksstöðum. Eru
þetta 2G lög við ísl. texta, radd-
sett fyrir liarmoníum. í Jiess-
um lögum gætir ekki sterks
persónuleika, en mörg eru þó
lögin snotur.