Hugur - 01.01.2000, Page 10

Hugur - 01.01.2000, Page 10
8 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR virðist raunverulega hafa séð á hvaða buxum Gunnar Dal er með þess- ari bók. Það virðist sem enginn - nema kaupendur - hafi raunverulega tekið karlinn alvarlega. Kannski er fólk orðið svo vant því að karlar segi konum hvers eðlis þær eru, að enginn hefur neitt við það að at- huga. Að minnsta kosti er ég viss um að viðbrögðin hefðu verið önn- ur og heiftarlegri, ef einhver kvensnift hefði skrifað sambærilegt upp- eldisrit fyrir pilta „í dag varð ég karf' og síðan hefði hún pípt í útvarp- inu „Guðmundur er hinn nýi karl!“ Gunnar Dal lýsir í bók sinni eðli kvenna og er þar með bundinn langri hefð heimspekinga sem hafa fjallað um sama efni. Eins og áður sagði var það einkum hinn forngríski heimspekingur Aristóteles sem lagði grunninn að vísindalegum og fræðilegum skilningi okkar á kon- um og kynjum.2 Hugmyndir um konur og hlutverk þeirra sem hafa verið ráðandi í sögu kirkjunnar eiga rætur að rekja til kenninga hans, sem og allar þær hugmyndir um stöðu kvenna og kynbundna hlut- verkaskiptingu sem hafa mótað samfélagsgerðina, réttarfarið o.s.frv. Eðlishyggja/Tvíhyggja En áður en lengra er haldið er vert að geta þess að allar þær kenningar um konur, sem má rekja til Aristótelesar kallast „eðlishyggjukenning- ar.“ Aristóteles rekur karleðlið og kveneðlið til líffræðilegs mismunar kynjanna og því er kynjakenning hans líffræðileg eðlishyggja. Annað sem er mikilvægt í þessu samhengi er að eðlishyggjukenningar af þessum toga eru ævinlega tvíhyggjukenningar. Einatt er fjallað um eðli kvenna í samhengi við tvíhyggju kynjanna. Hvert kyn um sig er 2 Vissulega eiga kenningar Aristótelesar um kynjamismun ættir að rekja til hug- mynda Platons um hlutverk kvenna og karla. Ég kýs þó að beina sjónum mínum að kynjakenningu Aristótelesar af eftirfarandi ástæðum: I fyrsta lagi hefur hinn vísindalegi og fræðilegi grundvöllur kenningarinnar gert hana jafn áhrifamikla og afdrifaríka og raun ber vitni. I öðru lagi er kynjakenning Platons mótsagnakennd. Annars vegar aðhyllist hann hefðbundna hlutverkaskiptingu kynjanna á grund- velli líffræðilegs kynjamismunar, eins og sjá má í VI. og VII. bók Laganna. í hug- myndum sínunt um fyrirmyndarríkið telur hann hins vegar að jöfn staða kynjanna, hvað varðar uppeldi, menntun og störf, verði að ríkja í hinni ráðandi stétt vemd- aranna. Sjá Platon, Ríkið, V. bók, í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, Hið ísl- enska bókmenntafélag, 1991. Framúrstefnuhugmyndir af þessu tagi eiga ekki upp á pallborðið hjá Aristótelesi sem kaus að réttlæta ríkjandi stöðumun kynjanna. Sjá gagnrýni hans á hinar róttæku hugmyndir Platons t Ríkinu \ riti sínu Stjórnskipunin, II. bók (1261a-1264b).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.