Hugur - 01.01.2000, Síða 12

Hugur - 01.01.2000, Síða 12
10 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR inni.4 Þrátt fyrir að hann rannsakaði hin ýmsu svið lífsins og náttúr- unnar, leitaðist hann við að skilja heiminn sem heild, eins og var ein- kennandi fyrir forngríska heimspekinga. Aristóteles setti hið einstaka ævinlega í stærra samhengi þar sem ákveðin grundvallarlögmál ríkja. Hið einstaka er undirorpið hinu almenna. Hin forngríska heimspeki er tilraun til að skilja heiminn sem heildarsamhengi og grundvallarlög- mál lífsins og náttúrunnar. Heimspekingar fornaldar sjá að heimurinn er brigðull og að allt er breytingum undirorpið. Þeir vilja finna hið ó- breytanlega í hinu breytanlega, þeir vilja komast að eðli hlutanna. Heimspeki Aristótelesar er oftast lýst sem markhyggju eða til- gangshyggju (gr. teleologia). Markhyggja er kenning um að allar at- hafnir, öll starfsemi stefni að einhverju marki eða einhverjum tilgangi (gr. telos). Hvaðeina verður til fyrir markmið, hver hlutur stefnir að á- kveðnum tilgangi, sem er honum eðlislægur. Allt hefur ákveðinn til- gang. Markmið hlutar eins og hnífs er að skera vel, þ.e.a.s að upp- fylla það hlutverk sem hann hefur og það sama gildir, en þó með öðr- um hætti, um hlutverk karla og kvenna, sem við skulum nú huga betur að. Það má skipta umfjöllun Aristótelesar um kyn og kynhlutverk í tvo þætti: Líffræði kynjamismunar annars vegar og hins vegar í sam- félagsfræðilega greiningu á mismunandi hlutverkum kynjanna. Víkjum fyrst að líffræði kynjamismunar. Kenning Aristótelesar um líffræðilegan kynjamismun hefur verið skilgreind sem „eins-kyns kenning".5 Aristóteles gengur út frá einu kyni. Hið eina og eiginlega kyn er karlkyn og hann leiðir kvenkyn af því (á svipaðan hátt og Guð skapaði Adam og bjó síðan til Evu úr rifinu). Konan er samkvæmt kenningu Aristótelesar frávik frá hinu eina og upprunalega karlkyni. Karlinn er staðallinn eða viðmiðið og kvenkyn er frávik frá því. Aristóteles skrifar: „Okkur ber að líta á kon- 4 Sjá bók VII (einkum 1158a-1162a) í Siðfrœði Níkomakkosar, í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1995. Þar fjallar Aristóteles um vináttu- og fjölskyldubönd og kynbundna hlutverkaskiptingu. Sjá ennfremur Aristóteles: De Generatione Animalium (einkum I. og II. bók, 727-738) um líf- fræðilegan mismun kynjanna. Guðrún Hólmgeirsdóttir hefur fjallað vel og skil- merkilega um kynjakenningu Aristótelesar í B.A. ritgerð, „Kynjasaga Aristóteles- ar,“ Háskóli íslands, 1989. 5 Sbr. túlkun Thomas Walter Laquer, Making Sex: Body and Gender from the Greeks to Freud, Cambridge: Harvard University Press, 1990.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.