Hugur - 01.01.2000, Side 19

Hugur - 01.01.2000, Side 19
HUGUR Heimspekingar um eðli kvenna 17 reynist röng ef hún á ekki við alla menn, allar konur, alla karla. Allflestar konur frá kynþroskaaldri til breytingskeiðs hafa á klæðum, eins og Gunnar Dal gengur út frá í sinni eðlishyggju. Það verður samt að hafa hugfast að reynsla kvenna af líkamlegu fyrirbæri eins og blæðingum er ólík eftir menningarástandi og sögulegum tíma. Því er ógerlegt að alhæfa að sú reynsla geti veitt öllum konum og alls staðar tiltekna frumspekilega innsýn í grundvallarlögmál lífsins og náttúrunnar, eins og Gunnar heldur fram. Vissulega er þar með ekki verið að segja að reynsla af kyni og líkama geti ekki gert okkur næm- ari á lífið og stöðu okkar í heimi náttúrunnar. Líkamsskynjun tengir okkur flæði lífsins og náttúrunnar. Líkamleg reynsla, eins og t.d. öldrunarferlið, getur gert okkur meðvituð um endanleika og dauðleika okkar í efnisheiminum, á sama hátt og reynsla af fæðingu barns getur veitt hlutdeild í sköpunarkrafti lífsins. Ef hins vegar á að alhæfa um séreðli kyns út frá vissri líkamlegri reynslu verðum við að spyrja okkur hver sé mælikvarðinn á eðlislæga eiginleika? Margir djúptækir eiginleikar sem okkur hættir til að telja eðlislæga eru að stærstum hluta menningar- og sögulega skilyrtir. Og ef við höldum okkur frá menningarlegri og samfélagslegri mótun eiginleika þá eru aðeins fáeinir frumeiginleikar eða grundvallareðlis- þættir eftir, eins og t.d. sú staðreynd að fullnæging ákveðinna frum- þarfa virðist manninum eðlislæg. Slíkar skilgreiningar á frumþáttum mannlegs eðlis segja okkur afskaplega lítið um manninn og það er kunnara en frá þurfi að segja að það er ógerlegt að draga ályktanir um það hvernig manninum beri að vera út frá slíkum frumeiginleikum. Niðurstaða mín er því sú að eðlisskilgreiningar séu ekki brúklegar kategóríur eða kvíar til að leiða af siðferðislegar ályktanir um hvernig konur eru, eða þekkingarfræðilegar ályktanir um hvernig konur hugsi öðruvísi en karlar. Reyndar efast fæstir um að svo kunni að vera. Það reynist einungis vandkvæðum bundið að alhæfa eitthvað um hvernig allar konur breyti í siðferðilegu tilliti eða séu öðruvísi en karlar vitsmunalega séð. Það felur ennfremur í sér að til sé einhver skilgrein- anlegur hugsunarháttur allra karla. Kenningar um eðli mannsins eru þar að auki gallagripir ef þeim er beitt í þeim tilgangi að njörva manneðlið niður. Með því að lýsa eðlisbundnum frumeiginleikum mannsins er manninum lýst eins og hann er og þar með er boðað hvernig maðurinn á að vera. Það er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.