Hugur - 01.01.2000, Page 34

Hugur - 01.01.2000, Page 34
32 Geir Sigurðsson HUGUR annað orðalag yfir það sem hann kallar á öðrum stað „tilvistarþver- sögnina.“17 Á meðan Leopardi aðhylltist enn heimsmynd kristninnar velti hann einnig fyrir sér óhamingju mannsins, en gat ekki sætt sig við að heimur tilgangshyggjunnar fæli í sér einhverja þversögn, að minnsta kosti ekki hvað manninn varðar, þar sem hann væri nú eftir allt sam- an „æðsta lífvera“ sköpunarverksins.18 En eftir að hann snerist til guð- leysis var ekkert til að aftra honum frá því að fallast á slíka þversögn. Þversögnin er í stuttu máli þessi: Náttúran hefur gert allar lífverur þannig úr garði að eðlislæg tilhneiging þeirra er að leita vellíðunar og hamingju, en sjálf lætur hún sig þetta markmið engu skipta, heldur leitast einungis við að viðhalda sjálfri sér sem veru án þess að taka hið minnsta tillit til örlaga einstakra lífvera. I „Samræðu náttúrunnar og íslendings“ kemur þetta skýrt fram. í þessari samræðu er fremur ógæfulegur og aðframkominn íslend- ingur á ferð um heiminn í leit að stað þar sem hann getur dvalið án óþæginda. í óbyggðum Afríku hittir hann svo fyrir sjálfa náttúruna, holdtekna í líki tröllkonu, og þau leiðast út í samræður um tilgang og eðli lífs og heims. Við lok samræðunnar, eftir að íslendingurinn hefur haldið yfir henni langa kvörtunarræðu um það hversu illa hún fari með afkvæmi sín, segir náttúran: Hélstu kannski að heimurinn væri gerður fyrir ykkur? Nú ættir þú að vita, að í verkum mínum, reglum mínum og gerðum, þá hefur með örfáum undantekningum allt annað ráðið en hugsunin um hamingju mannanna, eða óhamingju þeirra. Þegar ég særi ykkur á einn eða annan hátt, þá geri ég mér sjaldnast grein fyrir því, allt einsog ég verð þess vanalega ekki áskynja ef ég gleð ykkur eða geri vel við ykkur; og ég hef ekki gert alla þessa hluti, eins og þið haldið, til þess að gleðja ykkur eða gagnast. Og að lokum, ef mér yrði á að þurrka út gjörvallt mannkynið, myndi ég ekki gera mér hina minnstu grein fyrir því.19 17 Sjá sama rit, 66 & 4129. 18 Sama rit, 56. 1 9 Leopardi: „Dialogo della natura e di un Islandese," Operelle morali, bls. 127-8. Þótt þegar séu til tvær íslenskar þýðingar á þessari samræðu, þ.e. Ólafs Gíslasonar og Rögnu Haraldsdóttur, fannst mér í báðum tilvikum þýðingu, a.m.k. þessarar til- teknu klausu, ábótavant. Þessi þýðing er því lauslega byggð á endursögnum þeirra beggja, en með ákveðnum breytingum sem ég tel færa hana til betri vegar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.