Hugur - 01.01.2000, Síða 35

Hugur - 01.01.2000, Síða 35
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 33 Að þessum orðum mæltum gefur náttúran íslendingnum dálitla kennslustund í frumspeki og útlistar fyrir honum að þar sem tilvist heimsins byggist á því að hringrás tilurðar og eyðingar allra hluta sé haldið stöðugri, geti hann ekki þolað að til sé einhver hlutur sem sé laus undan þjáningu. Þegar íslendingurinn spyr síðan um tilgang þess- arar lönguvitleysu koma tvö sársvöng ljón og éta hann-sem kannski ber að skilja sem svar náttúrunnar við spurningunni. Kjarni tilvistarþversagnarinnar er semsagt sá að markmið annars vegar náttúrunnar, eða heimsins, og hins vegar einstakra lífvera er ekki hið sama. Ef lífverurnar myndu einsog náttúran stefna fyrst og fremst að því að viðhalda lífi sínu, myndu þær auðvitað glaðar fórna hamingju sinni fyrir lífið. Þær myndu þá raunar ekki einu sinni upp- lifa óhamingju sína, þar sem frumþrá þeirra væri einungis sú að halda lífi. Hér mætti þó spyrja, í ljósi þess að lífverur þrái framar öllu öðru útilokaða hamingjuna, hvernig þá standi á því að þær skyldu ekki al- mennt binda enda á líf sitt. Svar Leopardi er eftirfarandi: Sjálfsvarð- veisla er ekki náttúruleg hneigð, enda þótt svo sé almennt talið. Hún hvílir hins vegar á náttúrulegri hamingjuþránni sem sá vægast sagt vafasami dómur að lífið sé eitthvað gott og dauðinn eitthvað illt. Hann freistar þess síðan að sýna fram á að dýpra sé á hamingjuþrána en sjálfsvarðveisluhvötina með því að benda á þá augljósu staðreynd að fyrir kemur að fólk fremur sjálfsmorð til að flýja óhamingjuna. Það fórnar lífinu fyrir hamingjuna, eða orðað, ef svo má segja, jákvætt, það tekur neind og ekki-hamingju fram yfir veru og óham- ingju. Ástæðan fyrir því að maðurinn sé nánast eina veran sem vísvitandi sviptir sig lífi er.svo skynsemin á framþróunarstigi sínu, því hún ger- ir manninum kleift að átta sig á tilvistarþversögninni. Það er semsagt þekkingin á mannfjandsamlegri veröldinni og viskan og meðvitundin um það að náttúran geti ekki fullnægt þrá mannsins sem íþyngir svo vansæld hans að lífið verður honum óþolandi. Og þar með er komið að leiðindunum. Með leiðindunum, eða „noia,“ einsog það heitir á ítölsku, emm við komin að kjarna gagnrýni Leopardis á samtíma sinn. Leiðindin eru afleiðing, og einsog hann segir sjálfur, „fyllsta birtingarmynd“ þess að maðurinn geri sér tilvistarþversögnina ljósa. Þegar hann gerir sér grein fyrir því að meðfædd, óstöðvandi þráin eftir nautn muni aldrei ná tak-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.