Hugur - 01.01.2000, Side 40

Hugur - 01.01.2000, Side 40
38 Geir Sigurðsson HUGUR skeytingarlaus um afdrif mannsins og annarra lífvera. En ranghug- myndirnar og tálsýnirnar gáfu aðra mynd og það var fyrir þeirra tilst- illi sem maðurinn gat fundið til hamingju og firrt sig leiðindum. Hér verður að athuga að Leopardi hefur eingöngu áhuga á hamingjunni. Hún er hans eina verðmæti og aðrir hlutir búa yfir verðmæti aðeins svo framarlega sem þeir stuðla að henni. Þar sem sannleikurinn, þ.e. heimspekilegur eða vísindalegur sannleikurinn um heiminn, stuðlar fremur að óhamingjunni, er Leopardi eðlilega í nöp við hann og þó einkum við sögulega skynsemina, sjálfa heimspekina, sem hefur fært okkur þennan sannleika. En hvað skal þá til bragðs taka? Þróun skynseminnar var jú ein- hvers konar slys sem náttúran gerði aldrei ráð fyrir. Þótt hún þrífist á stöðugri hringrás tilurðar og eyðingar þeirra hluta sem hún hýsir, þá er henni mikilvægt að tegundirnar leitist við að viðhalda sér sem teg- undum, sem sannleiksfundur mannanna kyndir ekki beinlínis undir. Leopardi leiðir jafnvel að því líkur að með aukinni þróun skynsem- innar og vexti og viðgangi óhamingjunnar verði brátt ekkert mannkyn eftir, því það verði hugsanlega allt búið að granda sér.32 Andúð hans á nútímanum og þróuninni, og samsvarandi gengdarlaus lofræða hans til fornaldar þegar allt var miklu betra hljómar auðvitað einsog and- styggileg nostalgía og afturhaldssemi. En Leopardi gerir sér fulla grein fyrir því að ekki verður snúið aftur í tímann með neinum hætti, eins- og eftirfarandi orð hans eru til marks um: Eg tek náttúruríkið fram yfir siðmenninguna. En eftir að þróun and- ans hófst og náði ákveðnu stigi er ómögulegt að snúa henni til baka; ómögulegt, jafnt fyrir einstaklinga sem þjóðir, að hindra framvind- una. Andar einstaklinga og þjóða í Evrópu og í stórum hluta heims- ins hafa nú þegar löngum verið þróaðir. Að draga þá niður á stig hins frumstæða og hins villimannslega er með öllu óhugsandi.33 A öðrum stað orðar hann þessar ógöngur með öðrum hætti og tengir þær sérstaklega heimspekinni: Það fer ekki fram hjá mér að lokaniðurstaða sannrar og fullkominnar heimspeki er sú að maður ætti ekki að leggja stund á heimspeki. Af því leiðir, í fyrsta lagi, að heimspekin er gagnslaus, því til þess að •j o Leopardi: Zibaldone di pensieri, 216. '33 Sama rit, 4186.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.