Hugur - 01.01.2000, Page 102
100
Karl Ægir Karlsson
HUGUR
menn og skýra atferli þeirra. Það er í andstöðu við skilgreiningu
Fites; samkvæmt því er hann alls ekki atferlissinni.
Á blaðsíðum 47-48 í Bláu bókinni í umræðu sem sprettur úr hug-
leiðingu um eðli efnis og anda ræðir Wittgenstein persónulega upp-
lifun. Erfitt er að grípa nákvæmlega um það sem hann segir og ég
gæti haldið áfram að stilla orðum hans upp á móti orðum atferlis-
sinna. Til hvers? Atferlishyggja er ekki ein heilsteypt stefna, hún er
samansafn af litlum rannsóknarhefðum, mótmælum og þægilegum
einföldunum; ættarmótseinkennin halda henni saman. Það eru hinar
þægilegu einfaldanir sem Wittgenstein á helst ekki heima í. Með því
að bera saman Wittgenstein og atferlissinnana má finna stað og stað
sem þeir eru ekki sammála en það er vafasamt hvort það dugi til þess
að greina þá í sundur. Quine er t.a.m. yfirlýstur atferlissinni,26 en jafn-
mikið greinir hann frá Skinner (og ennfremur Watson) og Skinner frá
Wittgenstein.
Wittgenstein er í andstöðu við skilgreiningu Fites á fleiri stöðum
en í Bláu bókinni, til að mynda við skýringu á því hvernig við lærum
að beita sálfræðilegum hugtökum, en þar vísar hann til upplifana.
Með því að beita nálgun Leaheys á atferlishyggju má vísa í afstöðu
Wittgensteins til upplifana til þess að skilgreina hann frá hugtakinu.
Það felur aftur í sér að honum er skipað á bekk með hughyggju-
mönnum-hvernig sem Wittgenstein hefði líkað það.
Niðurstaðan er tvíþætt. í fyrsta lagi: í samræmi við viðteknar
skoðanir er Wittgenstein ekki atferlissinni. Með því að bera verk hans
við skilgreiningu Leaheys á atferlishyggju má sjá að Wittgenstein á
aö mörgu leyti illa heima innan þess ramma. Þessi aðferð er ekki
gallalaus vegna þess hve skilgreiningin sem Leahey notar er víð og
vegna þess að hún skipar Wittgenstein í aðra fylkingu, hughyggju,
sem ekki er rúm til að ræða hér. Ennfremur er Wittgenstein ekki at-
ferlissinni vegna stíls hans og vilja til þess að taka inní skýringarkerfi
sitt hugræna, óskoðanlega þætti. I öðru lagi: Wittgenstein er ekki at-
ferlissinni; en það er ekki vegna þess að hann sagðist ekki vera það,
heldur vegna þess að úr verkum hans má lesa að hann getur ekki verið
það.
26
Fræg tilvinun í Quine er á þessa leið: „ ... I do consider myself as behavioristic as
anyone in his right mind could be.“ Sjá: Quine (1976) „Linguistics and Philo-
sophy;“ sjá í Gison, 1996.