Hugur - 01.01.2000, Page 103
HUGUR IQ.-l 1. ÁR, 1998-1999
s. 101-123
Björgvin G. Sigurðsson
A milli himins og jarðar
Þeir sem efstu útsýn kanna
alltaf geta numið lönd
Sigurður Nordal var margbrotinn persónuleiki sem skildi eftir sig djúp
spor í íslensku þjóðlífi. Hann var næmur og viðkvæmur listamaður
sem bjó yfir víðfeðmari hæfileikum en gengur og gerist. Skefjalaus
sjálfsgagnrýni og rnikill metnaður rak hann áfram og eftir hann liggja
mörg stórbrotin verk, hvort heldur er á sviði skáldskapar, heimspeki,
sagn- eða málfræði.
Upp úr því óvægna þjóðfélagi sem ísland var um aldamótin,
spruttu margir stórhuga vormenn sem vildu skapa þjóð sinni glæsta
framtíð og var Sigurður Nordal einn þeirra. Fjölhæfni hans var mikil
eins og sést þegar litið er til þroskahugsjónar hans, bókmenntafræð-
innar, söguskoðunar eða heimspekinnar. Sigurður helgaði arfi íslend-
inga, íslendingasögunum, líf sitt og íslenska tungan er ríkari en áður
eftir fræðastörf hans.
Sigurð Nordal dreymdi stóra drauma fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann
vildi lyfta mannlegri hugsun hennar á æðra stig og bylta andlegu lífi
landsmanna, upp fyrir ský hugsjónanna og inn í heiðríkju og bláma
upplýstrar og stoltrar þjóðar sem horfir djörf til framtíðar. Trú upp-
runa sínum og fortíð, en framsýn og metnaðarfull fyrir hönd komandi
kynslóða. Sigurður vildi draga sérkenni hinnar nýsjálfstæðu þjóðar
fram og koma þjóðinni og menningu hennar á kort heimsins svo eftir
yrði tekið.
Sigurður Nordal var andhverfa lognmollunnar. Hann var maður
glæstra hugsjóna sem þorði að láta sig dreyma og framkvæma draum-
ana. Sigurður kleif sigluna óhræddur í stórviðrum síns tíma og var
sannfæringu sinni trúr allt til dauðadags. í gegnum verk hans liggur,
líkt og rauður þráður, áherslan á sérkenni Islendinga sem þjóðar og
Unnið mcð styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.