Hugur - 01.01.2000, Page 104

Hugur - 01.01.2000, Page 104
102 Björgvin G. Sigurðsson HUGUR hvað greinir hana frá öðruni þjóðum og lagði hann sig fram um að kryfja þau sérkenni til mergjar. Sigurður Nordal fæddist 14. september árið 1886 að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Sigurður var settur til mennta og tvítugur að aldri útskrif- aðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði eftir það nám við Hafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi í norræn- um fræðum árið 1912 og doktorsprófi árið 1914. Árin 1916 til 1917 stundaði hann heimspekinám í Berlín og Oxford og var þá gerður að prófessor við Háskóla íslands í íslenskri málfræði og menningarsögu. Eftir áratuga fræðastörf hér heima hlaut hann stöðu prófessors án kennsluskyldu árið 1945 og gerðist sendiherra í Kaupmannahöfn árin 1951 til 1957. Sigurður kenndi við marga virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum og hélt fyrirlestra víða um lönd. Þegar Sigurður lést árið 1974 lá eftir hann mikill fjöldi ritverka og seint verða metin til fulls þau áhrif sem hann hafði á hugsun og veruleika Islendinga á liðinni öld. Þegar litið er yfir svið tuttugustu aldarinnar í andlegu lífi Islendinga eru verk Sigurðar áberandi og eftir hann liggja mörg glæsileg verk. Meðal þeirra má nefna stórvirkið íslensk menning sem er menningar- saga íslendinga í fornöld, heimspekiritið Lífog dauða, Einlyndi og marglyndi sem er safn heimspekilegra fyrirlestra sem Sigurður hélt í Reykjavík veturinn 1918-19, söguljóðin Fornar ástir, útgáfa á Völuspá, Snorra Sturluson, Gráskinnu sem er þjóðsagnasafn unnið í samvinnu við Þórberg Þórðarson og íslenzka lestrarbók. Auk þess reit Sigurður margar greinar og ritgerðir um öll heimsins mál og eru margar þeirra með því besta sem skrifað hefur verið á þessari öld. Margar mannlýsingar liggja eftir hann og hluti þeirra eru bækur um Stephen G. Stephenson og Einar Benediktsson. Sigurður var ástríðu- fullur við þá iðju sína og eru mannlýsingarnar veigamikill þáttur í verkurn hans. Þær tengjast einnig hinum rauða þræði í verkum Sig- urðar, hvort heldur er í heimspekinni, bókmenntafræðinni eða mál- fræðinni, því að laða fram og skilgreina sérkenni íslendinga sem þjóðar. Þroski og menning / Menningin átti, samkvæmt Sigurði, að efla manninn og auka lífs- skilning hans og þroska. Grundvallaratriðið í söguskoðun hans var að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.