Hugur - 01.01.2000, Page 122
120
Björgvin G. Sigurðsson
HUGUR
bergur: „Þetta er góð bók, Vilmundur á hana.“ Sigurður sagði mér
þessa sögu til marks um ofurtrú Þórbergs á Vilmundi. Þórbergur sótti
sem ungur maður tíma hjá Sigurði í Háskólanum og úr þeim kynnum
varð á endanum samstarf þeirra við þjóðsagnasöfnun."
Hinn rauði þráður
Sigurður skrifaði um margvísleg málefni. Heimspeki, bókmennta-
fræði, málfræði og sagnfræði. Sem ungur maður hélt hann fyrirlestra
um heimspeki og sálarfræði mannsins sem síðar komu út í bókinni
Einlyndi og marglyndi. Auk þess reit hann margar mannlýsingar og
stórvirkið Islenska menningu, menningarsögu Islendinga í fornöld,
auk margra greina og bóka um ýmis málefni. Er samræmi í öllum
þessum ólíku verkum hans?
„Já, ég held þau séu ein lifandi heild. Til dæmis má tengja ólíka
þætti þeirra saman með því að byrja á manneðlisfræðinni í Einlyndi
og marglyndi. Þessi manneðlisfræði tengist mannlýsingunum sem eru
viðamikill hluti af ritsafni hans. Þar á meðal eru skáldaævirnar um
Snorra, Hallgrím, Stephan, Einar, Þorstein Erlingsson og fleiri.
Ahuginn á mannlýsingum tengist aftur þjóðernishyggju Sigurðar.
Hann hafði mikinn hug á að skilja sérkenni þjóðarinnar og sérkenni
einstakra manna og kvenna. Og sérkenni þjóðarinnar sá hann einkan-
lega í sérkennum íslenskra einstaklinga. Og svona mætti lengi áfram
tengja saman ólíka þætti.
Um þjóðernishyggju Sigurðar má bæta því við að hún blasir víða
við í ritum hans. Sumir erlendir fræðimenn hafa jafnvel viljað sjá
merki um ramma þjóðernishyggju og íslenska sjálfstæðisbaráttu í
kenningum íslenska skólans um fornbókmenntirnar, en til þess þarf
að lesa ári mikið á milli línanna. Hvað sem því líður var Sigurður
þjóðernishyggjumaður. Og einmitt þjóðernishyggjumaður frekar en
þjóðernissinni. Það var ekki til í honum sú hugsun að eitt þjóðerni
væri öðru æðra eða dýrmætara. Til þess var hann allt of menntaður
maður. En hann trúði því að þjóðir gætu verið ólíkar og sérkenni
hverrar þjóðar um sig gætu verið slík að þau mættu ekki glatast.
Hann hafði líka léttúðugari áhuga á sérkennum ólíkra byggðarlaga á
Islandi og sagði oft gamansögur af muninum á Húnvetningum og
Skagfirðingum til dæmis. Sjálfur var hann Húnvetningur. Ég þekkti
fleira fólk af hans kynslóð sem hafði mikið yndi af slíkum sögum.