Hugur - 01.01.2000, Page 129
HUGUR
Hver var Brynjólfur Bjamason?
127
Fyrri heimsstyrjöldin markaði afdrifarík tímamót í sögu sósíalískrar
hreyfingar þar sem heimshreyfingin klofnaði í afstöðunni til styrjald-
arinnar en að baki lá ágreiningur sem hafði farið dýpkandi um all langt
skeið milli umbótastefnu og byltingarstefnu.
Árið 1917 varð bylting í Rússlandi og í byrjun árs 1918 urðu mik-
il verkföll víða í Evrópu. I Þýskalandi fengu sósíaldemókratar í fyrsta
sinn aðild að ríkisstjórn haustið 1918 og var falin stjórnarmyndun
þegar vaxandi byltingarástand leiddi til þess að keisaranum var vikið
frá. í janúar 1919 var gerð uppreisn í Berlín en stjórnin gerði bandalag
við máttarstólpa gamla þjóðfélagsins um að berja hana niður. í Bæj-
aralandi og Ungverjalandi voru skammlífar ráðstjórnir myndaðar
seinna um veturinn. I Finnlandi börðust rauðliðar og hvítliðar vetur-
inn 1918-19 og í Rússlandi var stríðsástand þar sem andstæðingar
byltingarinnar nutu aðstoðar erlendra herja.
Þannig var í grófum dráttum umhorfs í Evrópu fyrsta veturinn sem
Brynjólfur dvaldist í Kaupmannahöfn. „Hér voru mikil mannleg örlög
ráðin,“ sagði hann síðar, „og annaðhvort varð maður að láta það ekki
eftir sér að hugsa, eða maður varð að taka afstöðu.“5 Brynjólfur tók af-
stöðu og hallaðist að málstað kommúnista.
Á menntaskólaárum Brynjólfs í Reykjavík höfðu íslendingar ekki
haft mikil kynni af marxismanum. Þegar Brynjólfur kom til Kaup-
mannahafnar reyndi hann að afla sér fræðslu um sósíalismann og
marxísk fræði. Hann rifjaði það upp hálfri öld seinna þegar hann las
ritgerð Leníns um hrun Annars alþjóðasambandsins: „Ég sá samtím-
ann, en þó einkum hina sósíalísku alþjóðahreyfingu, í nýju ljósi eftir
lestur hennar.“6
Brynjólfur gerði grein fyrir lífsskoðun sinni og grundvelli hennar í
útvarpserindi haustið 1969 sem var prentað í bókinni Lögmál ogfrelsi
árið 1970 undir titlinum „Svar við spurningu um lífsskoðun.“ þar
skýrði hann forsendurnar fyrir bæði stjórnmálastörfum sínum og
heimspekiskrifum.
„Ég komst í kynni við marxismann og díalektíska efnishyggju. Þau
kynni opnuðu mér enn nýja sýn. [...] Snemma hafði ég komizt að
þeirri niðurstöðu, að auðvaldsþjóðfélagið væri ekki mönnum sæm-
5
6
Sama rit, s. 72.
Brynjólfur Bjarnasón, Með storminn í fangið II (Reykjavfk: Mál og menning,
1973), s. 284.