Hugur - 01.01.2000, Page 133
HUGUR
Hver var Brynjólfur Bjamason?
131
lagði áherslu á að sósíalistar tækju ekki á sig ábyrgðina á auðvalds-
skipulaginu og stjórnarfari þess en ákveðin skilyrði gætu gert það
nauðsynlegt að flokkurinn tæki þátt í stjórn, svo sem til að leysa til-
tekin verkefni af hendi þegar ákveðin skilyrði og styrkleikahlutföll
gerðu það mögulegt. En þá er allt undir styrk verkalýðshreyfingarinnar
komið. „Við sósíalistar lítum á okkur sem þjóna verkalýðssamtak-
anna í þessari ríkisstjórn,“ sagði Brynjólfur við myndun stjórnarinnar.
„Við hlítum fyrirmælum þeirra í einu og öllu og við sitjum ekki í
stjórn degi lengur en þau vilja vera láta.“15
IV
Á málþingi um heimspeki og hugsun Brynjólfs Bjarnasonar er ekki
hægt að hlaupa yfir þann þátt sem er afstaðan til Sovétríkjanna og
annarra kommúnistaríkja, vörnin fyrir þessi ríki.
Á sjötta og sjöunda áratugnum fóru í æ ríkari mæli að heyrast efa-
semdaraddir en Brynjólfur hélt vörninni áfram, en þó ekki gagnrýnis-
laust. Ekki svo að skilja að hann hafi skrifað einhver ósköp um þessi
mál. Þar er helst að nefna greinina „Gelgjuskeið nýrra þjóðfélags-
hátta,“ sem birtist í Rétti 1957 og var endurprentuð í 2. bindi greina-
safnsins.16 Þessi grein er skrifuð af gefnu tilefni, þ.e. vegna uppgjörs
Krúsjofs við Stalín og vegna uppreisnarinnar í Ungverjalandi og inn-
rás Rauða hersins. Þar kemur vissulega fram gagnrýni á þessi ríki og
valdhafa þeirra en um leið vörn, gagnrýnin vörn. Innrásina í Ungverja-
land taldi hann illa nauðsyn. Hins vegar mat hann atburðina í Tékkó-
slóvakíu 1968 öðru vísi og taldi að innrás Rússa hafi ekki verið
réttlætanleg þá. Ein af síðustu samþykktum framkvæmdanefndar
Sósíalistaflokksins var reyndar gagnrýni á innrásina í Tékkóslóvakíu.
Flestir munu væntanlega segja nú: Brynjólfur og félagar hans hefðu
átt að sjá það og viðurkenna miklu fyrr að skelfilegir atburðir gerðust
í Sovétríkjunum og ástandið var ógnarlegt. Hvernig gat jafn glöggur
og heiðarlegur maður og Brynjólfur Bjarnason horft framhjá þessu?
Ég ætla að gera tilraun til skýringar: Það er auðvelt að gera sér í
hugarlund hvílík áhrif byltingin í Rússlandi hafði á róttæka sósíalista
og hina baráttufúsustu í röðum alþýðufólks á þeim tíma. Og áhrif
1 5 Með storminn ífangið I, s. 134.
1 ** Með storminn ífangið II, s. 109-160.