Hugur - 01.01.2000, Side 158
156
Jóhann Bjömsson
HUGUR
segja nautna- og gleðilífið sem færa átti mönnum hamingju,4 gekk
ekki sem skyldi hjá predikaranum:
Eg safnaði mér silfri og gulli og fjársjóðum frá konungum og lönd-
um; ég fékk mér söngmenn og söngkonur og það, sem er yndi karl-
manna: fjölda kvenna. Og ég varð mikill og meiri öllum þeim, er
verið höfðu í Jerúsalem á undan mér; einnig speki mín var kyr hjá
mér. Og alt það, sem augu mín girntust, það lét ég eftir þeim; ég neit-
aði ekki hjarta mínu um nokkura gleði, því að hjarta mitt hafði
ánægju af allri fyrirhöfn minni, og þetta var hlutdeild mín af allri
fyrirhöfn minni. En er ég leit á öll verk mín, þau er hendur mínar
höfðu unnið, og þá fyrirhöfn er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá sá
ég að alt var hégómi og eftirsókn eftir vindi, og að enginn ávinning-
ur er til undir sólinni.5
Sálarháski predikarans, ef heimspeki Brynjólfs er beitt til greiningar,
felst ekki eingöngu í þeirri tómhyggju og afneitun allra gilda sem svo
berlega kemur í ljós heldur einnig í Guðstrúnni. Það hljómar undarleg
að tómhygjumaður eins og predikarinn skuli þegar öllu er á botninn
hvolft trúa á Guð og halda því fram að á endanum muni allt verða leitt
fyrir dóm Guðs. Guðstrú predikarans má túlka sem hluta af sálarháska
hans samkvæmt heimspeki Brynjólfs enda eiga trúarbrögðin að mati
Brynjólfs engin svör við lífsins vanda nema blekkingar.6
Þó Brynjólfur sé sannfærður um að Guð sé ekkert nema hugarsmíð
mannanna og þar með vel hægt að lifa án hans er hinsvegar ekki ger-
legt að lifa í heimi þar sem tilgang er ekki að finna:
Annaðhvort hefur eilífðin einhvern tilgang og varanlegt gildi, sem
ég skil ekki, eða þá að það hefur engan tilgang og ekkert gildi. Geri
ég ráð fyrir hinu síðarnefnda, verð ég að lifa lífínu í vitundinni um
fullkomið tilgangsleysi þess og allt verður hjóm og hégómi undir
sólinni. Það mundi í rauninni ekki verða neitt líf, heldur fánýt og
ömurleg bið eftir dauðanum.7
4 Lucretius: On the Nature of Things, þýð. W. H. D. Rouse. Harvard University
Press, 1975.
5 „Predikarinn" í Biblíunni 2, 8-11.
6 Brynjólfur Bjamason: Lögmál ogfrelsi. Heimskringla, 1970. Bls. 161.
7 Sama rit, bls. 154.