Hugur - 01.01.2000, Page 161
HUGUR
Tilgangurínn, hégóminn og hjómið
159
Aðdráttarafl existensíalismans felst ekki síst í raunsærri mynd hans af
veruleikanum og þeirri hvatningu sem hann gefur mönnum til þess að
láta ekki bugast í heimi sem ekki er alltaf vinsamlegur. Lífið er ekki
alltaf auðvelt, ég er dauðleg vera, frjáls og ábyrg og hef tækifæri til
þess að gera eitthvað í lífi mínu sem og ég verð að gera eins vel og ég
get á meðan enn er tími til stefnu. Hvað er að þessari lífsskoðun og
hver er í raun sálarháski hennar? Það er ekki rétt hjá Brynjólfi að
existensíalisminn veiti mönnum engin svör. Að segja mönnum að
þeir séu frjálsir og ábyrgir og verði að svara sínum spurningum hver
fyrir sig eins og Sartre sagði nemanda sínum er eitt besta svar sem
sérhver einstaklingur getur fengið sem er að velta fyrir sér lífsskoðun
sinni og lífskostum. Það útilokar ekki að menn leiti ráða en það
minnir menn á að þrátt fyrir ráð frá öðrum þá er það ávallt sá sem
spurði sem velur svarið á endanum. Það er mun heiðarlegra að gera
fólki grein fyrir frelsi sínu og ábyrgð á eigin lífi og skoðunum heldur
en sú tilhneiging margra marxista að neita þegnunum um persónulegt
frelsi og ætlast til þess að þeir lúti yfirvöldum í hugsun og verki.
Slík svör marxista geta ekki talist vænleg til þess að leysa úr pers-
ónulegum vanda fólks. Þessu gerði Brynjólfur sér grein fyrir þrátt fyrir
að hafa verið einn af forystumönnum marxista á íslandi.
Hugmyndafrceðin hressilega
í viðtali árið 1988 segir Brynjólfur um marxismann: „Ég þekki nú
enga hugmyndafræði, sem er öllu hressilegri en marxisminn.“15Hann
gerir sér jafnframt grein fyrir því að saga marxismans hefur ekki alltaf
verið dans á rósum: „Hitt er svo annað mál, að feiknarleg mistök hafa
verið gerð á ferli þessarar þróunar og fæðingarhríðir nýrra mannfélags-
hátta hafa haft miklar mannlegar þjáningar í för með sér.“16Marxism-
inn kann að hafa ýmislegt sér til ágætis en það verður ekki horft fram-
hjá því að of oft hefur saga hans einkennst af skipulagðri kúgun á ein-
staklingum, framtakssemi þeirra, frelsi og hugsunum. Slíkir fylgi-
kvillar marxismans geta síður en svo talist „hressilegir." Þeir eru
fremur ávísun á sálarháska þeirra sem við slíkt þjóðskipulag búa og
15 Brynjólfur Bjamason og Einar Ólafsson: Brynjólfur Bjamason, Pólitísk œvisaga.
Mál og menning. Reykjavfk, 1989. Bls. 147.
16 Sama rit, bls. 147.
J