Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 26
20
BÚNADARRIT
Þá hefir og nefndin kynt sjer skilyrði fyrir starfrækslu
mjólkuibúa á Skeiðum og víðar á Suðurlandsundirlendinu.
Þá hefir Sigurði verið falin umsjón með sandgiæðsl-
unni í landi Strandarkirkju, — sem tekin er upp sam-
kvæmt lögum frá síðasta þingi og lýtur sjerstökum
lagaákvæðum — svo og umsjón og eftirlit með
viðhaldi sjóvarnargarða og annara mannvirkja til varn-
ar gegn vatnságangi, ennfremur með skiftingu rækt-
unarlands í Yestmannaeyjum og annarsstaðar þar, sem
landi er skift til ræktunar, samkvæmt ákvæðum Jarð-
ræktarlaga.
Á síðasta Búnaðarþingi komu fram tillögur um stofnun
tilraunabús á Suðurlandi, og um skipun nefndar til að
undirbúa það mál. Var þeim vísað til stjórnarinnar, til
frekari aðgerða, ef henni sýndist. Þessa tilefnis skipaði
stjórnin 5 manna nefnd, haustið 1927, til þess að at-
huga þetta mál og koma fram með tillögur um það,
fyrir næsta Búnaðarþing. í nefndinni eru baðir búnaðar-
málastjórar, stjórnarnefndarmennirnir Bjarni Ásgeirsson
og Magnús Þorláksson, og Guðmundur Jónsson búfiæðis-
kandidat, frá Torfalæk, nú kennari á Hvanneyri. Nefndin
gerði sjer ierð á sl. sumri austur um Árnes- og Rangár-
valla sýslur, til þess að Hta eftir jarðnæði fyrir tilrauna-
búið, ef til framkvæmda kæmi, og aðra feið fóru þeir 1
sama skyni í haust, og um sömu slóðir, íormaður
og ritari nefndarinnar, Metúsalem Stefánsson og Guð-
mundur Jónsson.
Síðasta Búnaðarþing ákvað að stofna til verklegs jaið-
ræktarnáms, fyrir unga menn, með því að vista þá um
6—8 vikna skeið hjá bændum eða umferða jarðabóta-
mönnum, sem ætla iná að vinni að jarðabótum á rjettan
hátt, og svo að nokkuð sje af því að læra, að vinna
með þeim. Ráðstöfun á þessu námi, umsjón og eftirlit,
svo og tillögur um úthlutun styrks til piltanna, hafa
þeir stjórnarnefndarmennirnir Magnús og Bjarni, með