Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 30
24
BT5NAÐARRIT
Tveir af stjórnarnefndarmönnunum, Bjarni Ásgeirsson
og Magnús Þorláksson, hafa á þessum árum fengið styrk
frá fjelaginu til utanfara. Fór Bjarni nálægt siðustu ára-
mótum, einkum til þess að kynna sjer framleiðslu til-
búins áburðar og verslun með hann. Gaf hann Alþingi
skýrslu um þá för, áður en sett voru lög um einkasölu
á tilbúnum áburði hjer á landi. — Magnús fór utan sl.
sumar, einkum til þess að kynna sjer vinnubrögð, verk-
færi og ræktunaraðferðir við nýyrkingu á Noiðurlöndum.
Sumarið 1927 veitti stjórnin Sig. Sigurðssyni búnaðar-
málastjóra styrk til utanfarar, til þess að kynna sjer
ýms landbúnaðarmál, og sl. sumar fór Klemens Kr.
Kristjánsson utan, með styrk frá fjelaginu, til þess að
kynna sjer tilraunastarfsemi í Noregi og Svíþjóð, einkum
í grasfrærækt og kornyrkju í noiðurbygðum þessara
landa.
fíins og undanfarin sumur sá fjelagið um rekstur
þúfnabananna sumarið 1927, og var að eins unnið fyrir
sunnan, í nágrenni Reykjavíkur, enda var hinn þúfna-
baninn ekki vinnufær. Alls voru tættir 24 35 ha., þar af
20,27 hjá Thor Jensen.
Árið 1926 óskaði Hugo Hartig kauptilboðs frá fjelag-
inu í 4 þúfnabana. Fjelagið óskaði aftur sölutilboðs, og
gáfu Hugo Hartig að lokum fjelaginu kost á að selja
því þúfnabanana alla, með varahlutum, fyrir 10 000
sænskar krónur, þar sem þeir stóðu. Áður en gengið
var að þessu tilboði, fór Árni G. Eylands utan, til þess
að skoða vjelarnar, og varahluti, er þeim fylgdu, og
síðan voru kaupin gerð, samkvæmt tillögum hans. Hingað
komnir kostuðu þeir á 19. þús. krónur, með öllum
kostnaði. Tvo af þessum þúfnabönum keypti svo Thor
Jensen, fjelag manna á Akureyri keypti einn — svo og
gamla þúfnabanann þar — en einn var seldur Sveini
Jónssyni, Hákoti í Flóa. Gamli þúfnabaninn syðra var
seldur Gunnlaugi Gunnlaugssyni, sem undanfarin ár heflr
unnið með þúfnabönunum. — Þessi viðskifti gerðust öll