Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 32
26
BÚNAÐARRIT
Yfirleitt er látiö vel af vjelavinnunni og munu
hafa verið unnir í sumar um 400 ha. með vjelum.
Verður reynslan að skera úr, hvort bændur eru
hjer á rjettri leið. Treysti þeir sjer ekki til að ráð-
ast í verulegar jarðabætur, án dráttarvjelanna, er ekki
svo mjög um það að fást, þótt þær verði keyptar um
sinn, meðan þeir eru að læra að nota hestana, og kom-
ast i skilning um, að plæging og herfing á að verða
jafn sjálfsagt starf, á hverju sveitaheimili, eins og hey-
skapurinn, og kunnáttan á meðferð viðeigandi verkfæra
jafn sjálfsögð á báðum þessum verksviðum: ræktuninni
og nýtingu ra?ktaða landsins.
Starísgreinar ráöunautauna,
VerJcfæri. Samvinnunni milli Búnaðarfjelagsins og
Sambandsins, um verkfæra-ráðunautinn, er þannig háttað,
að ráðunauturinn vinnur á skrifstofum Sambandsins, og
hefir þar umsjón með verslun þess með verkfæri, áburð,
sáðvörur, girðingarefni o. fl., undir forstöðu fram-
kvæmdarstjóra innflutningsdeildar. Hinsvegar vísar fje-
lagið til hans öllum erindum, er því berast, þar sem
leitað er upplýsinga um val á verkfærum og útvegun á
þeim, sem og um alt annað, er við kemur landbúnaðar-
verkfærum eða vjelum. Svo er hann og formaður verk-
færatilrauna-nefndar, eins og fyr getur, og gerir með
henni tiliögur til fjelagsstjórnar, um tilhögun þeirra til-
rauna, og um kaup á verkfærum og vjelum til tilraun-
anna. Yerður ekki annað sjeð eða fundið, af þeirri reynslu,
sem fengin er um þetta fyrirkomulag, en að það sje
heppilegt. Sem starfsmaður Sambandsins hefir ráðunaut-
urinn betri aðstöðu, en hjá fjelaginu einu, til þess að
kynnast nýjum verkfærum og vjelum, og um leið hefir
hann betri aðstöðu en áður, til þess að leiðbeina bænd-
um um verkfæraval. Fyrir Sambandið, sem eflaust hefir
langmesta verslun með landbúnaðarverkfæri hjer á landi,