Búnaðarrit - 01.01.1929, Side 33
BUNAÐARRIT
27
og þá mörgu sem við það skifta, er það mikils virði,
að það hefir í sinni þjónustu þann mann, sem mesta
þekkingu hefir á verkfærum hjerlendra manna. Og með
þessu fyrirkomulagi hefir Bún,fjel. íslands mesta trygg-
ingu fyrir því, að einkum verði keypt og þekt þau verk-
færi, sem verkfæra-ráðunautur þess mælir með, og ætla
má að mesta útbreiðslu eigi skilið. Sama má segja með
tilliti til verslunar Sambandsins með sáðvörur og áburð,
ekki síst nú, þegar það hefir tekið að sjer að fara með
áburðar-einkasöluna.
Mœlingar. Umsóknir um mælingar fyrir áveitum,
og þar sem um varnir gegn vatnságangi er að ræða,
fyrir framræslu í stórum stil og mælingum, er leggja
megi til grundvallar við skiftingu lands til ræktunar á
erfðafestu eða á annan hátt, fara sífelt vaxandi. Sl. vor
lá svo mikið verkefni fy'rir, að rjett þótti að ráða annan
mann til mælingarstarfa seinni hluta sumars, og hafa þeir
báðir meira en nóg verkefni í vetur, að vinna úr mæl-
ingum frá sumrinu. Það er og fyrir sjáanlegt, næstu
árin verður nóg verkefni fyrir tvo fullgilda mæl-
ingamenn, því að enn hefir lítið verið hægt að vinna að
mælingum, sem fjelaginu er ætlað að annast, samkvæmt
ákvæðum Jaiðiæktarlaga, á ræktanlegu landi kaupstaða
og kanptúna, og í nágrenni þeirra. En nú er jarðræktar-
áhuginn yfirleitt hvað mestur í kauptúnunum, og muDdi
það tefja fyrir framkvæmdum þar, ef mælingar á ræktan-
legu landi í nágrenni þeirra þyrftu að dragast lengi.
Fjelaginu er ætlað að inna mælingarnar af hendi, og
viiðist þá rjett að það bæti við sig starfsmönnum,
meðan aðkallið er mest, enda þarf verkið í heild sinni
ekki að verða fjelaginu dýrara fyrir það, nema síður sje,
því að þá má frekar komast hjá, að láta mælingamenn-
ina hlaupa landshornanna á milli, til þess að sinna
þeim, sem mest reka á eftir að fá mælt. Og með þessu