Búnaðarrit - 01.01.1929, Síða 36
30
BtiNAÐ ARRIT
stjórnin leiRt þjóðjörðina Mið-Sámsstaði í Fljótshlíð, í
því skyni að þar yrði grasfræræktarstöðinni komið upp
vorið 1927. Þingið samþykti þessar gerðir stjórnarinnar,
og á fundi 26. apríl 1927 rjeði hún Klemens Kr. Krist-
jánsson forstöðumann stöðvarinnar, og geiði við hann
starfssamning. Hefir hann jöiðina á leigu, að þvi leyti
sem ramtýmst getur þörfum tilrauna-starfseminnar, og
rekur þar bú fyrir eigin reikning. Húsakynni voiu svo
ljeleg, að ekki varð komist hjá því að byggja stofuhús
með 2 herbergjum, þegar er þar var tekið til starfa
vorið 1927. Einnig var bygð hlaða niður við þjóðveginn,
fyrir afurðir stöðvarinnar, 12 m. löng og 7 m. breið,
vegghæð 3,5 m. og krossris. Hlaðan er á steyptum
grunni, klædd bárujárni. Bestu grasstofnana, er Klemens
hafði í garði sinum hjer i Reykjavík, og nokkra stofna
úr gróðrarstöðinni, flutti hann með sjer austur og gróður-
setti heima við bæ, og er austur kom byrjaði hann
þegar að brjóta tilraunaland, fyrir neðan þjóðveg og
girti það. — Gefur Klemens sjerstaka skýrslu um störfln
þar eystra, svo að ekki er ástæða til að skýra frá þeim
frekar hjer. Þó þykir rjett að geta þess, að í sumar
fjekk hann 4500 kg. af byggkorni af 5,6 dagsláttum
og 580 kg. af hafrakorni af 1 dagsláttu. Veðrátta var
að vísu á margan hátt hagstæð í sumar fyrir kornrækt,
en þegar þess er gætt, að hjer er um nýbrotið land að
ræða, verður árangurinn að teljast mjög vænlegur, og
er vonandi að þetta sje annað upphaf kornræktar hjer á
landi. — í gróðrarstöðinni hjer í Reykjavík heflr verið
haldið áfram með grasfrærækt i smáum stíl, og varð
árangurinn í sumar sá besti, sem orðið heflr, síðan
byrjað var á þessum smá-tilraunum.
Qarðrœht. Hún hefir verið rekin í gróðrarstöðinni
með tilraunum og almennri ræktun, líkt og áður. Er
einkum lögð áhersla á samanburð kartöfluafbrigða og
gulrófna, ásamt frærækt af gulrófum. Allur vöxtur vaið